Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
hljóti oft að hafa verið erfitt lét
hann aldrei á því bera og alltaf
stutt í glensið sem var svo ríkur
þáttur í fari hans.
Okkur Önnu eru líka minnisstæð-
ar skemmtilegu stundirnar sem við
áttum við spilamennsku við þau
Jónda og Jónu þegar við bjuggum í
sitthvorri íbúðinni á sömu hæð í
Hraunbæ 80. Þá var oft glatt á
hjalla og setið við fram á nótt.
Að leiðarlokum biðjum við Guð að
blessa minningu góðs drengs og
bróður og erum þakklát fyrir allar
skemmtilegu samverustundirnar,
hjálpsemina og vináttuna. Við send-
um Jónu okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Anna og Ólafur.
Elskulegur mágur og svili, Jón
Árnason, pípulagningamaður, er
fallinn frá eftir langa baráttu við
þann illvíga sjúkdóm sem krabba-
mein er. Hann andaðist á 75 ára af-
mælisdegi sínum 19. september sl.
Jón var mikið ljúfmenni sem vildi
allt fyrir alla gera. Ekki rekur okk-
ur minni til þess að hafa heyrt
nokkurn mann hallmæla Jóni Árna-
syni.
Okkur er það líka minnisstætt
þegar við vorum að innrétta íbúðina
okkar í Árbæjarhverfinu fyrir
meira en 40 árum hve gott var að
leita ráða og fá aðstoð við hvaðeina
hjá Jóni enda virtist hann geta leyst
allar þrautir betur en aðrir menn.
Hann var enda með laghentari
mönnum og allt virtist leika í hönd-
unum á honum.
Hann hafði mjög gaman af að
ferðast og við hjónin ferðuðumst
mikið með honum og konu hans Jón-
ínu Sigurdórsdóttur bæði innan-
lands og utan hér á árunum áður
meðan við vorum öll ung. Það voru
skemmtilegar ferðir og margar
minningar lifa frá þeim tíma.
Einna minnisstæðust hygg ég að
sé hringferð um landið áður en
hringvegurinn var opnaður. Þá var
siglt með Heklunni frá Reykjavík til
Hornafjarðar og ekið svo þaðan til
Reykjavíkur á mörgum dögum og
komið víða við á gamla Skódanum
þeirra hjóna. Þessi ferð var okkur
öllum minnisstæð og oft hafa atvik
úr ferðinni verið rifjuð upp og mikið
hlegið. Slíkar ferðir verða ekki fleiri.
Við sendum Jónínu eiginkonu
hans innilegar samúðarkveðjur og
biðjum allar góðar vættir að vernda
og geyma Jón Árnason.
Sigrún og Sigurdór.
Ég man fyrst eftir Jónda þegar ég
var lítil stelpa og fjölskylda mín bjó
uppi í risi í Háagerði. Hann var allt-
af svo yndislegur, hlýr og góður við
mig og bræður mína, hann gaukaði
oft að okkur ýmsum hlutum. Ég
gleymi aldrei risaflugvélinni sem
hann kom með og var hengd upp í
herberginu hjá okkur Inga, vá hví-
lík gleði og hamingja þó svo vélin
tæki hálft herbergið.
Meiri dýravin en hann var ekki
hægt að finna en þær eru ófáar kis-
urnar sem hafa fengið að finna fyrir
ást hans og umhyggju.
Það var notalegt að vera í návist
Jónda, hann hafði svo góða nær-
veru. „Nei, ert þetta þú engillinn
minn“ var hann vanur að segja þeg-
ar hann sá mig. Ég á eftir að sakna
þess eins og ég á eftir að sakna
hans. Það er stundum sagt um ein-
stakt fólk að það sé fallegt bæði að
utan og innan, hann var einn af
þeim.
Hvíl í friði.
Arnheiður Bergsteinsdóttir.
Við systurnar viljum minnast
bróður okkar Jóns eða Jónda eins
og hann var ávallt kallaður af okkur
í fjölskyldunni.
Litla systir og stóra systir var
hann vanur að kalla okkur og lét
það vel í eyrum. Jóndi var einstakt
ljúfmenni og skipti sjaldan skapi.
Hann var barngóður með eindæm-
um og nutu systkinabörnin góðs af
því.
Ég, litla systir, vil þakka honum
fyrir ástina og umhyggjuna sem
hann veitti mér sem barni eftir að
faðir okkar lést og ætíð síðan. Var
hann fjölskyldum okkar ávallt inn-
an handar ef við leituðum eftir því
og verður það seint þakkað sem
skyldi.
Fátækleg orð á blaði segja ekki
margt en minninguna um góðan
bróður eigum við í hjartanu.
