Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009    STOFNUN um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík telur að nýboðaðar aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyris- hrunsins komi lítt að tilætluðum notum nema fyrstu þrjú til fjögur árin. Eftir það verði heildargreiðslubyrði lána meiri ef menn tengi lán við greiðslujöfnunarvísitölu í stað tengingar við vísitölu neyslu- verðs. Því sé með aðgerðunum verið að ýta greiðsluvanda heim- ilanna á undan sér. Launahækk- anir eins hóps muni hækka lán annarra hópa og launahækkanir framtíðarinnar verði í reynd eyrnamerktar bönkunum. Helsti gallinn við aðgerðirnar sé einkum fólginn í því að afborg- anir lána skuli tengdar við þróun launa og atvinnustigs. Þegar greiðslugetan aukist með hækk- andi launum og auknu vinnu- framboði hækki greiðslubyrðin. Hætta sé á að það leiði til þess að reynt verði að halda launum niðri. Vara við vísitölunni Launahækkun eins hækkar lán annars DAVÍÐ Odds- son, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi seðlabanka- stjóri, var nefndur oftast þegar spurt var um það í könn- un, sem MMR gerði fyrir Við- skiptablaðið hver ætti að leiða Ís- lendinga út úr efnahagskrepp- unni. Næstflestir nefndu Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og í þriðja sæti kom Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra. 24% sögðust treysta Davíð best, 23,2% Steingrími, 20,6% Jóhönnu, 11,5% Bjarna Benediktssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, og 4,6% Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni, formanni Framsókn- arflokksins. Af þeim sem tóku þátt fengust svör frá 630 manns sem jafngildir 65,1% svarhlutfalli. Flestir nefndu Davíð Oddsson Davíð Oddsson Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FRÁ og með gjalddaga í desember næstkomandi gangast öll verð- tryggð húsnæðislán undir sjálfkrafa greiðslujöfnun, nema lántakendur óski sérstaklega eftir að sleppa því. Greiðslujöfnunin er í samræmi við ný lög um aðgerðir í þágu ein- staklinga, heimila og fyrirtækja sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi. Hugsunin á bak við greiðslujöfn- unina er í stuttu máli sú að leiðrétta, tímabundið, greiðslubyrði lána og er gert ráð fyrir að frá og með desem- ber muni afborganir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 17%. Mismunurinn hverfur hinsvegar ekki heldur leggst inn á jöfn- unarreikning, nk. biðreikning, sem greiða þarf í lok lánstímans. Lengist að hámarki um 3 ár Afborganirnar eru lækkaðar með því að tengja þær við svokallaða greiðslujöfnunarvísitölu í stað þess að þær fylgi vísitölu neysluverðs, eins og þær hafa hingað til gert. Höfuðstóll lánsins verður eftir sem áður áfram tengdur neyslu- vísitölunni og lækkar ekki þótt af- borganir lækki tímabundið. Lánið sjálft stendur því óbreytt en afborg- anirnar lækka og þeim fjölgar, og lánstíminn lengist um allt að 3 ár. Vísitala launa og atvinnustigs Greiðsluvísitalan, sem afborganir allra verðtryggðra húsnæðislána verða héðan af tengdar við, er reikn- uð mánaðarlega og samsett af launa- vísitölu sem vegin er af atvinnustigi, sem þýðir að ef laun hækka og at- vinnuleysi minnkar þá hækkar greiðslubyrðin og öfugt. Þetta þýðir m.a. að þrátt fyrir að afborgun af verðtryggðu húsnæð- isláni lækki nú í desember ríkir áfram töluverð óvissa um þróun lánsins til lengri tíma. Ekki er útilokað að greiðslubyrði nái þegar frá líður aftur fyrri hæð- um og verði jafnvel enn þyngri en ella, enda hækka laun að jafnaði hraðar en verðlag til lengra tíma lit- ið. Lántakendur verða því að vega og meta hvort þeir þurfa raunveru- lega á greiðslujöfnun að halda og hvort hún sé þess virði, ef það leiðir á endanum til þyngri greiðslubyrði. Frestur til 20. nóvember Eins og áður segir er um almenn- ar aðgerðir að ræða og verður greiðslujöfnunin því sjálkrafa sett á öll verðtryggð fasteignalán. Vilji lán- takendur ekki greiðslujafna lánin sín þurfa þeir að tilkynna það til lánveit- anda síns í síðasta lagi 20. nóvember. Þeir sem eru með fasteignalán í erlendri mynt eða bílalán eiga einnig kost á greiðslujöfnun en um það þarf að sækja sérstaklega, öfugt við verð- tryggðu húsnæðislánin. Morgunblaðið/RAX Húsnæði Greiðslubyrði lána getur lést töluvert