Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
✝ Sigurður Lind-berg Pálsson
fæddist í Stykk-
ishólmi 12. nóv-
ember 1946. Hann
lést á heimili sínu
13. september sl.
Móðir hans var Guð-
björg Árnadóttir, f.
17. nóvember 1921,
d. 15. ágúst 2002, og
uppeldisfaðir Páll
Jónsson, f. 12. des-
ember 1916, d. 2.
nóvember 2001. Sig-
urður átti fjögur
hálfsystkini, þau eru Anna María,
f. 25. nóvember 1949, hún á þrjú
börn, Ólafur, f. 27. október 1950,
d. 22. júlí 2006, hann átti tvö
börn, Árni Breiðfjörð, f. 18. jan-
úar 1957, og Ragnheiður, f. 3. júlí
1958, hún á fimm
börn. Dóttir Páls af
fyrra hjónabandi var
Lilja, f. 11. júní
1944, d. 28. sept-
ember 2003, hún átti
þrjú börn.
Sigurður Lindberg
fluttist til Reykjavík-
ur með fjölskyldu
sinni 1954. Hann hóf
sjómennsku ungur
og vann við það í
mörg ár. Þegar hann
hætti til sjós fór
hann að vinna við
byggingar og húsamálun og
gegndi því starfi til æviloka.
Útför Sigurðar Lindbergs fer
fram frá Fossvogskirkju í dag, 24.
september, kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurður Lindberg var maður
sem hefur snert mörg hjörtu með
hlýju og kærleika. Þeir sem
þekktu hann vita við hvað er átt.
Með þessu litla ljóði kveð ég
þig elsku vinur:
Enginn sér blóm
í raun og veru –
Það er svo lítið –
við erum svo tímabundin –
og það tekur tíma að sjá
eins og það tekur tíma
að eiga vin.
(Georgia O’Keeffe, 1887-1986)
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég Betu, Hönnu, Ágústi Smára,
Jóni Erni og systkinum Sigga.
Edda Vikar
Guðmundsdóttir.
Vinur minn, Sigurður Lindberg
Pálsson, er dáinn.
Sigurður var mikill vinur okkar
allra, drengjanna í Breiðuvík, og
var mjög góður drengur sem aldr-
ei gerði flugu mein.
Í marsmánuði árið 1956 varð
móðir mín bráðkvödd. Jarðarför
hennar var gerð í Fossvogskap-
ellunni og var útvarpað fyrir okk-
ur alla drengina í stofunni hjá
Kristjáni Sigurðssyni og Rósu
Björnsdóttur. Móðir mín hét Sig-
ríður Kristmunda Björnsdóttir og
var frá Tröð í Súðavík í Álftafirði
við Djúp og hét því sama nafni og
Sigurður Lindberg Pálsson sem
nú hverfur frá okkur drengjunum
fimmtíu og þremur árum síðar.
Sigurður og allir drengirnir
leiddu mig um sandana og út í ver
til að dreifa huga mínum við móð-
urmissinn því ég grét í fjóra sól-
arhringa. Móðir mín var ekki
nema þrjátíu og sex ára þegar
hún dó.
Sigurður Lindberg mun alltaf
vera í minningu okkar, drengj-
anna úr Breiðuvík.
Blessuð sé minning Sigurðar
Lindbergs Pálssonar.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
(Páll Jónsson)
Ég þakka Sigurði lífgjöfina.
Jón Guðmundur
Guðmundsson.
Ég kynntist Sigurði Lindberg
fyrir sjö árum þegar við bjuggum
báðir á Framnesveginum. Hann
sinnti þá ýmsum íhlaupaverkum
og annaðist veikan frænda sinn
sem hann bjó hjá. Við vorum lík-
lega eins ólíkir og hugsast getur
og aldursmunurinn á okkur var
líka talsverður eða rúm 20 ár.
Bakgrunnur okkar var einnig
ólíkur en Siggi ólst upp í fátækt
og eyddi stórum hluta ævi sinnar
á drengjaheimili, fjarri heittelsk-
aðri móður sinni og fjölskyldu.
Þrátt fyrir gjörólíkan lífsstíl okkar
og þjóðfélagsstöðu þá tengdumst
við vinaböndum sem entust allt
þar til vinur minn kvaddi þennan
heim.
Sigurður Lindberg Pálsson var
snemma sviptur frelsi og sendur á
drengjaheimlið á Breiðavík. Ég er
þeirrar skoðunar að sú vist hafi
haft varanleg áhrif á allt hans líf.
Hann var í eðli sínu fróðleiksfús
og góðhjartaður og hafði metnað
til að gera vel en hafði átt erfitt
með að ná fótfestu í lífinu eftir að
vistinni á Breiðavík lauk. Hann
var sendur frá móður sinni aðeins
átta ára gamall og látinn dveljast
á drengjaheimili fram að unglings-
aldri.
