Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐARFULLAN BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER(MICHEAL DOUGLAS) Uppgötvaðu ískaldan sannleikann um karla og konur Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins SÝND Í REGNBOGANUM Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í RegnboganumSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó The Ugly Truth kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára The Final Destination kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Beyond Reasonable Doubt kl. 5:40 - 8 750 kr. B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára Halloween 2 kl. 10:20 750 kr. B.i.16 ára HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHHH “ein eftirminnilegasta mynd ársins og ein sú skemmtilegasta” S.V. - MBL HHHH „Gargandi snilld allt saman bara.“ Þ.Þ – DV SÝNDUR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI ALLIR ÞEIR SEM FRAMVÍSA LEIKHÚSMIÐA FRÁ HELLISBÚANUM FÁ 25% AFSLÁTT Á BÍÓMYNDINA: MIÐASALAÍ FULLUMGANGI!theuglytruth FRUMSÝND 18. SEPTEMBER SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Íslandsvinirnir í Rammstein, þvíþað eru þeir svo sannarlega,gefa út nýja breiðskífu um miðjan október. Liebe ist für alle da kallast verkið og er sjötta hljóð- versplata sveitarinnar. Síðasta plata, Rosenrot, kom út 2005 og olli nokkrum vonbrigðum líkt og sú á undan, Reise, Reise. Þeir þýsku bún- ir með bensínið að því er virtist. Fyrstu þrjár plöturnar, Herzeleid, Sehnsucht og Mutter eru hins vegar skotheldir gripir, allir sem einn. Á yfirborðinu kann Rammstein að hljóma sem fremur einfeldningsleg þungarokkssveit sem hamrar á því sem virkar trekk í trekk fyrir korn- unga flösuþeytara. Að mínu viti er Rammstein þó mun glúrnari sveit en svo og vil ég ganga svo langt að grípa til hins ofnotaða orðs „snilld“ í því samhenginu. Það var engin til- viljun að David Lynch sirkaði sveit- ina út fyrir hina mögnuðu mynd sína, Lost Highway.    Rammstein hefur gengist upp íþví í gegnum tíðina að kanna þanþol hins boðlega í gegnum tón- list sína, ekki með henni sem slíkri þó, heldur því sem er hengt við hana. Hér er ég að tala um plötu- umslög, tónleika og einkum mynd- bönd þar sem duldar hvatir mann- skepnunnar eru skoðaðar og þær settar undir mæliker. Þannig kall- ast fyrsta smáskífan af plötunni nýju hinum eðla titli „Pussy“ en lag- ið kom út 1. september. Í myndbandi lagsins fylgjumst við með með- limum sveitarinnar í ástaratlotum við ólíka kvenmenn og allt er þetta á ljósbláum nótum, það er ýjað að hlutum en þeir ekki sýndir. En rétt undir restina breytist myndbandið skyndilega, verður vel dökkblátt – breytist í 100% klám. Myndbandinu var leikstýrt af Jonas Åkerlund (hefur gert myndbönd fyrir U2, Madonnu, Rolling Stones og fleiri kanónur). Og svo öllu sé haldið til haga, sjá „statistar“ um grófasta þátt myndbandsins – en ekki að það skipti neinu máli, þannig. Myndbandið hefur að vonum vak- ið athygli og hneykslan og á ekki möguleika á að komast í almenna dreifingu. Og í úthugsaðri markaðs- setningu var það frumsýnt á bona fide klámsíðu. Tvennt kemur til greina. Ramm- stein-menn eru orðnir það örvænt- ingarfullir að þeir gera hvað sem er til að reisa ferilinn við. Eða: Ramm- stein er með þessu að rýna í holan og ódýran klámmarkaðinn; henda að honum grín og spyrja spurninga um eðli hans og inntak. Persónulega hallast ég að hinu síðarnefnda og þá skoðun er auðveldast að rökstyðja með því að skoða feril sveitarinnar, þar sem viðlíka hlutir hafa verið stundaðir. Franska heimspek- ingnum Michel Foucault var tíðrætt um hvernig mannskepnan kæfir og felur sínar innstu þrár og langanir, t.a.m. hvað varðar kynlífshvatir sem eru í grunninn dýrslegar. Ramm- stein er Foucault rokksins. Þessu tengt er líka merkilegt að skoða aðra miðla sem hafa farið áþekkar leiðir. T.a.m. mynd Lars Von Triers, Idioterne, þar sem farið er „alla leið“ eins og hjá Rammstein (og að maður tali nú ekki um nýj- ustu mynd Von Triers, Antichrist). Of oft dettur fólk í það að hugsa um meðlimi Rammstein sem arfavit- lausa rokkara, fremur en hug- myndafræðilega þenkjandi menn sem setja upp „leikrit“ í myndbönd- unum til að segja eitthvað. Ég get ekki séð að Rammstein eigi að vera á einhverjum öðrum palli en Von Trier eða þá myndlistarmaðurinn/ tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörns- son sem fór einn og sjálfur „alla leið“ í frægu myndbandsverki sem sýnt var á Kjarvalsstöðum árið 1998. En heyrðu, ég var alveg búinn að gleyma að minnast á sjálft lagið. Það er fínt. Þrjár stjörnur. arnart@mbl.is Hversu langt geta menn gengið? » Of oft dettur fólk íþað að hugsa um meðlimi Rammstein sem arfavitlausa rokk- ara, fremur en hug- myndafræðilega þenkj- andi menn Herra Sársauki Hinn geðþekki bassaleikari Rammstein, Oliver Riedel, í hlutverki sínu. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen LEIKSTJÓRI framtíðartryllisins Gattaca, Andrew Niccol, mun leik- stýra kvikmynd eftir fyrstu skáld- sögu Stephenie Meyer sem ætluð er fullorðnum lesendum, The Host. Meyer er þekkt af unglinga- vampírubókasyrpunni Twilight sem notið hefur mikilla vinsælda í á Vesturlöndum. Niccol mun skrifa handritið að myndinni auk þess að leikstýra. Sagan gerist í framtíðinni, þegar geimverur hafa tekið völdin. Ein geimveranna tekur sér bólfestu í líkama dauðvona konu í því skyni að finna þær örfáu manneskjur á jörðinni sem veita geimverunum enn andspyrnu. Geimveran verður hins vegar ástfangin af maka hinnar dauðvona konu sem hún hefur tekið sér bólfestu í og vand- ast þá málið. Meyer mun koma að kvik- myndatúlkun bókarinnar líkt og hún gerði með kvikmyndirnar sem byggðar voru á Twilight-syrpunni. Næsta kvikmyndin úr þeirri syrpu, New Moon, verður frum- sýnd í Bandaríkjunum 20. nóv- ember n.k. Gattaca Ethan Hawke og Uma Thurman í mynd Andrew Niccol. Geimvera verður ástfangin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.