Hvíl í friði elsku bróðir.
Hrönn og Jóhanna.
irhafnar og göntuðumst við systk-
inin oft með það að það tæki þig
allavega hálftíma undirbúning bara
að skreppa út í sjoppu. Jafnvel í
veikindum þínum þegar þú lást á
sjúkrahúsi leistu oft frekar út fyrir
að vera gestur en sjúklingur.
Í eitt skipti man ég eftir því þegar
þú sast inn á stofu snemma morguns
glæsileg og vel tilhöfð að vanda og
þurftir að sannfæra hjúkrunarkon-
una sem kom á stofugang með lyf
um að þú værir í raun sjúklingurinn
sem þau voru ætluð.
Ég lít á það sem forréttindi í lífinu
að hafa átt þig að. Ég held það hafi
svo sem kannski ekki verið tilviljum
að þú hafir orðið móðir mín. Svona
miðað við hegðum mína og ærsla-
gang í æsku held ég að það hafi
þurft einhvern með einstakt geðslag
og þolinmæði til að gera mig að
þeim manni sem ég er í dag og þú
átt án efa skilið aðdáun margra fyrir
það verk. Þrátt fyrir að ég kveðji þig
með sorg og trega í hjarta mun bros
þitt og hlýhugur lifa að eilífu í hjarta
mínu og huga. Ég veit líka að þú
vakir og heldur verndarvæng þínum
áfram yfir okkur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi)
Þinn strákur,
Orri.
Fyrir tæpum sex árum gekk ég
inn í húsið á Kárastíg 12 í fyrsta
sinn, ein að erindast fyrir son Hjör-
dísar en okkur var þá orðið ansi
hlýtt hvoru til annars. Hann hafði
fullvissað mig um að enginn væri
heima en þegar ég opnaði dyrnar
stóð Hjördís brosandi í gættinni.
Hjartað í mér hætti að slá og ég
beið þess eins að jörðin myndi
gleypa mig. Hún áttaði sig strax og
spurði mig með bros á vör hvort við
ættum að fá okkur kaffisopa. Sek-
úndur urðu að mínútum, mínútur að
klukkutímum og einn kaffisopi varð
að ótalmörgum kaffibollum.
Þá mánuði sem við bjuggum á
heimili tengdaforeldra minna, Sigga
og Hjördísar, flaug tíminn alltaf
áfram þegar við Hjördís sátum að
spjalli og umræðuefnin voru óþrjót-
andi, líka síðar þegar við sátum í sól-
stofunni á Kárastíg, kaffihúsi, lyfja-
gjöf á Landspítalanum eða inni í
stofu á 11-E.
Tengdamamma varð vinkona mín
sem sýndi mér nýjar hliðar á mann-
inum sem ég elska og myndir af
honum frá því hann var barn.
Elsku besta Hjördís mín. Ég trúi
því að vinátta okkar eigi sér engin
endamörk og ég mun hvísla því sem
mig langar að segja þér út í andvar-
ann. Ég finn alveg jafn mikið fyrir
brosinu þínu og öllu sem þér fylgir
núna og morguninn sem þú fórst.
Ég kvaddi þig aldrei. Á hverju
einasta kvöldi uppi á spítala hugsaði
ég um það hvort ég ætti að kveðja
þig. Ég gat það ekki og vissi raunar
að þú vildir það ekki. Þegar ég var
að bugast uppi á spítala þá huggaðir
þú mig og sagðir við mig að við
myndum vinna þessa baráttu og
líka að við myndum ganga Fimm-
vörðuháls og Laugaveginn næsta
sumar. Krafturinn, baráttuviljinn
og trúin á morgundaginn voru alltaf
með þér.
Ég ætla að trúa þér. Ég finn jú
enn fyrir þér alls staðar og ætla að
hlusta á brakið í kvistunum og
hljóðin í vindinum þegar ég arka
fjöllin og finna þig með mér og einn
daginn munum við vinkonurnar
setjast aftur niður með kaffibollana
okkar. Sekúndurnar verða að mín-
útum, mínúturnar að klukkustund-
um og klukkustundirnar að annarri
eilífð.
Saga Ýrr Jónsdóttir.
Tíminn flýgur áfram
og teymir mig á eftir sér.
Ekki fæ ég miklu ráðið
um það hvert hann fer.
Vona bara að hann hugsi
svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
(Megas)
Ég ætla með þessum línum hér
að ofan og með nokkrum orðum að
kveðja fyrrverandi eiginkonu mína.
Hjördís þarf ekki á lofgjörð að
halda, hana skrifaði hún sjálf með
lífi sínu og gjörðum. Hetja! Hjördís
sýndi í veikindum sínum ótrúlegt
þrek og æðruleysi. Eins og allt lífið
hugsaði hún fyrst um aðra og vildi
ekki láta veikindi sín og svo komu
dauðans bitna á sínun nánustu.