Líf Sigga snerist um að reyna
að láta öðru fólki líða vel og hann
gerði það með öllum þeim ráðum
sem hann kunni. Honum fannst
gaman að tala við fólk og var ein-
lægur, hlýr, vingjarnlegur og
hjálpsamur. Hann bar virðingu
fyrir öllum sem hann umgekkst og
passaði vel upp á að vera í reglu-
legu sambandi við vini sína. Hann
gaf megnið af öllum peningum
sem hann eignaðist til fólks sem
hann taldi að þyrfti meira á þeim
að halda en hann sjálfur. Þetta ör-
læti hans gekk svo langt að stund-
um átti hann ekki til fyrir mat
handa sjálfum sér. Hann átti lítinn
frænda sem var augasteinninn í
lífi hans og hann vildi allt fyrir
hann gera. Frændi hans, eða
„Litli“ eins og hann kallaði hann,
var honum meira virði en hann
var sjálfum sér og þarfir hans
urðu að hans þörfum. Á síðustu
árum ævi Sigga aðstoðaði ég hann
við flutninga og að koma sér upp
nýju heimili. Hann ljómaði lengi af
gleði og stolti yfir nýja heimilinu
sínu þar sem ég held að honum
hafi liðið vel þar til hann veiktist.
Ég á eftir að sakna þess að fá
þennan góða vin í heimsókn til
mín snemma á laugardags- og
sunnudagsmorgnum í kaffisopa.
Hann vaknaði yfirleitt fyrir allar
aldir og fékk sér göngu heim til
mín ef veður leyfði og við spjöll-
uðum um heima og geima og höfð-
um gaman af. Siggi var hjálpfús
og vildi oftast eitthvað fyrir mig
gera þegar hann kom í heimsókn.
Hann var athafnamaður og ham-
hleypa til verka og það var stund-
um erfitt að trúa því að hann væri
kominn á sjötugsaldurinn. Fas
hans og viðmót var líkara því að
þar færi þrítugur maður.
Ég lærði margt af kynnum mín-
um af Sigga. Það sem upp úr
stendur er auðmjúkur og góður
maður sem bar umhyggju og virð-
ingu fyrir öðru fólki en setti sjálf-
an sig aldrei í fyrsta sæti.
Ég minnist þín með söknuði
kæri vinur. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég fjölskyldu Sigga,
sérstaklega Elísabetu frænku
hans og hennar fjölskyldu sem
stóð honum næst og á nú um sárt
að binda.
Jón Örn
Guðmundsson.
Sigurður Lindberg
Pálsson✝ SvanhildurGuðnadóttir
fæddist í Reykjavík
3. janúar 1924. Hún
andaðst á Landspít-
alanum Landakoti
12. september síðast-
liðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðni Pálsson
skipstjóri, f. 24.4.
1891 á Götu í Sel-
vogi, d. 9.6. 1967, og
Jórunn Þórey Magn-
úsdóttir, húsfreyja,
f. 16.7. 1897 í
Reykjavík, d. 23.3. 1981. Systkini
Svanhildar eru Rannveig, Ragn-
ar, Páll, Gyða og Magnús sem er
nú einn eftirlifandi.
Hinn 2. desember 1950 giftist
Á uppvaxtarárum Svanhildar
bjó fjölskyldan fyrst á Vatnsstíg
og síðar á Túngötu. Í upphafi bú-
skapar þeirra Þórðar bjuggu þau
á Holtsgötu en síðar byggðu þau
húsið í Hörgshlíð 6 ásamt for-
eldrum Þórðar, systur hans og
mági. Húsið í Hörgshlíð 6 var því,
og er enn, sannkallað fjöl-
skylduhús. Útivistarmál voru
Svanhildi mjög hugleikin. Á yngri
árum stundaði hún göngur um
fjöll og firnindi. Ung byrjaði hún
að stunda skíði og var ein þeirra
sem byggðu skíðaskála Ármanns í
Jósepsdal. Eiginmaður hennar,
Þórður, var alla tíð mjög virkur í
félagsmálum íþróttahreyfinga,
fyrst fyrir Val, síðan Íþrótta-
samband Íslands og stofnun Ís-
lenskar getspár.
Svanhildur verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag, 24.
september, og hefst athöfnin kl.
15.
Svanhildur eig-
inmanni sínum Þórði
Þorkelssyni, f. 20.2.
1925, d 21.4. 2008.
Dóttir þeirra er
Guðrún Þórey, f.
28.7. 1952, gift Þor-
valdi Kára Þor-
steinssyni, f. 5.11.
