Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 NÚ ÞEGAR tæp fimm ár eru liðin frá markaðsvæðingu raforkukerf- isins er áhugavert að líta um öxl og skoða þróun raforkuverðs á smá- sölumarkaði en láta raforkuverð til stóriðju liggja milli hluta að þessu sinni. Á almennum markaði selur Landsvirkjun raforku eingöngu í heildsölu til smásöluaðila sem aftur selja raforkuna til endanotenda. Landsvirkjun er í reynd eini aðilinn á Íslandi sem á kerfisbundinn hátt býður raforku í heildsölu. Keppinaut- ar Landsvirkjunar vinna raforku fyr- ir eigin sölufyrirtæki. Ný raforkulög Ný raforkulög tóku að fullu gildi hinn 1. jan- úar 2005. Lögin taka til raforkuvinnslu, flutn- ings, dreifingar og við- skipta með raforku. Markmið laganna er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforku- kerfi til eflingar at- vinnulífi og byggð í landinu. Þá segir jafn- framt í 1. gr. laganna „… að í því skyni skal: Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörk- unum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna …“ Lögin breyttu stöðu Landsvirkjunar einkum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi kváðu lögin á um að stofnað yrði sérstakt flutningsfyrirtæki sem ann- ast raforkuflutning. Í öðru lagi var afnumin skylda Landsvirkjunar til að afhenda almenn- ingsrafveitum orku og í þriðja lagi var opnað fyrir samkeppni í raf- orkuvinnslu og sölu. Samsetning raf- magnsreiknings kaupanda Þegar meðalraforku- reikningur enda- notenda á smásölu- markaði er skoðaður kemur í ljós að hlutur raforkuvinnslunnar er 33,4%, flutningskostn- aður er 16,6%, dreifingarkostnaður er 27,7%, hlutur smásölu er 4,1% og virðisaukaskattur nemur 18,2%. Einkaleyfishlutinn, þ.e. flutningur og dreifing, tekur því til sín 44,3% og samkeppnishlutinn 37,5%. Hlutur flutnings og dreifingar skiptir því meira máli en sjálft raforkuverðið í samsetningu meðalraforkureiknings. Landsvirkjun er eini vinnsluað- ilinn á Íslandi sem birtir heildsölu- verðskrá sína opinberlega. Það ásamt hárri markaðshlutdeild fyr- irtækisins á heildsölumarkaði gerir það að verkum að með mikilli einföld- un má segja að aðrir á markaðnum verðleggi vöru sína út frá verðlagn- ingu Landsvirkjunar á hverjum tíma. Meðalverð í heildsölu Landsvirkj- unar hefur lækkað að raungildi um 34% frá 1. janúar 2005 til dagsins í dag. Þróunin sést glögglega á með- fylgjandi mynd. Lækkandi rafmagnsverð Eftir Einar Mathiesen Einar Mathiesen »Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá markaðsvæðingu raf- orkukerfisins er áhuga- vert að líta um öxl og skoða þróun raforku- verðs. Höfundur er framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar. Útlit er fyrir að mun fleiri greinar verði sóttar á þessu ári. Kostnaður við landsaðgang árið 2008 (greiddur fyrir hrun krón- unnar) var ekki hár miðað við þess- ar tölur en þó vel yfir 100 milljónir króna og stefndi í um tvöföldun ár- ið 2009. En Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, sem hefur um- sjón með landsaðgangi, gat samið um afslátt þannig að heildarkostn- aðurinn 2009 varð innan við 200 milljónir. Af þessu mætti álykta að bóka- söfnum landsins ætti að vera í lófa lagið að greiða fyrir landsaðgang- inn. Því miður er raunin ekki sú því þau þurfa að greiða fyrir mörg nauðsynleg tímarit sem ekki eru í landsaðgangi og verð þeirra hefur að sjálfsögðu hækkað svipað og þeirra sem sýnd eru í töflunni. Söfnin hafa því orðið og munu áfram þurfa að taka á sig aukin út- gjöld og sársaukafullan niðurskurð í áskriftum. Innan menntamálaráðuneytis fræðirit. Þar er einnig að finna rit og upplýsingar sem allir geta nýtt sér, til dæmis greinasafn Morg- unblaðsins. Í töflunni eru sýnd dæmi um tímarit sem Veðurstofa Íslands og háskólinn á Hólum í Hjaltadal þurfa að hafa aðgang að en báðar stofnanirnar nota mun fleiri tíma- rit, einnig utan landsaðgangs. Það á við um aðrar stofnanir og skóla. Oftast eru tímarit seld bæði prent- uð og rafræn og er lítill munur á verði þótt aðeins rafræna útgáfan sé keypt. Í töflunni er verð 15 er- lendra vísindatímarita árið 2009 sýnt í evrum – eins og það er gefið upp hjá