Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 38

Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 38
38 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EF ÉG VÆRI SÍÐASTA MÚSIN Í HEIMINUM, MYNDIR ÞÚ ÉTA MIG? KEMUR EKKI TIL GREINA... ÉG MYNDI NEYÐA ÞIG TIL AÐ ELDA FYRIR MIG ÆTLAR ÞÚ NOKKUÐ AÐ LESA Í RÚMINU? ÞAÐ ER SLÆMT FYRIR AUGUN AUGN- LÆKNIRINN SEGIR AÐ ÞAÐ SÉ EKKI SATT TUNGLIÐ ER EKKERT SPES HELDUR ÞESSI MISSKILNINGUR VARÐ TIL ÞEGAR FÓLK REYNDI AÐ LESA ÁN ÞESS AÐ VERA MEÐ NÓGU GÓÐA LAMPA ÉG ER KONUNGUR HÚSSINS OG HÉR MEÐ HEITIR ÞÚ „DRULLI“ HANN KANN AÐ FARA Í KRINGUM HLUTINA KALVIN HINN HUGRAKKI? JÁ KRJÚPTU HA? HVAÐ? KRJÚPA? HEITI ÉG „DRULLI“? ÉG FRÉTTI AÐ SKÍTUGI SKÚLI MÆTTI EKKI LENGUR VERA HLUTI AF ÁHÖFNINNI NÚ? AF HVERJU? RÍKIÐ SETTI Á FÓT NEFND SEM Á AÐ HREINSA NOREG EN ÁHUGAVERT! ÞAÐ ER VERIÐ AÐ AUGLÝSA EFTIR EINHVERJUM TIL AÐ HAFA AUGA MEÐ STJÖRNU HELLO KITTY? HVAÐ SEGIR KALLINN?!? ER ÞETTA LINDSEY EÐA PARIS HILTON? HÚN ER VÍST STJÓRNLAUS MILLJÓNAMÆRINGUR ÞAÐ TEKUR ANSI LANGAN TÍMA AÐ GRAFA UPP ÞENNAN MASTODON ÉG VEIT EKKI HVERSU MIKIÐ LENGUR VIÐ GETUM BEÐIÐ EFTIR PÍPUNUM TALAÐU VIÐ PÍPARANA. KANNSKI ER HÆGT AÐ FARA Í KRINGUM ÞETTA ÚFF AF HVERJU VILDIR ÞÚ STJÓRNA BLAÐINU? ÁÆTLUNIN ÞÍN KOSTAÐI FANTINN ÞINN LÍFIÐ... EN ÞÉR ER ÖRUGGLEGA SAMA UM ÞAÐ EF ÞIÐ VISSUÐ BARA SANNLEIKANN UM HANN HVAÐ Á HANN VIÐ? ÉG ÞURFTI BLAÐ TIL AÐ HJÁLPA MÉR AÐ NÁ TÖKUM Í STJÓRNMÁLUM ÚTILEIKFIMI er góð tilbreyting frá hefðbundnum leikfimitíma í íþrótta- sal. Hérna má sjá börn úr 2. bekk í Landakotsskóla kát og glöð á leið úr íþróttaiðkun á Landakotstúni. Morgunblaðið/Golli Kátir krakkar á ferð Agnesi áfram ÉG vil endilega hafa Agnesi Bragadóttur áfram á Morgun- blaðinu. Mér finnst hún vera eina manneskjan sem mikið til hefur ver- ið að skýra okkur frá því hvað hefur verið að gerast eftir hrunið. Mér finnst að við höfum rétt á að vita um það sem hún hefur verið að skrifa um. Mér finnst Áskell Örn Kárason sem skrifaði í Velvak- anda sl. miðvikudag, 23. september, sjálfur ekki vera mjög sómakær þar sem hann er að ýja að sambandi Davíðs Oddssonar og Agnesar. En þetta hafa nú fleiri fúlir gert, að höggva í Davíð og Agnesi, en mér finnst þau bæði ágæt. Sigrún Magnúsdóttir. Stóri bróðir ÉG las grein hér í Morgunblaðinu fyrir stuttu þar sem ensk við- skiptakona var að ráðleggja okkur að ganga ekki í Evrópusambandið. Með- al þess sem hún spurði okkur var hvort við vildum virkilega hafa „stóra bróður“ sem fylgdist með öllu sem við gerðum. Ég bara get ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Já, ég held við þurfum svo sannarlega að hafa stóran bróður til þess að fylgjast með því sem er að gerast á þessu landi. Ekki gátum við gert það sjálf. Þjóðin er komin í hræðilega stöðu og allt þetta gerðist beint fyrir framan nefið á okkur! Og ég tala nú ekki um ef Sjálfstæð- isflokkurinn fær að komast hér aftur að. Hann er gjörsamlega vanfær um að stjórna þessu landi. Að fólk ætli að fara að kjósa þessa sveit aftur yfir sig er al- gerlega ótrúlegt. Vinstri stjórnin sökuð um að níðast á þeim sem minna mega sín og þjóðinni allri. Sjálf hef ég fundið fyrir þessu, þar sem örorkubæturnar mín- ar hafa verið skertar. Þetta er að sjálfsögðu ekki það sem vinstri stjórnin hafði óskað sér að gera kæm- ist hún til valda. En velferðarkerfið getur hún ekki bætt því hún situr uppi með fáránlega háar skuldir sem söfnuðust meðan hægri stjórnin réði hér ríkjum. Peningar vaxa ekki á trjánum. Það er í neyð sem stjórnin þarf að bregðast við til þess að geta borgað þessar skuldir. Við höfum ekkert val. En svo þetta gerist ekki aftur væri gott að hafa einhverja með viti til að fylgjast með því sem er að gerast hérna. Svo ég segi „já takk“ við komu stóra bróður. Einstæð móðir og öryrki.