Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 22

Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Óskar Magnússon.Útgefandi: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BarackObamahvatti til samstöðu en ekki sundrungar í ræðu sinni við setningu alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. „Við í þessum sal komum víða að, en við deilum sam- eiginlegri framtíð,“ sagði hann. „Við getum ekki leng- ur leyft okkur þann munað að ala á því, sem skilur okk- ur að þannig að við útilok- um það verk, sem við verð- um að vinna saman.“ Hann sagði að kominn væri tími til að heimurinn færi í nýja átt þar sem byggt yrði á gagnkvæmum hagsmunum og gagnkvæmri virðingu og sú vinna yrði að hefjast nú þegar. Það er ofsagt að kveðið hafi við nýjan tón hjá Obama í ræðu hans. Hann hefur áður hvatt til sam- stöðu þjóða heims og boðað aukið samstarf og sam- ábyrgð. Í gær beindi hann orðum sínum sérstaklega til þeirra sem, áður en hann tók við embætti, gagnrýndu Bandaríkin fyrir að fara sína leið og sagði að nú gætu „þeir ekki staðið hjá og beðið eftir að Banda- ríkjamenn leystu vandamál heimsins einir síns liðs“. Obama sagði að kominn væri tími til að „gera sér grein fyrir að gamlir siðir og gamlar deilur skiptu engu máli“ þegar horft væri til þeirra verkefna sem nú blöstu við, heldur „reistu múra á milli okkar og þeirr- ar framtíðar, sem fólk okk- ar vill skapa sér, og það er kominn tími til að þessir múrar hrynji“. Í ræðunni sagði Obama að ekki dygði að fjalla um þessi mál í ræðum, orð- unum þyrftu að fylgja að- gerðir. Hann er þegar far- inn að reka sig á að það mun reynast þrautin þyngri. Forsetinn hefur lagt áherslu á að koma af stað friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ein af kröfum hans er að Ísraelar hætti að þenja út landtöku- byggðir sínar. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, hefur staðið þvert gegn þessari kröfu, sem átti að vera forsenda fyrir því að friðarviðræður gætu hafist. Nú virðist Obama ætla að sætta sig við það og um leið þykjast Pal- estínumenn sjá að hann sé í raun hliðhollur Ísraelum. Það er veikleikamerki fyrir Obama að hann skuli ekki geta knúið Ísra- ela til minnstu tilslakana. Hann heldur hins veg- ar áfram að hvetja Ísraela og Palest- ínumenn til að setjast að samningaborðinu og hefja samningaviðræður án skil- yrða í því skyni að „stofna sjálfstætt, samfellt palest- ínskt ríki og binda enda á hernámið, sem hófst 1967“. Obama lagði einnig áherslu á loftslagsmál og sagði að ekki mætti fresta þeirri ábyrgð að taka á loftslagsvandanum: „Þess vegna eru þeir dagar, þegar Bandaríkin drógu lappirnar í þessu máli, liðnir,“ sagði hann. Obama á ekki jafn auðvelt með að ná fram vilja sínum í loftslagsmálum og þessi orð gefa til kynna. Hann hefur þingið ekki með sér, en getur ekki bara skýlt sér á bak við það. Evrópusam- bandið vill að iðnríkin skuldbindi sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 20% fyrir 2020 og 30% náist samstaða þeirra allra. Bandaríkjastjórn er ekki tilbúin að ganga svo langt og vill að hvert ríki ákveði fyrir sig hversu langt það gangi. Rajenda K. Pachauri, for- maður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sagði þegar hann hafði viðdvöl á Íslandi um helgina að ráð- legt væri að stilla vænt- ingum um að mikill árangur næðist á fyrirhugaðri lofts- lagsráðstefnu í Kaupmanna- höfn í hóf. Ein ástæðan væri sú að Bandaríkjamenn væru ekki tilbúnir að stíga mikilvæg skref, meðal ann- ars vegna þeirra hagsmuna, sem stæðu í vegi fyrir að- gerðum. „Ég vonast eftir bindandi samningum sem verða ef til vill hvorki miklir að um- fangi né þannig gerðir að þeir nái til allra ríkjanna,“ sagði Pachauri. „Hver veit nema Bandaríkin fái meiri tíma.