Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Vikan sem er að
líða hefur verið
annasöm fyrir unn-
endur lista; eitt
stykki tónlistar-
hátíð, eitt stykki
kvikmyndahátíð
(og svo byrjar önn-
ur á laugardaginn) og ráðstefna þar
að auki. Hinn knái gítarleikari
Franz Gunnarsson lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna í þessum efnum
og snarar þannig upp þrennum tón-
leikum á tónlistarhátíðinni Réttum
með ólíkum sveitum en hann spilar
með Ensími, In Memoriam og svo
Dr. Spock. Geri aðrir betur.
Franz Gunnarsson með
þrennu í Réttunum
TÓNLIST
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-+.
+/+-01
**0-,2
+3-320
+*-*2+
*4-/0,
*+/-3*
*-,3.+
*.0-2,
*4+-*/
5 675 +,# 89
6 +//.
*+,-04
+/,-/2
**0-1/
+3-0,1
+*-++3
*4-*/2
*+/-10
*-,0,*
*.2-+*
*4+-2*
+,3-1*,*
&:8
*+,-41
+/,-00
**2-/3
+3-2/.
+*-+42
*4-*0.
*+*-/.
*-,01/
*.2-1.
*4,-*+
Heitast 10 °C | Kaldast 4 °C
Vestlæg átt og skúr-
ir, dregur úr vindi og
styttir upp eftir há-
degi. Gengur í sunnan
5-10 með rigningu um landið s- og
vestanvert í kvöld. » 10
Nýtt myndband með
Rammstein fer langt
fyrir neðan belti
hvað almennan sóma
varðar en leynir um
leið á sér. »42
TÓNLIST»
Rammstein
reyna á
TÍSKA »
Vor- og sumartískan í
London. »45
Í Réttum í kvöld
verða t.a.m. Morð-
ingjarnir, Hjálmar,
Megas, Dr. Gunni,
Ólöf Arnalds og
Mugison. »41
TÓNLIST»
Morðingjar í
Réttunum
TÓNLIST»
Ný plata Hjálma, IV,
gagnrýnd. »45
KVIKMYNDIR»
RIFF sýnir Rocky Horr-
or. Brjáluð aðsókn. »40
Menning
VEÐUR»
1. Einstæð móðir fékk lottóvinning
2. Guðlaugur Jónsson látinn
3. Hættir eftir 17 ára starfsemi
4. Lýst eftir stúlku
Íslenska krónan veiktist um 0,5 %
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Hofsósingurinn
og rekstrarhag-
fræðingurinn Þor-
steinn Þor-
steinsson hefur
af fjármálaráð-
herra verið skip-
aður stjórn-
arformaður Bankasýslu ríkisins,
sem tekið hefur formlega til starfa.
Með honum í stjórninni eru Sonja
María Hreiðarsdóttir lögmaður, Sig-
urður B. Stefánsson hagfræðingur
og Guðrún Johnsen hagfræðingur.
Eitt fyrsta verk þeirra er að aug-
lýsa starf forstjóra en Bankasýslan
mun starfa í fimm ár að hámarki.
Þorsteinn í formannsstól
Bankasýslu ríkisins
BANKAR
Séra Magnús
Erlingsson, sókn-
arprestur á Ísa-
firði, er vinsæll
prestur og því urðu
mörg sóknarbörn
hans leið þegar
fréttist að hann
hefði sótt um starf sóknarprests í
Kársnessókn í Kópavogi. Á frétta-
vefnum bb.is kom hins vegar fram í
gær að séra Magnús hefði ekki feng-
ið starfið og að hann yrði því um
kyrrt á Ísafirði þar sem hann hefur
verið sóknarprestur í 18 ár. Fjórtán
umsækjendur eru um starf prests í
Kópavogi og verða upplýsingar um
hver fékk starfið birtar fljótlega.
Séra Magnús verður áfram
sóknarprestur á Ísafirði
KIRKJAN
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
KRISTÍN Sigurðardóttir var nýfarin að vinna í ál-
verinu á Reyðarfirði þegar hún lenti í bílslysi sl.
haust og líf hennar umturnaðist. Að lokinni spít-
alavist tók við nokkurra vikna dvöl á legudeild
Grensáss með strangri endurhæfingu sem m.a.
beindist að því að þjálfa Kristínu í að umgangast
fólk úr hjólastólnum sem hún var nú komin í.
Henni fannst til að mynda athyglin sem stólnum
fylgdi óþægileg í fyrstu.
Hún er nú steinhætt að kippa sér upp við at-
hyglina og lætur hjólastólinn ekki stöðva sig. „Ég
geri flest það sem ég vil,“ segir Kristín sem ekur
um á bíl og er í þann mund að hefja vinnu á nýjan
leik. Hún hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu
Ungmennafélags Íslands og hlakkar greinilega til.
