Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
Eftir Guðna Einarsson og
Kristinn Ingvarsson
Þetta er heimili,“ sagði Guð-björg R. Guðmundsdóttir,samskiptafulltrúi dvalar-og hjúkrunarheimilisins
Grundar um hjúkrunarheimilið Bæj-
arás í Hveragerði sem verður tekið
formlega í notkun á morgun. Hjúkr-
unarheimilið er mótað eftir svo-
nefndri Eden-hugmyndafræði. „Lyk-
ilatriðið er að hér á heimilisfólkið
heima og við hin erum gestir á heimili
þess. Við komum til að hjálpa heim-
ilisfólkinu að njóta lífsins,“ sagði Guð-
björg.
Rekstur Bæjaráss hófst fyrir um
mánuði. Eden-stefnan leggur áherslu
á að heimilisbragur á hjúkrunarheim-
ilum sé sem líkastur og á venjulegu
heimili. Þar eigi stofnanabragur ekki
heima. Heimilismenn hafa heilmikið
að segja um heimilishaldið. Þeir fara
á fætur þegar þeim hentar og í bað
eftir þörfum en ekki samkvæmt dag-
skrá. Starfsfólkið klæðist ekki ein-
kennisbúningum heldur þeim fötum
sem það kýs að klæðast.
Bæjarás er um 300 m2 hús við
Hverahlíð. Þar var áður læknisbú-
staður og síðar bæjarskrifstofur
Hveragerðis. Í húsinu eru fimm stór
svefnherbergi, auk setustofu, eldhúss
og snyrtinga. Bæjarás tilheyrir
hjúkrunarheimilinu Ási og nýtur
þjónustu frá miðlægu eldhúsi, þvotta-
húsi, skrifstofu o.fl. Í Bæjarási eiga
fjórir fast heimili, eitt herbergi er
notað fyrir hvíldarinnlagnir auk þess
sem gert er ráð fyrir að allt að fimm
manns komi úr Hveragerði til dag-
þjálfunar. Að jafnaði eru því 9-10 í
heimili.
Heimabakað með kaffinu
Í Bæjarási er morgunmatur útbú-
inn á staðnum og bakað með kaffinu.
Steinunn Svanborg Gísladóttir for-
stöðukona segir að lummur og vöfflur
njóti mestra vinsælda. Hádegismatur
kemur frá sameiginlegu eldhúsi Áss
en kvöldmatur er lagaður á staðnum.
Sjö starfsmenn eru í Bæjarási.
Steinunn Svanborg er í fullu starfi en
aðrir eru í hlutastörfum.
Blaðamönnum Morgunblaðsins var
boðið í heimsókn í Bæjarás. Þar var
glaðlegt andrúmsloft og gaman að
vera. Heimiliskötturinn Hnoðri naut
óskiptrar athygli heimilisfólksins og
meðan við stöldruðum við kom hund-
urinn Kubbur í heimsókn. Honum var
launuð heimsóknin með hundasæl-
gæti sem geymt er á vísum stað. Úti á
lóð voru smiðir að ganga frá glænýj-
um hænsnakofa. Þar verða þrjár
hænur til að byrja með og gleðja
heimilisfólkið sem mun gefa þeim.
Einnig er gert ráð fyrir útiræktun
matjurta í beðum í vinnuhæð fyrir
fólk í hjólastólum.
Rætt hefur verið við grunnskólann
og leikskóla í Hveragerði um að börn
þaðan komi í heimsóknir í Bæjarás.
Börn úr leikskólanum Undralandi
komu um daginn og nutu samvista við
eldri kynslóðina. Börnin fóru með
fingraþulu og fengu að heyra í stað-
inn gamlar þulur og hestavísur.
Höfðu allir gaman af þessari brúun
kynslóðabilsins.
Nýtt hjúkrunarheimili í Hveragerði er mótað eftir Eden-hugmyndafræði og áhersla lögð á heimilisbrag
Bæjarás er fremur heimili
fólks en heilbrigðisstofnun
Nýtt hjúkrunarheimili
sem tekur mið af Eden-
hugmyndafræðinni verð-
ur formlega opnað í
Hveragerði á morgun.
Þar er lögð áhersla á
heimilislegt andrúmsloft
og samveru fólks.
Léttleiki Sigríður Sæbjörnsdóttir heimilismaður hnýtti svuntuna á Stein-
unni Svanborgu Gísladóttur forstöðukonu fyrir hádegismatinn.