Takk fyrir öll árin sem við áttum
saman, takk fyrir börnin mín, takk
fyrir börnin okkar.
Sigurður.
Nú þegar ég kveð Hjördísi í
hinsta sinn, þá reikar hugurinn til
hennar og þeirra minninga og
stunda sem við áttum saman. Hjör-
dís kom inn í líf mitt þegar ég var
lítil stelpa. Áttum við einstaklega
ánægjulegar stundir saman og aldr-
ei var léttleikinn langt undan enda
var hún mikill húmoristi. Skipti ald-
ursmunur okkar engu máli, sama
hvert viðfangsefnið var. Hún hefur
ekki einungis verið mér sem önnur
móðir gegnum líf mitt heldur einnig
frábær og traustur vinur.
Hjördís var einstaklega hjartahlý
kona og alltaf boðin og búin til að-
stoðar þegar þess þurfti með.
Fyrstu minningar mínar um Hjör-
dísi eru frá Káró þar sem hún bjó
sér og fjölskyldu okkar einkar fal-
legt heimili. Enda hafði hún ein-
staklega gott auga fyrir fallegum
hlutum og umhverfi sínu og var
einkar listræn. Hún var ákaflega
smekkleg í klæðaburði svo eftir var
tekið. Hún var félagslynd og naut
sín innan um fólk. Hennar helsti
kostur var umhyggja fyrir öðrum.
Með hlýju sinni og einlægni laðaði
Hjördís það besta fram í fólki.
Hjördís háði nokkurra mánaða
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
hún tókst á við með miklu æðru-
leysi og reisn. Vil ég minnast Hjör-
dísar með þessum orðum og þakka
fyrir þær samverustundir sem við
áttum.
Í konunnar kalli
var kyrrlát þín tign,
en ótrúleg orkan
og umhyggjan skyggn.
Ei máttugri móðir
við mannsbarni leit,
– hið óræða undur
var óskin þín heit.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Ingibjörg J. Dahlmann)
Unnur Sigurðardóttir.
Það eru ekki allir svo lánsamir
að eignast þrjár mæður við fæð-
ingu. Kannski má segja að ég hafi
komið í stað ömmu-Sillu sem lést
sama ár og ég fæddist. Alla vega
var ég stundum kallaður sameig-
inlegi sonurinn.
Hjördís frænka, Dada eins og ég
kallaði hana, var elst móðursystra
minna og ein fyrsta minning mín er
af brosinu hennar og fisknum sem í
minningunni hékk alltaf um háls
hennar. Litlir fingur fengu oft að
leika með fiskinn, svo mjög að
sporðurinn brotnaði af. En Hjördís
krækti í annan fisk, hann Sigga, og
flutti til hans á Kárastíginn. Þær
voru ófáar stundirnar sem lítill
krulluhærður drengur eyddi á
Kárastíg þar sem systurnar ræddu
saman klukkustundum saman um
allt undir sólinni. Alla vega virtist
tíminn stundum óendanlega langur.
Ég lærði það hins vegar fljótt að
það sem þeim fór á milli var ekki
endilega ætlað öðrum eyrum. Það
var leyndó! Kannski var það þess
vegna sem mér var stundum komið
fyrir í sófanum með risastóru og
flottu heyrnartólin sem í hljómuðu
nýjustu tónar af vínilplötum sem
Siggi hafði keypt í siglingum er-
lendis. Gott ef Hjördís laumaði ekki
til mín nokkrum súkkulaðimolum.
Hjördís átti nefnilega oftast það
sem alla krakka dreymir um, birgð-
ir af framandi sælgæti. En það sem
var meira um vert. Molunum
fylgdu alltaf bros og blik í auga.
Hlýja. Og af henni var alltaf nóg.
Þolinmæði og tími var líka aðals-
merki Hjördísar. Tími til að hlusta
þó ekki nema á brandara um tvo
tómata sem þurfa endilega að kom-
ast yfir götu. Þó að brandarinn eða
sagan hefði verið sögð margoft þá
fylgdi alltaf einlægur dillandi hlát-
ur. Gott ef ekki var dregin fram ein
súkkulaðikaka. Hjördís fékk sér þó
aðeins eina flís og svo eina til!
Að heimsækja Kárastíginn var
raunar alltaf veisla, ekki síst jóla-
boðið. Þar svignuðu borð undan
kræsingum og hláturtaugarnar
voru þandar til hins ýtrasta. Ekki
minnkaði fjörið þegar Orri og Hild-
ur bættust í hópinn.