Skíðaíþróttin skemmtileg
„Þetta er náttúrlega nýtt líf, en ég er líka búin
að gera helling sem ég hafði ekki gert áður,“ segir
Kristín. Þannig er hún dugleg að hitta vini sína og
hefur hún farið á hestbak og fjórhjól. Einnig fór
hún á skíði í fyrsta skipti eftir að hún lenti í slys-
inu. „Það var mjög gaman,“ segir Kristín sem
stefnir á skíðaferð til Colorado í Bandaríkjunum
nú í nóvembermánuði. „Skíðaíþróttin er ótrúlega
skemmtileg, en dýr þannig að nú er ég á fullu að
safna styrkjum.“
Og hún kann starfsfólkinu á Grensási góðar
þakkir. „Það lætur mann alveg vita að maður sé
ekkert öðruvísi og hjálpar manni mikið við að
komast aftur út í lífið,“ segir hún. | 6
„Geri flest sem ég vil“
Kristín lætur hjólastólinn ekki stöðva sig í að gera það sem hana langar til
Segir starfsfólk Grensásdeildar hafa hjálpað sér mikið að komast út í lífið
Í HNOTSKURN
»Söfnunarátakið Á rás fyrir Grensásmiðast að því að safna fé fyrir viðbygg-
ingu fyrir æfingaaðstöðu Grensásdeildar.
»Húsakynni deildarinnar hafa ekki auk-ist frá því Grensásdeild var sett á fót ár-
ið 1973.
»Opnaðir hafa verið sérstakir söfnun-arsímar, auk þess sem gefa má fé í
gegnum vefsíðuna www.grensas.is.Morgunblaðið/Golli
Tilhlökkun Kristín Sigurðardóttir er á leið í
skíðaferð til Colorado í Bandaríkjunum.
SÍÐDEGISÞÁTTUR Rásar 1,
Víðsjá, verður lengdur um klukku-
tíma frá mánudegi og hefst þá að
loknum fréttum kl. 16. Að sögn Sig-
rúnar Stefánsdóttur dagskrár-
stjóra verður ritstjórn þáttarins vel
skipuð auk þess sem öflugt lið
gagnrýnenda komi til liðs við þátt-
inn í bókmenntum, tónlist, leiklist
og myndlist. „Þegar tilefni gefast í
öðrum listgreinum getum við von-
andi brugðist við,“ segir Sigrún.
„Öflug menningarveisla“ er kjör-
orðið sem Sigrún hefur um hina
nýju Víðsjá. | 39
Víðsjá RÚV í vexti
„KRAKKARNIR þurfa að temja sér mikinn aga og vita
að árangur næst ekki öðruvísi. Ég heyri það frá for-
eldrum að námskeiðið hefur opnað þeim nýja sýn,“ seg-
ir Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, en í fyrsta skipti í sögu
hljómsveitarinnar stendur hún fyrir námskeiði í hljóm-
sveitarleik fyrir tónlistarnema. „Þetta eru tímamót í
sögu íslensks tónlistarlífs og í sögu hljómsveitarinnar,“
segir Arna.
Mikil áhersla er lögð á að nemendurnir takist á við
það að leika í hljómsveit á fagmannlegum grunni og
starfsreglurnar eru þær sömu og hjá Sinfóníuhljóm-
sveitinni. Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Há-
skólabíói á laugardag undir stjórn aðalstjórnanda Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, Rumons Gamba.
„Það er ekki nóg fyrir krakka í hljóðfæranámi að
hlusta á plötur og fara á tónleika. Þeir þurfa að fá að
upplifa tónlistina á eigin skinni í hljómsveitinni.“ | 39
Morgunblaðið/Ómar
EINBEITT Á ÆFINGU
KRISTINN Jak-
obsson knatt-
spyrnudómari
tekur þátt í til-
raun á vegum
Knattspyrnu-
sambands Evr-
ópu, UEFA, þeg-
ar hann verður
með fjóra aðstoð-
ardómara með
sér í stað
tveggja. Kristinn dæmir leik And-
erlecht frá Belgíu og hollenska liðs-
ins Ajax í Evrópudeild UEFA.
„Þetta er nýjung sem verið er að
reyna á vegum UEFA í öllum leikj-
um Evrópudeildarinnar. Með þessu
móti er verið að fjölga augum í víta-
teignum,“ sagði Kristinn í samtali
við Morgunblaðið í gær.
iben@mbl.is | Íþróttir
Viðbótaraugu á
leikvellinum
Kristinn
Jakobsson