Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 8
Áhorf á sjónvarpsfréttir 19.-23. október 25 20 15 10 5 0 % Aldursh. 12-49 ára. Heimild: Rafræn sjónvarpsmæling Capacent Gallup 19.-25. okt. 2009 Fréttir Stöðvar 2 19. 20. 21. 22. 23. Meðalt. 19. 20. 21. 22. 23. Meðalt. 19. 20. 21. 22. 23. Meðalt. mán. fös. FRÉTTIR Endurs. Frums. Fréttir Mbl og Skjásins 11 ,6 % 13 ,3 % 11 ,9 % 18,0% 7,7 % 12 ,5 % 1 6, 8% 14 ,3 % 16 ,1 % 15 ,2 % 11 ,1 % 1 4 ,7 % 1 8, 6% 17 ,7 % 20 ,0 % 20 ,5 % 22,4% 23,7% Fréttir Sjónvarpsins kl. 19 „TÖLURNAR eru framar vonum,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, um áhorfsmælingu Capacent Gallup á sjónvarpsfréttum mbl.is á Skjá einum fyrstu dagana sem þær voru í loftinu. Eins og sést á með- fylgjandi grafi mældist með- altalsáhorf á sjónvarpsfréttir mbl.is í frum- og endursýningu 12,5% í aldurshópnum 12-49 ára vikuna 19.-25. október. „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að kenna fólki nýjan frétta- tíma, þ.e. 18.50, og þess vegna lögðum við mikla áherslu á að vera með endursýninguna til þess að fólk kynntist því sem við værum að gera. Þegar við skoðum saman- lagðar tölur fyrir frum- og endur- sýningu slagar áhorfið á fréttatíma okkar hátt upp í áhorfið á frétta- tíma RÚV í hópi þeirra sem eru 12-49 ára. Það er frábær árangur á ekki lengri tíma,“ segir Sigríður Margrét og tekur fram að einnig sé ánægjulegt að sjónvarpsfrétt- irnar komi út í hagnaði. „Ég er sannfærð um að það hefur enginn sjónvarpsfréttatími farið í loftið og náð þeim árangri á fyrstu tveimur vikunum,“ segir Sigríður Margrét. „Þessar áhorfstölur sýna að fólk vill snarpar fréttir í bland við mannleg innslög, en okkar frétta- tími gengur einmitt út á það að blanda saman alvörufréttum og skemmtilegum fréttum,“ segir Hlynur Sigurðsson, fréttastjóri sjónvarpsfrétta mbl.is. Tekur hann fram að markmiðið sé að draga fram jákvæðar fréttir í samfélag- inu í stað þess að velta sér upp úr þeim neikvæðu, þótt alltaf sé sagt frá því sem skiptir máli í þjóð- félaginu hverju sinni. Spurður út í þá staðreynd að fleiri horfi á endurtekna útsend- ingu fréttatímans segir Hlynur viðbúið að það taki lengri tíma en tvær vikur að brjóta upp það mynstur sem verið hafi á tíma- setningu fréttatíma hinna sjón- varpsstöðvanna tveggja um langt árabil. „Hins vegar má vera ljóst að fólk er í auknum mæli farið að velja hvenær það horfir á frétt- irnar, þ.e. í frum- eða endursýn- ingu sem og á netinu, en allir fréttatímarnir eru aðgengilegir á mbl.is.“ Könnunin sem um ræðir er raf- ræn áhorfsmæling Capacent Gall- up fyrir vikuna 19.-25. október. silja@mbl.is Segja viðtökur framar vonum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fréttir Hlynur og Inga Lind Karlsd. „Fólk vill alvöru- fréttir í bland við skemmtilegar“ 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ENN erum við töluvert frá því að þurfa að virkja Landspítalann að fullu og færa starfsem- ina upp á hæsta viðbúnaðarstig. Álagið vegna flensunnar er enn viðráðanlegt,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Landspítali var í gær færður á virkjunarstig og gulan lit, sem er næstefsta stig viðbragðs- áætlunar. Gripið var til þessa vegna álags á gjör- gæsludeildum vegna svínaflensu. Stjórnun að- gerða er í höndum æðstu stjórnenda sjúkrahússins og telja þeir ekki ástæðu til að rýma eða breyta deildum vegna faraldursins. Átta á gjörgæslu Allar deildir taka inflúensusjúklinga og starfs- menn verða færðir milli deilda ef aðstæður krefj- ast. Valkvæð starfsemi verður takmörkuð eftir því sem við á. Nóg er til af hjúkrunarvörum og lyfjum og bætt hefur verið við tækjabúnað. Á hádegi í gær voru 35 svínaflensusjúklingar á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu. Síðustu daga hefur faraldurinn heldur verið í rénun á höfuðborgarsvæðinu en í vexti út um land. Þann- ig koma nokkrir af þeim flensusjúklingum sem nú eru á Landspítalanum utan af landi, svo sem frá Norðfirði og Vestmannaeyjum, þar sem eru sjúkrahús en ekki gjörgæsla. Spítalinn er gulur í flensunni  Landspítali kominn á næsthæsta viðbúnaðarstig  Mikið álag vegna svínaflensu  Valkvæð starfsemi takmörkuð  Ástandið viðráðanlegt  35 sjúklingar inniliggjandi vegna flensunnar Í HNOTSKURN » Sjúklingar á gjörgæslu-deildum eru 2-79 ára. Alls hafa 6.609 greinst með inflú- ensueinkenni. » Frá 23. september hafaum 100 manns verið lagð- ir inn á sjúkrahús vegna inflúensu, 75% hafa und- irliggjandi sjúkdóma. » Flensan er að breiðast útá landsbyggðinni en er í rénun á höfuðborgarsvæði. » Fólk á öllum aldri grein-ist í öllum sóttvarnaum- dæmum landsins. Flestir eru fimmtán til nítján ára. Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali Viðbúnaður er mikill enda er svínaflensan farin að hafa mikil áhrif á starfsemina. GRÆNUM dögum í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti lauk í gær en á þeim var boðið upp á ýmis- legt skemmtilegt og fróðlegt í hádegishléum í mötuneyti nemendanna. T.d. var nytjamarkaður í matsalnum til styrktar Unifem, stomp-námskeið þar sem nemendur og kennarar spiluðu saman á óhefðbundin hljóð- færi, tónlistaratriði núverandi og fyrrverandi nemenda skólans auk þess sem græn fyrirtæki og stofnanir stóðu fyrir kynningum og fræðslu um umhverfismál. Þá var öllum boðið að búa til hljóðfæri úr því sem annars ætti að henda. Morgunblaðið/Heiddi FRAMHALDSSKÓLANEMAR GERÐUST GRÆNIR KARLMAÐUR liggur mikið slasaður á gjör- gæsludeild Landspítala í Fossvogi eftir umferðarslys á Kísilvegi á norð- anverðum Hóla- sandi í gær- morgun. Maðurinn var farþegi í jeppabifreið og voru öku- maður hennar og annar farþegi einnig fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús. Þeir slösuðust minna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík voru tildrög slyssins þau að jeppanum var ekið upp bratta brekku. Þegar upp á brekkubrúnina kom varð vegurinn skyndilega flugháll. Ökumaður missti stjórn á bílnum í þessari miklu og óvæntu hálku og valt hann út fyrir veginn. Jeppinn er ónýtur. Ökumaður jeppans tilkynnti um slysið á tólfta tímanum. Beita þurfti klippum til að ná mest slasaða manninum úr flakinu. Mikið slas- aður eftir bílveltu Slysið rakið til mik- illar hálku á Kísilvegi Landspítali við Hringbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.