Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 47

Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 47
Menning 47FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 KRINGLAN-5680800. SMÁRALIND-5659730. LAUGAVEGUR-5629730. AKUREYRI-4627800. ÁVALLT GÓÐ ÞJÓNUSTA! TAKTU 3 BORGAÐU 2 ALLAR VÖRUR Í BÚÐINNI ÓDÝRASTA VARAN Í KAUPBÆTI FYRIRSÆTAN Gisele Bundchen og eiginmaður hennar, ruðnings- leikmaðurinn Tom Brady, hafa verið kærð af tveimur ljósmyndurum og fréttastofunni AFP sem segja líf- vörð þeirra hjóna hafa skotið úr byssu á bifreið sem ljósmyndararnir voru í. Kæra þess efnis var lögð fram í New York fyrir skömmu og skaðabóta krafist upp á milljón doll- ara, að því er fram kemur á vef Reuters. Atvikið mun hafa átt sér stað við sumarhús Bundchen á Costa Rica í apríl sl. Ljósmyndararnir tveir eru þaðan. Lífverðir hjónanna munu hafa krafist þess að ljósmyndararnir afhentu myndavélar sínar og minn- iskort úr þeim eftir að þeir tóku myndir af veislu þeirra hjóna. Þeir vildu ekki verða við því og kom til átaka sem enduðu með því að einn lífvarðanna skaut að bíl ljósmynd- aranna og brotnaði afturrúða bílsins við það. Skot fór einnig í framrúðuna og að sögn ljósmyndaranna mátti minnstu muna að lífvörðurinn hæfði þá. Ekkert mun hafa heyrst frá Bundchen og Brady varðandi atvikið og kæruna. Reuters Lögsótt Brady og Bundchen í vandræðum vegna lífvarðar síns. Bundchen og Brady lögsótt LEIKARINN sálugi Patrick Swayze sá mest eftir því í lífinu að hafa ekki orðið faðir. Swayze lést í síðustu viku eftir baráttu við krabbamein. Í æviminn- ingum sínum, The Time Of My Life, segist hann ekki hafa þráð neitt heitara en að eignast börn með eiginkonu sinni, Lisu Niemi. Hann var eyðilagður þegar hún missti fóstur eftir þriggja mánaða meðgöngu í eitt sinn. Eftir fósturlátið reyndi parið, sem var gift í 33 ár, að geta annað barn en Niemi varð aldrei aftur þunguð. „Ég gat ekki beðið eftir að verða pabbi, að eignast barn með konunni sem ég elskaði svo heitt. Ég vildi verða besti faðir sem hægt er að vera, eins og faðir minn var mér,“ skrifaði Swayze í minningar sínar. „Ég var niðurbrotinn af sorg. Við vildum reyna aftur en missirinn hafði verið svo erfiður að við gátum ekki gert það strax aftur. Við héld- um að við hefðum mörg ár í viðbót, þegar við fórum að reyna aftur von- uðum við að Lisa yrði ólétt en hún varð það aldrei,“ skrifaði Swayze um fósturmissinn. Lík Swayze var brennt í síðustu viku og ætlar ekkja hans að dreifa öskunni á búgarði þeirra í Nýju-Mexíkó. Þráði að eignast börn Swayze Var niðurbrotinn. Reuters SEINASTA upphaflega sykurgellan í kvennasveitinni Sugababes, Keisha Buchanan, hefur verið rekin úr sveit- inni og því engin hinna upphaflegu sykurskvísa eftir í henni. Í stað Buc- hanan kemur evróvisjón-söngkonan Jade Ewen. Buchanan mun hafa tekið brott- rekstrinum mjög illa og látið þau um- mæli falla í teiti einni á tískuvikunni í Lundúnum að brottreksturinn væri henni ofviða og að allir héldu nú að hún væri „tík“. Hún hefði þó gert allt sem í hennar valdi stóð til að friða stúlkurnar í Sugababes. Oritse Willi- ams, liðsmaður strákasveitarinnar JLS, mun hafa hughreyst hana. Nú skipa sveitina þær Jade Ewen, Heidi Range og Amelle Berrabah en þær eru við tökur á nýrri breiðskífu Sugababes í Los Angeles. Buchanan mun ef til vill hefja sólóferil. Sykurgella látin fjúka Morgunblaðið/Golli Keisha Á tónleikum Sugababes í Laugardalshöll árið 2004.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.