útgefendum til bókasafna. Verðið í íslenskum krónum er mið- að við að evran kosti 181 krónu. Til samanburðar kostaði evran 90 krónur hinn 11. sept. 2007 og hef- ur verð þessara tímarita því tvö- faldast á tveimur árum – tímaritin 15 hefðu þá kostað um 3,5 millj. kr. en kosta nú frílega 7 millj. kr. En þessi tímarit eru öll í lands- aðgangi og kosta þar aðeins brot af þessu verði. Íslendingar hafa nýtt sér lands- aðganginn mjög vel. Árið 2008 voru alls sóttar um 456.000 grein- ar úr rafrænu tímaritasöfnunum. Ef landsaðgangur væri ekki gætu menn keypt einstakar greinar af útgefendum. Verðið er yfirleitt um 25 USD fyrir hverja grein. Miðað við verð dollarans 11. sept. sl. (123,93 ÍSK/USD) hefðu 456.000 greinar kostað 1.412.802.000 kr. – um hálfan annan milljarð króna. fylgjandi töflu sést að eins árs áskrift stofn- unar að 10 tímaritum kostar nær fimm millj- ónir króna. Hvað kost- ar þá sams konar áskrift að 14.000 tíma- ritum? Landsaðgangur hófst 20. apríl 1999 þegar menntamálaráðuneytið samdi um aðgang allra Íslendinga að al- fræðiritinu Encyclo- pædia Britannica. Aðrir samningar um aðgang að gagna- söfnum og vísindatímaritum fylgdu í kjölfarið þótt erfitt reyndist í fyrstu að telja útgefendur á að veita heilli þjóð aðgang að ritum þeirra; fyrir því voru ekki fordæmi. En viðhorfið breyttist smám saman og nú „vildu allir Lilju kveðið hafa“. Nú er litið til þessa aðgangs Íslendinga að stórum hluta helstu vísindarita heims sem fyrirmyndar um þjónustu við menntun, tækni og vísindi. Til samanburðar má stofn- un sem kaupir rafræn tímarit ekki hafa aðgang að þeim opinn öðrum en starfsmönnum viðkomandi stofn- unar. Kostnaður og óþægindi vegna slíkra takmarkana er ómældur. Í landsaðgangi eru meira en Á ÞESSU ári, 2009, hafa Íslend- ingar greiðan aðgang að meira en 14.000 vísindaritum, 12 gagnasöfnum og 500 rafbókum. Aðgang- urinn er svonefndur Landsaðgangur að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum (http://www.hvar.is) og er opinn öllum landsmönnum hvenær sem er og hvar sem þeir eru á landinu, hafi þeir aðgang að neti. Landsaðgangur byggist á samningi milli Íslendinga og útgef- enda fræðirita og tengds efnis víðs vegar um heim og komst á fyrir til- stuðlan bókasafna landsins og menntamálaráðuneytis. Aðgang- inum var komið á til að bæta að- gang að upplýsingum og draga úr útgjöldum vegna síhækkandi verðs á tímaritum. Þessi aðgangur er nú í hættu vegna niðurskurðar á ríkisút- gjöldum sem eru sjálfsagt nauðsyn- leg viðbrögð við ástandinu í þjóð- félaginu. En landsaðgangur er okkur mjög hagkvæmur. Í með- hefur stuðningur við verkefnið verið góður og hefur ráðuneytið greitt hluta kostnaðarins. Á þessu ári studdi það verkefnið mynd- arlega. Ég treysti því að ríkisstjórnin geti veitt þann stuðning sem þarf. Að segja upp landsaðgangi eða takmarka hann vegna fjárskorts væri að spara aurinn en kasta krónunni. Allir myndu tapa, ekki síst íslenska ríkið sem byggir framtíð sína á menntun og þekk- ingu landsmanna. Erfitt yrði að bjóða upp á fjarnám, meistara- og doktorsnám hérlendis. Lands- aðgangur er lífæð mennta, vísinda og framfara. Hann tryggir jafn- rétti þeirra sem vilja nema og starfa annars staðar en á höf- uðborgarsvæðinu. Landsaðgangur er mikilvægur stuðningur við öfl- uga byggð í öllum landshlutum. Landsaðgangur að þekkingu Eftir Guðrúnu Pálsdóttur Guðrún Pálsdóttir » Árið 2008 voru sóttar um 456.000 greinar úr rafrænu tímarita- söfnunum. Miðað við gengi 11. sept. sl. hefðu þær kostað um hálfan annan milljarð króna. Höfundur er bókasafns- og upplýs- ingafræðingur við Veðurstofu Ís- lands. Tíu tímarit, flest í áskrift á Veðurstofu f. landsaðgang Evrur ísl.kónur Nafn tímarits Boundary - Layer Meteorology 3.936 712.416 Climate Dynamics 4.170 754.770 Climatic Change 3.984 721.104 Dynamics of Atmospheres and Oceans 1.316 238.196 Geophysical Journal International 1.718 310.958 Global and Planetary Change 1.811 327.791 Journal of the Atmospheric Sciences 690 124.890 Journal of Seismology 593 107.333 Journal of Volcanology and geothermal research 3.339 604.359 Tectonophysics 5.569 1.007.989 