Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 5. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun föstudaginn 9. október 2009. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2009 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Meðal efnis verður : Nýjustu förðunarvörurnar. Húðumhirða. Haustförðun. Ilmvötn. Snyrtivörur. Neglur og naglalökk. Hár og hárumhirða. Tískan í vetur. Flottir fylgihlutir. Góð stílráð. Íslenskir fatahönnuðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Tíska og förðun ÞAÐ ER mikið skrifað og rætt í dag um mikilvægi for- varna og almennrar heilsuverndar til hagsbóta fyrir ein- staklinginn og ekki síst samfélagið allt. Það efast fáir um mikilvægi þess að draga úr áhættuþátt- um vegna lífsstíl- stengdra sjúkdóma, að vinna öt- ullega að slysavörnum og auka fræðslu meðal almennings. Mark- mið þeirra sem taka ábyrgð á um- fjöllun og fræðslu um þessi mál- efni er að auka vitund okkar. Þrátt fyrir mikla umræðu um þessa þætti eru blikur á lofti og hægt er að gera betur. En hvar liggja vandamálin og í hverju? Það er ljóst að af mörgu er að taka og vil ég því einbeita mér að nokkrum þáttum í þessari grein. Það eru líklega flestir sammála því að ein stærsta heilsuvá sem við stöndum frammi fyrir í dag er offita, sérstaklega offita barna og verðandi mæðra. Á nýliðnum aðal- fundi Læknafélags Íslands lýstu sérfræðingar yfir áhyggjum af þeirri þróun sem orðið hefur að undanförnu. Heilbrigður lífsstíll er grundvallaratriði í því augnamiði að halda þyngd í skefjum, hollt og fjölbreytt fæðuval ásamt hæfilegri hreyfingu eru aðalatriðin í því efni. Það kemur auðvitað fleira til sem hefur áhrif á líðan okkar og þar af leiðandi getu og vilja til að taka á þessari þróun. Ég nefni þessi tvö vegna þess að allir geta haft áhrif á þau. Umræðan hefur verið mjög mikil um hollustu hvers konar svo sem fæðubót- arefni, meðferðir, ráðgjöf og svo er líkamsrækt auglýst rækilega. Oftast er hér um að ræða ein- staklinga eða fyrirtæki í forsvari fyrir ákveðna vöru, hvort sem hún er í formi einhvers sem við látum ofan í okkur, látum skola út úr okkur eða notum á annan hátt. Ég ætla ekki að taka neina afstöðu í þessari grein hvað þessa þætti varðar enda mjög margt vel gert og nauðsynlegt að hafa fjölbreytni og val fyrir okkur ein- staklingana. Það sem ég vil þó benda á er sú staðreynd að lof- orð um árangur einn- ar vöru umfram aðra, meðferð og/eða tegund hreyfingar umfram aðra er í raun sölumennska eins og hver önnur. Af þessum orðum mínum má vera ljóst að ég tel mikilvægt að ein- staklingurinn hugleiði vandlega og reyni eftir fremsta megni að vega og meta kosti og galla þess sem í boði er hverju sinni. Mik- ilvægt er að sú aðferð sem notuð er gefi mælanlegan árangur til lengri tíma og að hún sé ekki heilsuspillandi. Þarna kemur orð- ið lífsstílsbreyting mjög upp í hugann og er líklega engin aðferð jafn árangursrík og líkleg til að skila einstaklingnum áleiðis. Þar skiptir þá helst máli að jafnvægi ríki milli næringar, hreyfingar og atferlis. Það kemur oft upp í þessari umræðu að kostnaður sé hindrun við það að nýta sér þessi eða hin úrræðin eða að kaupa hollan mat. Sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir hér á landi og víðar er það áhyggjuefni. En er það raunveru- lega svo að hollt líferni sé dýrt? Sannarlega ef hollustan þýðir nýjustu tegund af íþróttafatnaði, dýrustu tegund af líkamsrækt og að kaupa einungs lífrænt rækt- aðan mat og bæta svo við fæðu- bót ofan á allt. Sé litið til rann- sókna og reynslu af efnahagsþrengingum er það reyndar svo að sala á óhollri fæðu eykst til muna, enda oft- sinnis ódýrari, umdeildur syk- urskattur var tilraun í þágu lýð- heilsu sem ekki er víst að muni skila tilætluðum árangri. En þrátt fyrir þessar staðreyndir er það reyndar svo að þarna skiptir hugarástand mestu máli og sú staðfesta að efla eigin velferð. Efnahagur fólks getur sann- arlega haft áhrif og því er einmitt mikilvægt núna að reyna eftir fremsta megni að halda áfram þeim úrræðum og styrkjum sem ríki og sveitarfélög hafa beitt til að jafna möguleika barna sem dæmi til íþróttaiðkunar. Það er þó ekki nóg. Við sem einstaklingar verðum að horfa í eigin barm og átta okkur á því að heilbrigði er fyrst og fremst á okkar eigin ábyrgð og ekki annarra. Því lýsir það fyrst og fremst eigin hug- arfari frekar en einhverju öðru hvernig okkur tekst til. Einnig er oft rætt um kostnað í heilbrigðiskerfinu og víðar vegna offitu og lífsstílstengdra sjúk- dóma, ljóst er að hann er gríð- arlegur fyrir samfélagið í heild. Það er eflaust hægt að reikna sig fram og til baka í þeim breytum sem þarf að taka tillit til varðandi slíka útreikninga, en