1951.
Þorvaldur og Guð-
rún eiga dæturnar
Svanhildi, gift Þór
Tryggvasyni, og
Margréti Ágústu,
gift Georg Garð-
arssyni. Dóttir Svanhildar og
Þórs er Embla Þórey og börn
Margrétar og Georgs eru Íris Að-
alheiður, Kári Þorvaldur og Axel
Ármann.
Kvöldið er fagurt, sól er sest
og sefur fugl á grein.
Við skulum koma vina mín
og vera saman ein.
Einhvern veginn vil ég trúa því að
þetta hafi Svana, tengdamóðir mín,
verið að hugsa þegar hún að kvöldi
11. september hóf sína hinstu ferð.
Þetta ljóð var í miklu uppáhaldi og
lýsir vel lífi þeirra hjóna Dodda og
Svönu. Eftir yfir 60 ára sambúð lést
eiginmaður hennar Þórður eða
Doddi eins og hann var kallaður inn-
an fjölskyldunnar. Það gekk mjög
nærri henni og það var eins og hún
skynjaði að ekki yrði mjög langt á
milli þeirra. Hún lifði fyrir fjölskyld-
una sína og var svo sannarlega
haukur í horni þegar eitthvað bját-
aði á eða aðstoðar var þörf. Þetta
man dóttirin, ömmubörnin og nú síð-
ast barnabarnabörnin. Hver man
svo sem ekki eftir bakkelsinu,
pönnukökunum, vöfflunum sem ein-
hvern veginn birtust eins og hendi
væri veifað!
Skíðin voru mikill örlagavaldur.
Hún var ein úr þeirri vösku sveit
sem byggði skíðaskála Ármanns í
Jósepsdal og dvaldi ásamt góðum
skíðafélögum þar við skíðaiðkanir í
mörg ár. Þessar góðu minningar
urðu til þess að einkadóttirin fékk að
fara þangið til helgardvalar, ung að
árum, til að kynnast skíðalífinu í
dalnum. Þar sem undirritaður eyddi
flestum frístundum sínum þarna
kynntumst við og síðan eru liðin
mörg ár.
Þegar ég fór að venja komur mín-
ar heim til heimasætunnar var af-
skaplega tekið vel á móti mér og ein-
hvern veginn var maður orðinn einn
af fjölskyldunni án þess að taka eftir
því. Svana og Doddi ferðuðst víða
erlendis, bæði í sumarleyfum og
einnig vegna starfa Þórðar fyrir
íþróttahreyfinguna og höfðu gaman
af. Síðari árin voru þau dugleg að
ferðast innanlands. Það var bara
lagt af stað og athugað hvert vindar
blésu. Stundum stoppuðu þau ein-
hvers staðar við og keyptu rútuferð-
ir inn á hálendið, oftast einu ís-
lenskumælandi farþegarnir í
ferðinni.
Eftir að við hjónin komum okkur
upp sumarbústað í Svínadalnum lá
leiðin oft þangað. Hún naut þess að
vera í frelsinu úti og dunda við gróð-
urinn en af honum er nóg þar. Oft
voru þau tvö þar, meðan við hin vor-
um í vinnu í bænum, og tóku til
hendinni. Við verðlaunuðum hana
svo með því að útbúa svona tengda-
mömmuhús eins og það er kallað.
Það fannst henni bara fínt, gæti þá
sofið út á morgnana.
Svana var hreinskilin manneskja
og orðaði alltaf hlutina eins og þeir
voru og var ekki að skafa utan af
þeim. Hún var ekki dóttir togara-
skipstjóra af gamla skólanum fyrir
ekki neitt. Hún var hins vegar svo-
lítil pjattrófa, var alltaf mjög vel til-
höfð og vildi klæðast fallegum og
vönduðum fötum. Það sótti hún aft-
ur í hina ættina því móðir hennar
var alveg eins. Þetta erfist líklega í
kvenlegginn því svona er dóttirin
líka. Kæra Svana. Ég ætla að fá að
kveðja um sinn með þessum fátæk-
legu orðum og þakka þér samfylgd-
ina og það sem þú hefur gert fyrir
mig og mína fjölskyldu. Hvíl í friði.
Þorvaldur K. Þorsteinsson.
Svanhildur Guðnadóttir
Það var meira lánið
þegar mamma og
pabbi ásamt Möggu frænku og
Sigga ákváðu að byggja sér hús hlið
við hlið í Árbæjarhverfinu á sínum
tíma. Góð ákvörðun sem gerði það
að verkum að samneyti og vinskap-
ur okkar fjölskyldna varð enn meiri
en annars hefði orðið. Í minningunni
var maður alltaf annaðhvort á leið-
inni yfir til þeirra eða nýkominn
þaðan sem var raunar ekkert skrítið
eins notalegt og það var að koma inn
Margrét
Guðmundsdóttir
✝ Margrét Guð-mundsdóttir
fæddist á Leiðólfs-
stöðum í Laxárdal í
Dalasýslu 16. mars
1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 10. sept-
ember síðastliðinn og
var útför hennar gerð
frá Langholtskirkju
22. september.