“ Þetta er ekki alveg í sam- ræmi við yfirlýsingu Obama um að Bandaríkjamenn séu hættir að draga lappirnar í loftslagsmálum. Bandaríkjaforseti slær hins vegar réttan tón þegar hann skorar á ríki heims að sitja ekki föst í deilum for- tíðar heldur skapa íbúum jarðar betri framtíð. Obama finnur fyrir því að erfitt getur verið að snúa orðum í gerðir} Sameiginleg framtíð É g er af góðæriskynslóðinni. Dek- urkynslóð kalla hana sumir. Það mætti jafnvel segja að ég hafi verið alin upp undir Kaupthink- ing-möntrunni alræmdu; „ég get ef ég trúi því að ég geti það“. Reyndar hafði ég ekki áttað mig á að ég tilheyrði neinni sérstakri kynslóð fyrr en ég fór að heyra fólk út undan mér fárast yfir þessu unga fólki sem sleit barnsskónum í taumlausu góðæri, þekkti ekk- ert nema meðbyr og velsæld, sannfært um að það gæti allt og heimurinn væri leikvöllurinn þess. Með þessum orðum var búið að skilgreina mig og ég get ekki neitað því að lýsingin sé rétt, þótt mér hafi ekki lærst að líta þessa eiginleika neikvæðum augum. En nú heyri ég að við unga fólkið höfum gott af því að læra hvernig „lífið er í alvöru“ og það er sko ekki eins og við héldum, ónei. Reyndar höf- um við þegar fengið að læra ýmsan sannleik sem stangast á við okkar björtu góðærisheimssýn. Mér var t.d. innrætt sú staðfasta trú að maður ætti að eiga en ekki leigja. „Að leigja er að kasta peningum út um gluggann“ man ég að ég ályktaði við vinkonur mínar í gagnfræðaskóla og við vorum sammála um að þegar við flyttum að heiman væri rétta skrefið að kaupa, því þannig eignaðistu verð- mæti með hverri afborgun. Þetta reyndist hrapallegur misskilningur, eftir allt saman er víst best að eiga ekki neitt. Þetta var fyrsta leiðrétting á góðæristrúnni. Sú næsta virðist ætla að vera sú að heimurinn liggi alls ekki að fótum okkar eins og við héldum. Góðæris- kynslóðin mín óx úr grasi með ótæmandi kaup- mátt, óteljandi tækifæri og öryggi um framtíð- ina. Við stúdentspróf var vafinn: á ég að fara í háskóla hér eða í útlöndum? Á ég kannski að byrja á því að fara í heimsreisu fyrst? Eða fá mér vinnu? Atvinnuleysi, hvað er það? Ótrúlega margir Íslendingar undir þrítugu hafa ferðast um tugi landa, jafnvel mánuðum saman í fjarlægum heimsálfum, og enn fleiri hafa stundað nám erlendis, ekki endilega námsins vegna heldur lífsreynslunnar. Í þessu umhverfi trúði ég aldrei, í einfeldni minni, að ég myndi tilheyra kreppukynslóð. Það eru því ekki lúxusbílarnir, hönnunarvör- urnar og glæsihýsin sem ég sakna frá góð- ærinu, enda átti ég ekkert af þessu þótt ég hefði auðvitað hæglega getað orðið mér úti um það allt saman hefði ég kært mig um. Það sem ég sakna er þessi allsráðandi tilfinning að allar leiðir séu færar, eina vanda- málið sé um hversu margar spennandi leiðir er að velja. Það var góð tilfinning. Nema nú heyri ég að þessi góðærislífssýn sé sjálfsdekur sem tímabært sé að láta af. Var það þá sjálfsblekking allan tímann að lífið sé eitthvað meira en brauðstrit? Nei. Ég er ekki tilbúin að láta af þessari sjálfsöruggu barnatrú. Ég er tilbúin að lifa sparlegar og takast á við kreppuna af æðru- leysi, en ég ætla að viðhalda góðærinu innra með mér. Ég ætla að trúa því áfram að ég geti, að ég eigi erindi við heiminn og sé hér til þess að njóta hans. una@mbl.is Una Sig- hvatsdóttir Pistill Að hampa mótlætinu Nýtilkomin barátta við skipulagða glæpahópa FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í SLANDI stendur ógn af skipulagðri glæpastarfsemi. Um það þarf ekki að fjöl- yrða. Á sama tíma og glæpa- hópar setjast hér að standa stjórnvöld í niðurskurði sem á sér ekki fordæmi. Hann bitnar á lög- gæslu eins og öðrum grunnþáttum samfélagsins. Á sama tíma og örygg- iskennd almennings minnkar aukast fordómar í garð útlendinga – og al- þjóðsamstarfs. En það hefur þó enn enginn lagt árar í bát og baráttan er hvergi nærri töpuð. Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra hefur sannað mikilvægi sitt á þeim rúmu tveimur árum sem hún hefur starfað. Henni er fyrst og fremst ætlað að afla upplýsinga um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og segja til um framtíðarþróun. Á ekki lengri tíma hefur deildinni glettilega oft tekist að segja til um framvindu mála. Fyrir utan hættu- mat fyrir landið í heild sinni hefur deildin einnig unnið umdæmismat fyrir embætti lögreglustjórans á Suð- urnesjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir greininguna afar gagnlega enda geti lögreglumenn mátað tilkynnt afbrot við heildarmyndina. Þannig geti þeir á skömmum tíma séð hvort málið er hluti af stærri heild. Að hennar mati mætti greinar umdæmin frekar, hvar ógnina sé að finna. Öfug sönnunarfærsla vegna upptöku verðmæta Óvíst er hvort greiningardeildin tekur upp á að greina umdæmin eða landshluta sérstaklega. Hins vegar er í undirbúningi frumvarp dóms- málaráðherra sem tekur á skipulögð- um glæpum. Þar er meðal annars að finna mun rýmri upptökuákvæði. Verði frumvarpið að lögum fær ákæruvaldið heimild til að gera upp- tækan með dómi ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða að hluta og hluti sem tengjast broti, m.a. hluti sem hafa orðið til vegna brots. Einnig má gera upptæk verðmæti einstaklings, núverandi eða fyrrver- andi maka eða sambúðarmaka, sem framið hefur stórfellt brot, s.s. sé það til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og varði að minnsta kosti sex ára fangelsi. Til þess að sleppa við upptöku verðmæta þarf viðkomandi að sýna fram á að þeirra hafi verið aflað á lög- mætan hátt. Þetta ákvæði telja lögregluyfirvöld gríðarlega mikilvægt, enda sé pen- ingaslóðin í skipulögðum glæpum oft flókin og ákaflega erfitt að gera verð- mæti upptæk miðað við núgildandi lög. Þá er forvarnargildið mjög mikið. Vilja forvirkar heimildir Annað mikilvægt tól í baráttunni gegn skipulögðum glæpum er aðeins á umræðustigi: Forvirkar rannsókn- arheimildir. Sigríður Björk segir eðlilegt að ákveðin hræðsla grípi um sig þegar slíkar heimildir eru nefndar. Aðrar þjóðir leysi þetta hins vegar þannig að dómarar vinni þétt með lögreglu og þær gildi aðeins um alvarlegustu tilvikin. Væru slíkar heimildir fyrir hendi myndi það hjálpa mikið. Morgunblaðið/Júlíus Húsleit Lögreglan á Íslandi á í höggi við harðsvíraða glæpamenn, og hafa íslenskir og erlendir glæpahópar tekið höndum saman í einhverjum tilvika. Skipulögð brotastarfsemi er ekki bundin af landamærum einstakra ríkja. Hana einkennir fag- mennska, skipulagning og mikil fjárráð. Íslenskar löggæslustofn- anir þurfa að laga sig að breytt- um aðstæðum. Í baráttunni gegn skipulögðum glæpum og glæpasamtökum bíða lögregluyfirvöld eftir breytingum á almennum hegningarlögum. Dóms- málaráðherra lagði fram á Alþingi fyrir lok sumarþings frumvarp sem að hluta til tekur á slíkum málum. Þar er m.a. eftirfarandi skilgrein- ing: „Með skipulögðum brota- samtökum er átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar minnst fjög- urra ára fangelsi, eða þegar veru- legur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað.“ Um er að ræða nýtt ákvæði en í því er einnig gert refsivert að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Er þetta í samræmi við svonefndan Palermó-samning. BÍÐA EFTIR BREYTINGU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.