Í sumar þegar sjúkdómurinn var
að ná undirtökunum gáfust okkur
nokkrar góðar stundir. Hjördís,
eins og henni var einni lagið, gaf
sér tíma til að sýna stelpunum okk-
ar Sædísar sömu athygli og þol-
inmæði og mér forðum. Umfram
allt gaf hún þeim sömu hlýjuna,
sama brosið og blik í auga þegar
hún sýndi Unu réttu handbrögðin
við prjónaskapinn og hlustaði af at-
hygli á Eik segja henni brandara.
Gott ef ekki um tvo tómata.
Það var auðvitað sárt að fylgjast
með frænku takast á við erfiðan
sjúkdóm en hún gerði það af aðdá-
unarverðu æðruleysi og reisn eins
og henni var einni líkt.
Haraldur Þór Egilsson.
Ég kynntist Hjördísi í gagn-
fræðaskóla þegar við vorum 13 ára
gamlar. Við urðum mjög nánar vin-
konur og dvöldum mikið á heim-
ilum hvor annarrar t.d. við lærdóm.
Mér er það mjög minnisstætt hve
nám lá auðveldlega fyrir Hjördísi,
ekki síst tungumál.
Við Hjördís fórum í margar góð-
ar ferðir saman, innanlands sem ut-
an. Þá er að minnast margra góðra
stunda á Kaffi Mokka. Hjördís
gerði mikið af því að mála og teikna
en það kom fljótt í ljós að í henni
bjó mikill listamaður.
Þegar við Hjördís eignuðumst
börn höfðum við minna samband en
áður en við vissum alltaf hvor af
annarri. Í júní síðastliðnum hitt-
umst við Hjördís ásamt Sóleyju
æskuvinkonu okkar í matarboði hjá
þeirri síðarnefndu. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa getað átt þetta
kvöld með þeim þar sem við rædd-
um gamla tíma og rifjuðum upp
ýmsa atburði úr æsku okkar. Þrátt
fyrir mikil veikindi bar Hjördís sig
vel og lét engan bilbug á sér finna.
Ég kveð æskuvinkonu mína Hjör-
dísi með miklum söknuði og sendi
fjölskyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Bjarghildur Atladóttir.
Eitt blik
af auga heimsins
hélt mér föngnum
það bærðist vart
– það skein
í andartak
en hvarf svo burtu
og samt varð bjart.
(Alvar Haust)
Samúðarkveðjur til allra sem
elskuðu Hjördísi.
Jón og Randy.
Við samstarfsfélagar Hjördísar á
101 hóteli kveðjum hana nú með
sárum söknuði og minnumst fjöl-
margra ánægjulegra stunda í návist
hennar. Öll erum við sammála um
að í Hjördísi bjó afar hjartahlýr,
umhyggjusamur og yndislegur per-
sónuleiki. Hún var afskaplega góður
hlustandi, sýndi samferðafólki sínu
áhuga og henni var ekkert mann-
legt óviðkomandi, enda gædd mikilli
samkennd með náunganum. Margar
heimspekilegar pælingar urðu á
kaffistofunni og mikið hlegið, enda
var Hjördís bæði glaðlynd og hlát-
urmild og hafði mikla kímnigáfu.
Hún hafði gaman af því að skiptast
á skoðunum og fylgdist vel með
gangi mála, bæði innanbúðar og -ut-
an.
Það fór aldrei fram hjá neinum
þegar Hjördís var mætt í húsið, því
hún hafði sterka nærveru og ekki
spillti útlitið. Hún var virkilega fal-
leg kona, sem gætti þess alla tíð að
vera vel til höfð. Eftir hádegismat-
inn var varaliturinn settur á að
nýju, hárið lagað, kíkt í spegilinn og
hún var tilbúin. Við dáðumst að
smekkvísi hennar, bæði í klæða-
burði og eins að huggulegu heimili
hennar. Með fimm mínútna fyrir-
vara gat hún litið út eins og heims-
dama. Hún hafði líka með afbrigð-
um fallega rithönd, sem mætti
teljast fyrirbæri í útrýmingarhættu.
Ekki lá hún nokkurn tímann á liði
sínu, því hún var forkur til vinnu og
tók skyldur sínar alvarlega. Á
litlum vinnustað þurfa allir að
leggja hönd á plóg og ganga stund-
um hver í annars störf – ekki var
nokkurn tímann að spyrja að Hjör-
dísi – hún var boðin og búin að
hjálpa öllum og allt vann hún af
stakri vandvirkni.
Við söknum Hjördísar sárt og
vottum fjölskyldu hennar okkar
dýpstu samúð.
F.h. starfsfólks á 101 hóteli,
Ester Auður Elíasdóttir.