Meira: mbl.is/minningar
á þeirra heimili. Þessi
mikli samgangur hélst
lengst af þótt vissu-
lega hafi heimsóknun-
um fækkað talsvert
eftir að við fluttum of-
ar í hverfið. Það var
þó svo, eftir að við Jó-
hanna fórum að búa,
að ég átti alltaf fasta
viðgerðadaga fyrir
VW-bjöllurnar í bíl-
skúrnum hjá Möggu
og Sigga. Ekki dugðu
minna en 2-3 dagar í
mánuði og var það svo
í mörg herrans ár. Aldrei vandamál
að komast í skúrinn og engin ástæða
til að flýta sér um of að því er þeim
fannst. Þegar ég hugsa til baka eru
þessar stundir alveg ljóslifandi fyrir
mér. Siggi á þönum í kringum mig
gefandi góð ráð og Magga sá svo um
að við værum vel mettir báðir tveir.
Hefur sjálfsagt talið að ég þyrfti
sérstaklega á þessu að halda enda
var þetta á þeim árum þegar auka-
kílóin voru ekkert að flækjast fyrir
manni. Því fór oft meiri tími í mat og
kaffi en í sjálfar viðgerðirnar sem
var ekkert tiltökumál í okkar huga.
Tónlist og dans var eitt af hugð-
arefnum þeirra hjóna og þá ekki síst
Möggu sem hafði gott tóneyra og
gaman af því að grípa í píanóið ef
svo bar undir. Þegar að því kom að
Halla Hrund dóttir mín hóf píanó-
nám þá var það svolítið eins og með
skúrinn, þ.e. ekkert píanó til á okkar
heimili fremur en bílskúr. Þetta
leystist allt með því að hún fékk að
æfa hjá Möggu frænku;
„alveg sjálfsagt mál og bara gam-
an að hafa tónlist í húsinu“ sagði
hún og þar með var það vandamál úr
sögunni. Þetta var einkennandi fyrir
Möggu, léttleiki, hjálpsemi og ekki
síst jákvæðni voru ríkjandi í hennar
fari allt fram á síðustu stundu.
Margar aðrar skemmtilegar minn-
ingar rifjast upp þegar hugsað er til
baka sem allar hlýja minni fjöl-
skyldu um hjartarætur og munu lifa
með okkur um ókomin ár.
Elsku Magga, viljum að endingu
þakka þér samfylgdina í gegnum ár-
in, allt saman góðar minningar sem
maður geymir með sér. Börnum þín-
um og þeirra fjölskyldum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Logi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Fyrsta spilakvöldið hjá okkur á
þessu hausti var sunnudaginn 20/9.
Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Kristín Óskarsd. - Freyst. Björgvinss. 191
Halldór Þorvaldss. - Magnús Sverriss. 183
Snorri Markúss. - Ari Gunnarsson 182
A/V:
Garðar V Jónss. - Jón Þór Karlsson 197
Ingólfur P. Matthíass. - Csaba Daday 187
Kristján Guðmss. - Bergsveinn Guðmss.182
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukk-
an 19.
Gott gengi í
Gullsmáranum
Og enn fjölgar í Gullsmára.
Mánudaginn 21. september var
spilað á 14 borðum og þessi urðu
úrslitin í N/S:
Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. Magn. 359
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal
311
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 309
Jón Bjarnar – Ólafur Oddsson 286
A/V
Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 302
Lúðvík Ólafss. – Trausti Finnbogas. 294
Magnús Hjartars. – Narfi Hjartarson 293
Haukur Guðmss. – Björn Björnsson 291
Allt spilaáhugafólk velkomið í
Gullsmára.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
23 pör spiluðu eins kvölds tví-
menning í Hafnarfirði mánudaginn
21. september. Hlutskarpastir urðu
Sigurjón Harðarson og Haukur
Árnason en fast á hæla þeim komu
Einar Sigurðsson og Högni Frið-
þjófsson sem eru loksins búnir að
setja golfsettin inn í geymslu. Í
þriðja sæti urðu Erla Sigurjóns-
dóttir og Óli Björn Gunnarsson.
Öll úrslit og spil má sjá á heima-
síðu Bridsfélags Hafnarfjarðar.
Næsta mánudagskvöld, 28. sept-
ember, hefst þriggja kvölda A-Han-
sen-tvímenningur.