Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
✝ Eggert Brekkanfæddist á Ak-
ureyri 26. september
1930. Hann lést í
Uppsölum 16. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Friðrik Ásmundsson
Brekkan, kennari og
rithöfundur, f. 28.
júlí 1888, d. 22. apríl
1958 og Estrid Fal-
berg Brekkan, kenn-
ari, f. 17. september
1892, d. 26. apríl
1978. Bræður Egg-
erts eru Ásmundur Brekkan,
læknir, f. 11. maí 1926 og Carl Pe-
der Hugo, f. 1929, d. 1935.
Hinn 25. desember 1950 giftist
Eggert Brynhildi Björk Ein-
arsdóttur, f. 20. apríl 1930, d. 8.
júní 2003. Börn þeirra eru Einar,
læknir í Svíþjóð, Estrid, sendi-
ráðunautur í utanríkisþjónustunni
og Eggert Friðrik, lífefnafræð-
ingur í Svíþjóð.
Eggert ólst upp í Reykjavík.
Hann varð stúdent
frá MR 1949 og lauk
kandídatsprófi í
læknisfræði frá Há-
skóla Íslands 1957.
Hann starfaði í Sví-
þjóð að mestu leyti á
árunum 1957 til 1971
og svo í Stokmarknes
í Norður-Noregi
1971-1974. Árið 1974
fluttu hjónin aftur til
Íslands og starfaði
Eggert á Eskifirði og
í Reykjavík frá 1974
til 1976, en þá settust
þau að í Neskaupstað þar sem
Eggert var yfirlæknir á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu til 1993. Síðustu
starfsár Eggerts var hann yf-
irlæknir á Sentralsykehuset í
Förde í Noregi. Þegar hann fór á
eftirlaun 1997 flutti hjónin til
Uppsala, en þar búa einnig syn-
irnir með sínar fjölskyldur.
Minningarathöfn um Eggert
verður í Uppsölum í dag, 24. sept-
ember.
Eggert Brekkan verður þeim
minnisstæður sem áttu með honum
samleið og ekki síst samverkafólki í
stofnunum þar sem hann kom við
sögu sem skurðlæknir. Lengsta við-
dvöl á sínum starfsferli hafði hann í
Neskaupstað þar sem hann var yf-
irlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í
17 ár frá 1976-1993, og raunar einu
ári betur þegar með er talið árið
1961-1962. Eggert og eiginkona hans
Björk Einarsdóttir urðu hluti af
samfélaginu og góðir grannar okkar
öll þessi ár. Fyrir utan daglegt sam-
starf á sjúkrahúsinu var greiður og
óformlegur samgangur á milli heim-
ila okkar, kryddaður með formlegum
boðum á stórhátíðum. Það var ætíð
tilhlökkunarefni að njóta máltíðar
frá hendi Bjarkar og sem meðlæti
fylgdu skemmtilegar og oft andríkar
samræður. Innvígðum duldist ekki
að Björk í allri sinni hógværð var
kjölfestan í fjölskyldunni og stuðn-
ingur við bóndann í erilsömu og
krefjandi starfi.
Bæði voru þau gamansöm, Björk
glettin og beinskeytt, Eggert hafsjór
af sögum frá löngum og litríkum ferli
og kom þeim til skila með leikrænni
tjáningu um leið og hann horfði yfir
gleraugun. Ósjaldan var efniviðurinn
sóttur til Svíþjóðar þangað sem hann
sótti sína sérfræðimenntun og hafði
flengst á milli staða fleiri en tölu
verði á komið. Noregur virtist þó
standa honum nær en Svíaríki, sér-
staklega áttu þau hjón góðar minn-
ingar frá dvöl sinni í Stokmarknes í
Nordland, þar sem Eggert var um
skeið forstöðumaður og dóttirin Est-
rid gekk í menntaskóla. Við Kristín
áttum síðar leið um þann stað og
horfðum þá til læknishússins sem
verið hafði heimili þeirra.
Frá Noregi lá leiðin til Austfjarða
„í hérað“ á heimaslóðir Bjarkar á
Eskifirði og litlu seinna til Norð-
fjarðar. Hugarheimur Eggerts féll
ekki beinlínis að þeirri opinberu rót-
tækni sem einkenndi meirihlutann í
sveitarstjórn á Norðfirði í hálfa öld,
og hann var meira að segja eitt sinn
kosinn þar í bæjarstjórn fyrir hægri-
menn. Eftir einn fund á þeim vett-
vangi áttaði hann sig á að þar væri
ekki hans staður og hærra lá ekki
leið hans upp metorðastiga stjórn-
málanna. Líklega er þetta dæmi um
hversu fljóthuga hann gat verið.
Hann var vandur að virðingu sinni,
kurteis og skyldurækinn, og reynd-
ist Austfirðingum ágæta vel sem
læknir.
Úr föðurgarði tók Eggert með sér
áhugann á bókmenntum, las ókjörin
öll og hafði tilvitnanir í klassísk rit og
sagnfræðileg á hraðbergi. Eftir-
minnilegur er hann líka sem bréfrit-
ari eins og við Kristín þekkjum af
línum sem okkur bárust öðru hvoru,
þær síðustu frá miðju sumri nokkr-
um vikum fyrir andlát hans. Þar
minnist hann sextíu ára „students-
jubileum“ á liðnu vori sem varð hon-
um fagnaðarfundur. Þrátt fyrir van-
heilsu átti hann sæmilegt ævikvöld í
Uppsölum og leitaði hugarhægðar í
ferðum til dóttur sinnar í Parísar-
borg. „Nú í þessu er sólin að hníga til
viðar yfir turnum Uppsalaborgar“
segir hann í síðasta bréfi til okkar.