Samtals ef tímaritin eru keypt í stakri áskrift stofnunar 27.126 4.909.806 5 tímarit sem sérfr. í fiskeldis- og fiskalíffræði við Hólaskóla hafa birt greinar í Aquaculture 4.544 822.464 Aquatic Ecology 595 107.695 Environmental Biology of Fishes 3.025 547.525 Evolutionary Ecology 3.040 550.240 Journal of Animal Ecology 924 167.244 Samtals ef tímaritin eru keypt í stakri áskrift stofnunar 12.128 2.195.168 SÍMTÖLUM í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, fjölgaði upp í 70-80 símtöl að meðaltali á dag eftir hrun bankanna í fyrra, þ.e. frá 45-55 símtölum að meðaltali á dag fyr- ir hrunið. Þangað til í júlí tók Hjálparsíminn við þessum gríðarlega fjölda símtala dag hvern og benti fólki á viðeigandi úr- ræði við sínum vandamálum. Símtöl- um í 1717 fækkaði niður tæplega 55- 60 símtöl að meðaltali á dag í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Við Íslend- ingar vorum heppin að fá gott veður í sumar, það er ótrúlegt hvað sólin getur létt lundina hjá fólki þrátt fyr- ir þá erfiðleika sem steðja að ís- lensku samfélagi. Þessi tala er þó hærri en fyrir hrun, sem segir okkur að þrátt fyrir sól á himni voru ekki allir með sól í hjarta í sumar. Nú hefur símtölum fjölgað aftur og finna svarendur Hjálparsímans fyrir meiri örvæntingu hjá fólki – mikilli afkomuhræðslu og brotinni sjálfsmynd (sem í sumum tilfellum er vegna þess að viðkomandi telur sig vera byrði á samfélaginu). Aðrir kvíða fyrir komandi vetri í ljósi þess að skattar eru sagðir hækka, þ.e. helst fólk sem er í þeirri stöðu að það ræður ekki við frekari skerðingar og þá sérstaklega ekki vegna þeirra hækkana sem það finnur fyrir nú þegar – þ.e. hækkun lána, bensín- og vöruverðs. Margir veigra sér við að sækja sér aðstoðar hjá Fjölskyldu- hjálpinni eða Mæðrastyrksnefnd, af ótta við að einhver þekki þá þar. Segir það vera niðurlægjandi að geta ekki séð fyrir sér og sínum, fólk sem er líkamlega hraust og hefur alla tíð unnið fyrir sínu. Að taka á móti þess konar símtöl- um er mjög erfitt fyrir svarendur 1717 og í þessu árferði er erfitt að benda á lausnir sem geta komið við- komandi á þann stað í lífinu sem hann kýs sjálfur að vera á. Flestum sem hringja líður þó betur eftir að hafa tjáð sig opinskátt um hversu djúpur vandi þeirra er og fá hlut- lausan aðila til þess að meta stöðuna með þeim – jafnvel þó að útkoman sé að viðkomandi verði að leggja öll sín mál á borð Ráðgjafarstofu heim- ilanna í von um að fá að- stoð við gerð nauða- samninga. Þeir sem hringja daglega í Hjálp- arsímann í leit að stuðn- ingi í gegnum andleg eða líkamleg veikindi eru í mörgum tilfellum hvattir til þess að ein- beita sér að sínum eigin bata og jafnvel tak- marka lestur eða áhorf frétta yfir erfiðustu tíma sinna veik- inda – til þess að halda í lífsviljann og ná fram bata. Sumarið hjá Hjálparsímanum virðist hafa verið lognið á undan storminum því nú virðist fólk sem er bjartsýnt að eðlisfari vera að bugast vegna ástandsins. Það er erfitt að vera án vonar – það er erfitt að sjá ekki ljósið við enda ganganna. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Hjálp- arsíma Rauða krossins hvetja þó fólk til þess að halda í vonina og leita annaðhvort eftir upplýsingum hjá 1717 um úrræði við sínum vanda- málum eða bara til þess að létta á sér í trúnaði og einlægni við hlut- lausan aðila. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólahringinn all- an ársins hring og það birtist ekki á símreikningnum að hringt hafi verið í 1717. Einkunnarorð 1717 eru hlut- leysi, skilningur, nafnleysi og trún- aður. Að lokum er vert að minna á að samvera við sína nánustu skiptir gríðarlega miklu máli til þess að hlúa að sjálfinu – það eru margir hlutir í lífinu sem eru ókeypis, nú er tíminn til þess að nýta þá til hins ýtr- asta. Lognið á undan storminum? Eftir Fjólu Ein- arsdóttur Fjóla Einarsdóttir » Símtölum í 1717 hef- ur fjölgað eftir sum- arfrí, fólk er orðin ör- væntingarfyllra og margir við það að missa vonina um að ástandið muni lagast. Höfundur er verkefnisstjóri Hjálp- arsíma Rauða krossins, 1717.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.