Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
ÞVÍ fylgir mikil eftirvænting og
spenna þegar fólk er að fara á
stefnumót við einhvern eða ein-
hverja, sem því líst vel á. Ósjaldan
veit það samt fátt um viðkomandi
og þá er gott að eiga DateCheck að.
Þar er hægt að fletta upp flestu um
þann eða þá, sem hitta skal.
Það er bandaríska fyrirtækið
Intelius, sem býr yfir risastórum
gagnabanka, sem boðar þessa nýju
tækni.
„Hann pabbi minn var naskur við
að sjá út vonbiðlana mína en
DateCheck slær honum alveg við,“
sagði Katherine Herman, fram-
leiðslustjóri Intelius, en til að nýta
sér tæknina þarf fólk að vera með
Apple-snjallsíma.
Með honum má sjá hvort viðkom-
andi er á sakaskrá eða í hjónabandi
og ef allt lítur vel út, er rétt að
skipta yfir í New Worth-kerfið. Þar
má sjá í hve stóru húsi viðkomandi
býr og hvað það kostar. Sem sagt,
rómantíkin á fullu. svs@mbl.is
Með allt á
þurru í
ástamálum
DateCheck býr fólk
undir stefnumótið
Ástarblossi Hvað skyldi DateCheck
hafa að segja um þessar turtildúfur?
SÆNSKA lögreglan leggur nú allt
kapp á að finna þjófa sem stóðu að
bíræfnu ráni í gærmorgun en þá
lentu nokkrir menn þyrlu á þaki
seðlageymslu skammt norður af
Stokkhólmi og brutust inn í hana.
Tveir menn voru handteknir en þeir
liggja ekki lengur undir grun.
Talið er hugsanlegt að um svokall-
að innanhússmál sé að ræða, að ein-
hver mjög kunnugur hafi komið að
ráninu og augljóslega kunni einhver
ræningjanna að fljúga þyrlu. Þykir
það og fleira benda til að um vel
þjálfaða menn sé að ræða, hugsan-
lega fyrrverandi hermenn.
Fannst úti í skógi
Skömmu eftir ránið fannst þyrlan
úti í skógi um 10 km frá Stokkhólmi
og ljóst, að þar hafa samstarfsmenn
ræningjanna beðið þeirra. Þyrlunni
stálu þeir fyrr um nóttina frá fyr-
irtæki, sem annast þyrluflug.
Lögreglan vildi ekki gefa neitt upp
um það með hvaða hætti maðurinn,
sem nú er í haldi, tengdist ráninu og
ekki er ljóst hve ránsfengurinn er
mikill. Er það þó sumra sögn, að um
einn milljarður sænskra króna, um
18 milljarðar ísl. kr., hefði átt að vera
í geymslunni á þessum tíma.
Sænska lögreglan hefur sett upp
fjölmenna miðstöð, sem stýrir leit-
inni að ræningjunum, og mikið eftir-
lit er á flugvöllum. svs@mbl.is
Óvenju bíræfið rán
Reuters
Yfirgefin Ljóst, að aðeins kunnáttumaður gat lent þyrlunni innan um trén.
Komu á þyrlu og rændu seðlageymslu rétt við Stokkhólm
Tveir teknir til yfirheyrslu og viðbúnaður lögreglu mikill
ÞAÐ verður æ
vinsælla í Dan-
mörku að koma
fyrir örflögu í því,
sem líklegast er
til að lenda í
þjófahöndum.
Hefur það gefið
svo góða raun
með reiðhjólin, að
yfirvöld í Kaup-
mannahöfn eru
farin að dreifa örflögunum ókeypis.
Að minnsta kosti 16.000 reið-
hjólum er stolið í Kaupmannahöfn á
ári hverju og til að vinna gegn þessu
tóku borgaryfirvöld upp á því í sum-
ar að gefa örflögurnar. Mætti fólk
með hjólin sín á Ráðhústorgið 4.
júní, á Israel-torgið 28. ágúst og í
gær fékk það flögurnar við útibú
Kaupmannahafnarháskóla á Ama-
ger. Ef hjólunum er stolið er strax
hægt að sjá hvar þau eru niður-
komin. svs@mbl.is
Danir fengu
fríar örflögur
í reiðhjólin
Í paradís allra hjól-
reiðamanna.
Vísindavaka
2009
Allir velkomnir. Láttu sjá þig!vísindamenn.
Stefnumót við
Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda
rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað
við sitt hæfi á Vísindavöku.
www.rannis.is/visindavaka
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Menntamálaráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Á morgun!