„Við mér blasa hér af svölunum mín-
um dómkirkjan hin mikla og höllin í
kvöldroðanum. Já það er víða lakara
en í Uppsölum.“ Þannig var hans
ævikvöld. Við sem eftir sitjum sökn-
um vinar í stað.
Kristín og Hjörleifur
Guttormsson.
Góður vinur og velgjörðarmaður
okkar Norðfirðinga Eggert Brekkan
læknir er látinn.
Í 17 ár var hann yfirlæknir Fjórð-
ungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Hann og kona hans Björk Einars-
dóttir voru frá fyrsta degi ein af okk-
ur. Á þessum 17 árum bar aldrei
neinn skugga á samstarfið við Egg-
ert. Áhugi hans og allt hans starf
miðaðist við að gera gott sjúkrahús
betra, enda varð á þessum árum
gjörbylting á húsakosti og búnaði
sjúkrahússins.
Eftir að þau Eggert og Björk
fluttu til Svíþjóðar tókum við Eggert
upp þann gamla góða sið að skrifast
á og voru mín bréf nokkurs konar
fréttabréf um gang mála hér, því ég
skynjaði á hans bréfum að hugurinn
leitaði oft til Neskaupstaðar.
Í því sambandi minnist ég þess að í
einu bréfi hans segir: „Það er furðu-
legt að maður skuli taka upp á því að
flytja þaðan sem manni hefur liðið
best.“
Mér þótti og þykir mjög vænt um
þessi orð hans því vera þeirra hér í
17 ár er geymd í þakklátum huga
okkar Norðfirðinga og þá sérstak-
lega okkar sem með honum störfuð-
um.
Heimili Eggerts og Bjarkar bar
með sér blæ menningar og mennta.
Þar var og öllum sem að dyrum
komu tekið af einstakri velvild og
hlýju, sem enginn mun gleyma sem
notið hefur, en þeir voru margir.
Við Guðrún sendum börnum hans
og fjölskyldum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur.
Stefán Þorleifsson,
fv. forstöðumaður FSN.
Eggert Brekkan
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Engin lengdar-
mörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín-
ur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður.
Minningargreinar
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HJÁLMTÝR RAGNAR JÚLÍUSSON
bifvélavirki,
Baugstjörn 3,
Selfossi,
sem lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn
19. september, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
föstudaginn 25. september kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á að láta slysavarnar- og líknarfélög njóta þess.
Elínborg Ásmundsdóttir,
Brynja Hjálmtýsdóttir, Ingimundur Sigurmundsson,
Smári Rúnar Hjálmtýsson, Ólöf Másdóttir,
Elvar Ingimundarson,
Auður Ingimundardóttir,
Elínborg Ingimundardóttir,
Rúnar Þór Jóhannsson,
Ragnar Týr Smárason,
Guðlaug Li Smáradóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 17. september, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
29. september kl. 13.00.
Guðmundur I. Kristófersson, Ósk Davíðsdóttir,
Guðríður Kristófersdóttir, Hallgrímur Jónasson,
Sigurður Kristófersson, Hjördís Árnadóttir,
Ingveldur Þ. Kristófersdóttir, Helgi Már Guðjónsson,
Hannes Kristófersson, Guðríður Ólafsdóttir,
Helgi Kristófersson, Guðrún Eysteinsdóttir,
Valgerður Eygló Kristófersdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma,
GYÐA GRÍMSDÓTTIR,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að
morgni laugardagsins 19. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Óttar Egilsson, Anat Egilsson,
Davíð Sigmarsson, Sólrún Sigurðardóttir,
Guðrún Rut Sigmarsdóttir, Lárus Guðmundsson,
Kristín María Grímsdóttir,
Sigríður Grímsdóttir
og barnabörn.
✝
Sonur okkar og bróðir,
VALDIMAR EINARSSON,
verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugar-
daginn 26. september kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala
Hringsins.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Einar Guðmundsson, Sævör Þorvarðardóttir,
Sævarður Einarsson,
Jóhannes Fannar Einarsson, Sigurlín Sumarliðadóttir,
Jón Þór Einarsson,
Snædís Ólafía Einarsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRIR BJARNASON
vélstjóri,
Sóltúni 2,
áður til heimilis
Lambastekk 9,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 18. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn
25. september kl. 13.00.
Þráinn Viðar Þórisson, Þorbjörg Oddgeirsdóttir,
Þóra Þórisdóttir, Ólafur Már Björnsson,
Páll Þórisson
og barnabörn.
✝
Ástkær dóttir okkar, fósturdóttir, systir, barnabarn
og frænka,
LÍSA ARNARDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
þriðjudaginn 15. september.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 25. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Vímulausa æsku.
Jóhanna Jónsdóttir, Óskar Geir Pétursson,
Örn Hilmarsson, Mila Prodanovic,
Stefán Hafberg Sigurðsson,
Heiða Arnardóttir,
Jóna Kristín Hallgrímsdóttir,
Guðrún Kalla Bárðardóttir, Hilmar Þór Sigurþórsson,
Alma Rán Stefánsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og
vinarhug við andlát og útför
ÖNNU MÖRTU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hesteyri,
Mjóafirði.
Bestu þakkir til heimilisfólks á Brekku, sérstaklega
til Sigfúsar Vilhjálmssonar og Jóhönnu Lárusdóttur.
Einnig þakkir til starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
fyrir nærgætni og velvild.
Jón Ísfeld Karlsson,
Steinunn Ísfeld Karlsdóttir.