næstu misseri með hjálp greiðslujöfnunar en þegar fram í sækir gæti hún orðið þyngri en ella. Dýrara til lengri tíma  Allir þeir sem eru með verðtryggð húsnæðislán gangast undir greiðslujöfnun  Þótt afborganir lækki er ekki víst að greiðslujöfnun borgi sig fyrir alla Greiðslujöfnun lána Dæmi 1: 10.000.000 kr. verðtr. íbúðalán Tekið 1. júlí 2007, til 40 ára, 4,15% vextir. ? Mánaðargreiðslur: Upphafleg 1. okt. 2009 Fyrsta afb. eftir greiðslujöfnun 45.600 kr. 54.800 kr. 42.700 kr. Heildargreiðslur á lánstíma* *Mjög gróflega áætlað M.v. upp- haflegar forsendur M.v. forsendur 1. okt. 2009 Eftir greiðslu- jöfnun Of margar breytur og óvissuþættir40 m.kr. 200 m.kr. Dæmi 2: 10.000.000 kr. gengistr. íbúðalán Tekið 1. júlí 2007, til 30 ára, gengiskarfa. Afborgun: Var Er Verður 53.700 76.900 67.200 Dæmi 3: 10.000.000 kr. gengistr. íbúðalán Tekið 1. júlí 2007, til 30 ára, Yen + SFR. Afborgun: Var Er Verður 45.400 99.800 70.400 Dæmi 4: 2.000.000 kr. gengistr. bílalán Tekið 1. júlí 2007, til 7 ára, gengiskarfa. Afborgun: Var Er Verður 43.800 59.110 45.340 Dæmi 5: 2.000.000 gengistr. bílalán Tekið 1. júlí 2007, til 7 ára, Yen + SFR. Afborgun: Var Er Verður 32.100 75.000 49.700 Áætlað er að afborgun af verð- tryggðu húsnæðisláni lækki um 17% í desember eftir greiðslu- jöfnun. Með tímanum leiðir hún hinsvegar einnig til aukins kostn- aðar í formi vaxta og verðbóta. „ÉG VIL ekki trúa að svona sé stað- ið að hlutunum þegar verið er að gera jafnstóra rannsókn og þessi rannsókn er,“ sagði kona sem ásamt eiginmanni sínum var handtekin í tengslum við rannsókn stóra man- salsmálsins. Hún er ósátt við aðgerð- ir lögreglu, segir barn sitt hafa verið yfirheyrt á vettvangi og börnin tvo horft upp á handtökurnar. Viðtal við konuna var birt í sjónvarpsfréttum mbl.is á Skjá einum í gærkvöldi. Umfjöllun um málið heldur áfram í kvöld. Handtakan og húsleit á heimili hjónanna fór fram 20. október sl., að undangengnum húsleitarúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglustjóranum á Suðurnesjum er þess sérstaklega gætt þegar börn eiga í hlut á vettvangi og var það einnig í þessu tilviki. „Í þessu tilviki fóru fimm óein- kennisklæddir lögreglumenn að húsinu og þar utandyra hittu þeir eiginkonu grunaða ásamt tveimur börnum hennar. Lögreglan kynnti konunni fyrirhugaðar aðgerðir. Konan fékk að hringja í móður sína og síðan í vinkonu sína sem hún bað um að sækja börnin. Eldra barnið, telpa, fór á brott með vinkonu sinni og var það með vitund og vilja móð- urinnar,“ segir í yfirlýsingu lögregl- unnar á Suðurnesjum vegna máls- ins. Einnig segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upp þær upplýsingar sem óskað var eft- ir. Því hafi verið ákveðið að hand- taka hana og færa til yfirheyrslu. Það hafi verið gert án valdbeitingar. Konan segist ekki skilja hvers vegna hún eða maður hennar eru dregin inn í málið. „Við munum að sjálfsögðu höfða skaðabótamál.“ Ósátt við aðgerðir lögreglu Mikill munur er á atvikalýsingum konu sem handtekin var í tengslum við stóra mansalsmálið og lögreglu á vettvangi Skyggð Konan kom hvorki fram undir nafni í viðtalinu né mynd. Ég er reið og ringluð mbl.is | SJÓNVARP „Það er jákvætt að búið sé að við- urkenna að það þurfi að grípa til al- mennra aðgerða, það er stefnu- breyting. Hins vegar lítum við svo á að þessi aðferðafræði, þ.e.a.s. að fara þessa greiðslujöfnunarleið, sé ófullnægjandi,“ segir Þórður B. Sig- urðsson, formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna. „Með þessu er ekki verið að leið- rétta höfuðstól lánanna, en það er að okkar mati ófrávíkjanleg krafa.“ Hagsmunasamtökin telja var- hugavert að tengja afborganir greiðslujöfnunarvísitölu, þar með sé aðeins komið annað verðbreyt- ingarákvæði sem skapi frekari óvissu fyrir lántakendur. „Vanda- málið er að það skuli yfirhöfuð vera verðbreytingarákvæði, því það er vegna verðbreytingarákvæða eins og gengistryggingar og verðtrygg- ingar sem þetta fór allt í rugl,“ seg- ir Þórður. Núna er verið að grípa inn í og laga ruglið með nýrri vísitölu, þann- ig að í stað ruglvísitölu ertu kominn með bullvísitölu.“ Hagsmuna- samtökin efna til borgarafundar í Iðnó næstkomandi mánudag. Höfuðstóllinn óbreyttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.