Vinir Hundurinn Kubbur kemur stundum í heimsókn. Eðvarð Torfason
launaði Kubbi með hundanammi. Á heimilinu er einnig heimilisköttur.
HUGMYNDAFRÆÐIN sem kennd
er við Eden er upprunnin í Banda-
ríkjunum. Höfundur hennar er
læknir að nafni William Thomas.
Hann var yfirlæknir á öldrunardeild
og einu sinni þegar Thomas var á
stofugangi spurði hann rúmfasta
konu um líðan hennar. Hún hikaði
en sagði svo: „Ég er einmana.“
Við því átti Thomas læknir hvorki
ráð né lyf en orð konunnar viku ekki
úr huga hans. Hann tók sér frí í
nokkra daga og prófaði að vera vist-
maður á hjúkrunarheimilinu. Thom-
as komst að því að margir þjáðust
þar af einsemd, leiða og hjálp-
arleysi.
Thomas ákvað að bregðast við og
stofnaði nýtt hjúkrunarheimili þar
sem reyna átti að vinna bug á ein-
manaleikanum, leiðanum og hjálp-
arleysinu auk þess að veita heimilis-
fólki umönnun. Hugmyndafræðina
kenndi hann við Eden.
Nú eru um 15 ár síðan Thomas
stofnaði fyrsta Eden-hjúkrunar-
heimilið. Á hverju heimili eru ekki
nema 10-12 heimilismenn að jafnaði.
Víða er því verið að skipta stærri
hjúkrunarheimilum upp í litlar
heimiliseiningar samkvæmt hug-
myndafræðinni. Í dag starfa um 500
hjúkrunarheimili eftir þessari hug-
myndafræði í Bandaríkjunum auk
heimila í mörgum öðrum löndum.
Færeyingar stefna t.d. að því að öll
hjúkrunarheimili þeirra verði rekin
á grundvelli Eden-hugmyndafræð-
innar. Hér á landi hefur Akureyrar-
bær unnið að innleiðingu Eden-
hugmyndafræði á öldrunar-
heimilum bæjarins.
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir,
samskiptafulltrúi Grundar, sagði að
Bæjarás væri fyrsta hjúkrunar-
heimilið sem er byggt frá grunni á
Eden-hugmyndafræðinni hér á
landi.
Eden Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hefur kennt Eden-hugmyndafræðina.
Eden-aðferð gegn
einsemd og leiða
HEIMILISFÓLKIÐ í Ási getur
sýslað við margt eftir því sem heilsa
og kraftar leyfa. Þar er stór fönd-
urstofa þar sem m.a. er unnið við
ýmsar hannyrðir, smíðastofa og
sumir leggja lið í gróðurhúsunum.
Munir sem heimilisfólk útbýr eru til
sölu í föndurstofunni við vægu verði.
Una Runólfsdóttir var í gróður-
húsinu að lesa paprikur. Hún játaði
því að hún væri með græna fingur og
sagðist vinna í gróðurhúsinu þegar
hana langaði til.
„Mitt mesta yndi er að planta og
rækta, sérstaklega úti,“ sagði Una.
Hún hefur aðgang að landskika í
Hveragerði þar sem hún ræktar tré
og runna. „Þar vil ég helst vera alla
daga. Trén kjafta ekki frá neinu sem
ég segi þeim!“
Í smíðastofunni voru tveir fyrr-
verandi bændur við smíðar. Eiríkur
Jónsson, áður bóndi á Bálkastöðum í
Hrútafirði, var að smíða bakka. Eft-
ir að hann brá búi starfaði hann hjá
Ási í 14 ár við allt mögulegt og er því
hagvanur á staðnum.
Sverrir Gunnarsson, áður bóndi í
Hrosshaga í Biskupstungum, var að
smíða litla hestvagna. Hann tálgar
einnig út hesta, útbýr aktygi og
spennir hestana fyrir vagnana.
Sverrir er úr Reykjavík en var send-
ur í sveit. „Ég hef líklega verið
óþekkur,“ sagði Sverrir. Honum lík-
aði dvölin svo vel að hann strauk aft-
ur í sveitina fimmtán ára gamall.
Heimilisfólk í Ási hefur margt að sýsla
Smíða,
rækta og
sauma út
Grænir fingur Una Runólfsdóttir sagðist hafa mikla ánægju af að rækta.
Hún hefur aðgang að skika í Hveragerði þar sem hún ræktar tré og runna.
Bændur Félagarnir Eiríkur Jónsson (t.v.) og Sverrir Gunnarsson voru í
smíðastofunni. Þeir voru báðir bændur og hafa gaman af smíðum.