ljóst er að kostnaðurinn er margir milljarðar á ársgrundvelli. Þá er ég að horfa til vinnutaps, örorku, andláts, veikinda og aukins lyfjakostnaðar svo eitthvað sé nefnt af þeim breytum sem tilheyra. Hvað er þá til ráða? Ég vil hvetja hvern og einn til að velta því fyrir sér hvað hann geti gert til að bæta eigin heilsu, leita sér ráða með tilliti til þessara tveggja megin þátta, sem eru hreyfing og næring. Horfa langt fram á veginn og líta til lífsstíls- breytingar frekar en skyndiúr- ræða. Horfa gagnrýnum augum á það sem í boði er hverju sinni og velta fyrir sér kostum og göllum. Ekki bíða eftir því að missa heilsu, taktu af skarið! Það er ljóst að forvarnir og heilsuvernd skila bættum lífsgæðum og ár- angri í baráttunni við offitu og lífsstílstengda sjúkdóma. Forvarnir og heilsuvernd Eftir Teit Guðmundsson » Við sem einstakling- ar verðum að horfa í eigin barm og átta okk- ur á því að heilbrigði er fyrst og fremst á okkar eigin ábyrgð og ekki annarra. Teitur Guðmundsson Höfundur er læknir og fram- kvæmdastjóri Heilsuverndar. FORSETI bæj- arstjórnar Árborgar, Jón Hjartarson, sem jafnframt er helsti leið- togi Vinstri grænna á Suðurlandi, fer mikinn í grein sinni hér í Morg- unblaðinu á sunnudag. Með tilvitnun í sjálft nóbelsskáldið segir hann þjóðina bera ábyrgð á eigin óförum þar sem hún hafi sjálf- viljug valið að fela Sjálfstæðis- flokknum að vera leiðandi afl í ís- lenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Með því hafi þjóðin sáð í akur óvinar síns. Kveðjurnar úr Árborg eru ansi kaldar til þjóðarinnar, kjós- enda Sjálfstæðisflokksins og okkar sem störfum fyrir hann. Það er rétt að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur frá stofnun hans árið 1929 verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. Kjósendur hafa fylkt sér um stefnu flokksins, stefnu sem felur í sér þann einfalda boðskap að einstaklingurinn njóti þess frelsis að hann geti með framtaki sínu skapað sér sín eigin tækifæri. Stefnu þar sem lagt er upp með að stétt vinni með stétt að því að efla samfélagið, því þannig skapist sterk heild sem allir njóti góðs af. Stefnu sem efast um að ríkisvaldið sé best til þess fallið að leysa öll verkefni og vandamál, en er jafnframt umburðarlynd gagnvart mismunandi lífsháttum. Þessi gildi hafa ávallt átt ríkan hljómgrunn hjá íslensku þjóðinni og hefur flokkurinn notið fylgis úr öllum stéttum samfélagsins. Nokkrir tugir þúsunda íslend- inga eru skráðir í Sjálf- stæðisflokkinn og vinna af heilindum innan hans að því sameiginlega markmiði okkar allra að skapa bætt samfélag og aukin lífsgæði til handa landsmönnum öllum. Allan þennan stóra hóp fólks kýs for- seti bæjarstjórnar í Árborgar að kalla óvin íslensku þjóðarinnar. Gífuryrði af þessu tagi eru vart svaraverð og bera þess helst merki að viðkomandi sé ósáttur við að hans eigin flokkur kemur ekki nógu vel út úr skoðanakönnunum. Á þeirri stað- reynd er sú einfalda skýring að VG nær ekki að fylgja stefnu flokksins í viðamiklum málum, þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Því taka kjósendur eftir. Í dag ríkir lítið traust til íslenskra stjórnmálamanna. Við sem störfum í stjórnmálum verðum að leggja okkar af mörkum til þess að bæta úr því. Traustið verður ekki endurbyggt af auglýsingastofum í Reykjavík eða nýjum slagorðum. Það verður að endurvinna með nýjum aðferðum og hafa gagnsæi, ábyrgð og röggsemi að leiðarljósi. Það gerum við ekki með hrakyrð- um og niðurlægjandi athugasemdum um kjósendur og ákvarðanir þeirra í kjörklefanum. Ég hvet því Jón til að taka sér tak, horfa fram á við og leggja fram einhverjar lausnir á þeim gríðarstóru verkefnum sem fram- undan eru í íslensku samfélagi. Af nógu er að taka. Eitt er víst að við náum ekki árangri ef stjórnmála- menn hífa sig ekki upp úr skotgröf- unum. Við þurfum að bera virðingu hvert fyrir annars skoðunum. Það er trú mín að allir sem starfa í stjórn- málum gera það til að bæta íslenskt samfélag, hvort sem þeir starfa í VG eða Sjálfstæðisflokknum. Íslendingar geta hins vegar, hér eftir sem hingað til, treyst því að hin gömlu góðu gildi sjálfstæðisstefn- unnar eru í fullu gildi og gleymast ekki hvort sem flokkurinn er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sem störf- um í forystusveit Sjálfstæðisflokks- ins munum leggja okkar lóð á vogar- skálarnar til þess að endurvinna það traust sem hefur glatast og byggja upp íslenskt samfélag. Er ég óvinur þjóðarinnar? Eftir Unni Brá Konráðsdóttur » Íslendingar geta hins vegar, hér eftir sem hingað til, treyst því að hin gömlu góðu gildi sjálfstæðisstefn- unnar eru í fullu gildi Unnur Brá Konráðsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.