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, myndlist og prjónakaffi kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna/smíði/útskurður 9-16.30, boccia 9.30 leikfimi. kl. 11. helgistund. kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, handavinna, kaffi/dagblöð, bókband eftir hádegi, böð- un. Haustlitaferð föst. 2 okt. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Bókabíll kl. 11.15, matur, dansstund kl. 13.30, kaffi, samvera með sr. Bjarna Karlssyni kl. 15.15. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, opið hús á morgun kl. 14-16, þar sem félagsstarfið í vetur verður kynnt. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13 og haustfagnaður kl. 14; leikskólabörn frá Skólatröð syngja, Ragna Guðvarðardóttir fjallar um haustið og Magnús J. Ólafsson söngvari flytur okkur nokkur lög. Vöffluhlaðborð. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10, brids og handa- vinna kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara Mosfellsbæ | Leikfimi kl. 11.15, í kjallara Hlaðhamra. Félagsstarf Gerðubergi | Leikfimi í ÍR- heimilinu v/Skógarsel kl. 9, umsj. Júlíus Arnarsson íþróttakennari, helgistund kl. 10.30. Vinnustofur opnar frá hádegi, m.a. búta-/perlusaumur og myndlist. Á morg- un kl. 11 er fræðsla og kynning á líkams- rækt og heilsueflingu, umsj. Sigurður Guðmundsson íþróttakennari. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, postu- lín, leikfimi kl. 10, boccia kl. 11, hádeg- ismatur, félagsvist kl. 13.30, kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong kl. 10, bíó og myndir kl. 10.30, leikfimi kl. 11.20, gler- skurður kl. 13, opið hús kl. 14, vatns- leikfimi kl. 14.10. www.febh.is Hvassaleiti 56-58 | Boccia kl. 10, hann- yrðir kl. 13-16, félagsvist kl. 13.30, veit- ingar. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðja kl. 9-16, glersk./myndlist, sönghópur Hjördísar Geirs kl. 13.30, línudans og gáfumanna- kaffi kl. 15. Kynning: Ólafur Snorri frá World Class kl. 10 á morgun. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi á morgun kl. 9.30 í Grafarvogslaug og list- smiðjan opin á Korpúlfsstöðum kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund kl. 10, handverks- og bókastofa opin kl. 13, boccia kl. 13.30, veitingar. Á léttum nótum, þjóðlagastund m/Sigrúnu kl. 15. Laugarból, Íþr.hús Ármanns/Þróttar | Leikfimi kl. 11. Norðurbrún 1 | Handavinna í handverks- setri kl. 9-15.30 og leirlistarnámskeið í listasmiðju kl. 9-16, boccia kl. 10, útskurð- arstofa opin. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9 15-15.30, kertaskreytingar/Tiffany’s kl. 9.15-16, ganga kl. 10, hádegismatur, kóræfing kl. 13.30, leikfimi kl. 13, veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band , postulínsmálun, morgunst. kl. 9.30, boccia og upplestur kl. 12.30, myndlistar- og handavinnustofan opin, spilað, stóladans kl. 13.15. Sími 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kl. 10, sal- urinn opinn kl. 11, leikfimi kl. 13.15, Stella, félagsvist kl. 14.30, kaffi, ganga og útivist með Begga kl. 15.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.