Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 45
TÍSKUVIKU í London lauk í gær. Þar sýndu hönnuðir vor- og sum- artískuna fyrir næsta ár. Ekki skal segja hvort hönnuðir eru eitthvað þunglyndir um þessar mundir en eitt er víst að sum- artískan er svolítið dökk, svart og leður sást hjá sumum og fötin voru mjög efnismikil hjá öðrum m.v. að um sumartísku er að ræða. Annars sáust bleikar eða bleiktóna flíkur mikið á pöllunum, auk stuttra kjóla og glansandi léttra efna. Sumarið sýnt í London Kvenleg Vivienne Westwood tekst alltaf vel til. Glæsileg Virkilega flott kápa frá Burberry. Sýning Burberry var ein sú eftir- sóttasta á tískuvikunni. Reuters Vænghaf Roksanda Illinic var með mjög dökka sýningu. Stórar axlir, eins og vænghaf. Sumarlegt Caroline Charles hannaði þessi fínu sumarföt. Skrautlegt Kjóll frá Basso and Brook. Bresk tíska Landakort og litir hjá Ashish. Töffari Twenty8Twelve er hönnun Siennu Miller og systur hennar. „EKKI FYRIRHÚMORSLAUSA“ HHH T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHH ÓHT RÁS 2. HHH AO ICELAND REVIEW FRÁBÆR SKEMMTUN – FRÁBÆRTÓNLIST “ÓVÆN TASTI S MELLUR ÁRSINS ” – J.F AB C HHH - EMPIRE HHH - ROGER EBERT ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D SÝND Í ÁLFABAKKA „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 Venjulegt verð – 1050 kr. EIN ALLRA BES TA DISNEY-PIXAR MYND TIL ÞES SAHHHH - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH – H.S. MBL HHHH RÁS 2-HGG HHHH Ó.H.T. RÁS 2 Í REYKJAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI TVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD, EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM ÓNORÐIÐ PROPOSAL SÝND Í KRINGLUNNI ANDREW ÞOLIR EKKI YFIRMANN SINN EN TIL AÐ FÁ STÖÐUHÆKKUN ÞARF HANN AÐ TAKA BÓNORÐI HENNAR STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI “BESTA MYND ÁRSINS” / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI DISTRICT 9 kl. 8 16 REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 8 síðustu sýningar 16 DISTRICT 9 kl. 8 - 10:20 16 REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 8 16 DRAG ME TO HELL kl. 10:10 16 THE TAKING OF PELHAM 123 kl. 8 16 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 10 16 REYKJAVÍK WHALE WATCHING kl. 8 16 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 10 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 „… og stingdu spilara í“. Hér er ég að snúa kersknislega (eða ekki) úr opnunartexta hins stórgóða og ægigrúvandi lags „Taktu þessa trommu“ (en þar segir: „Taktu þessa trommu/og teygðu á hana skinn“). Já, öllum er að sönnu óhætt að stinga þessari fjórðu breiðskífu regg- ísveitarinnar Hjálma í spilarann sinn, sveitin hefur auðheyranlega komist heil á höldnu úr goðsagnakenndum hljóðverum þeim í Jamaíku þar sem platan var að hluta til tekin upp, en annað þeirra er Tuff Gong, hljóðver sjálfs Bobs Marleys. Heil á höldnu segi ég, því að lopapeysureggíið, þessi einstæða útfærsla Íslending- anna á tónlistinni hitasælu, er ekki flatt út af takkamönnunum úti heldur koma Hjálmar þvert á móti sterkir út úr vistinni. Reggíið hefur vissulega aldrei verið meira – og rosalegra – en Hjálmar halda um leið í sérkenni sín. Hérna höfum við fyrstu plötu hinna nýju Hjálma. Svíarnir eru farnir, en í þeirra stað eru komnir þeir Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson og Helgi Svavar Helgason. Aðrir Hjálmar eru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Guð- mundsson og Þorsteinn Einarsson. Grúvið er allsvakalegt á þessari plötu; og við fyrstu hlustanir yfir- keyrði það einstök lög, svo djúpt var það. Hljómurinn er þykkur og mikill, snerilhljómurinn dúnmjúkur, bass- inn ríkur. Og út í gegn poppa torkennileg, og velkomin, „reggí“- hljóð upp á milli hljóðrása. Hljóð- myndin er tilkomumikil, ekki verður meira sagt. Besta dæmið þar um er áðurnefnt „Taktu þessa trommu“, ómótstæðileg stemma og allur lík- aminn fer í gang við fyrsta slag. En platan er ekki einsleit. Sig- urður á tvö lög og hans framlög eru jafnan gædd sterkum íslenskum þjóðlagablæ. Lög hans brjóta flæðið skemmtilega upp. „Heyrist hverj- um“ er svo ábreiða yfir „Who the Cap Fit“ sem Bob Marley gerði frægt um árið, listavel sungið af Sigurði og með góðum texta Braga Valdimars Skúlasonar. Þorsteinn á svo restina (eitt lag er eftir sveitina) og eru lögin í bland vel grípandi (hið frábæra „Manstu“ t.d.), hægstreym og falleg („Hærra ég og þú“) og sveipuð seiðandi, dularfullum blæ („Lítill fugl“ og einkum „Lýsi ljós“). Textar Þorsteins bera jafnan með sér andlegan, styrkjandi boðskap og að hlusta á lög hans – og plötuna reyndar í heild – er eiginlega heil- andi. Manni líður einfaldlega vel þeg- ar maður hlustar. Held ég láti það vera lokaorðin um plötuna, það er varla hægt að setja fram betri með- mæli en það. Stórgóð heimildarmynd um ævin- týri Hjálmanna á Jamaíku, eftir þá Bjarna Gríms og Frosta Runólfsson, eykur þá gildi útgáfunnar til muna, en hún fylgir með sem mynddiskur. „Taktu þessa plötu …“ Hjálmar – IV  ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Morgunblaðið/hag Góðir straumar „Manni líður einfaldlega vel þegar maður hlustar,“ segir meðal annars í dómi um fjórðu plötu Hjálma. Platan fór í verslanir í dag. Hljóm- sveitin hyggst fagna útgáfunni með tónleikum sínum á Réttum í kvöld á NASA, ásamt Megasi & Senuþjófunum og Dr. Gunna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.