Morgunblaðið - 30.10.2009, Page 48

Morgunblaðið - 30.10.2009, Page 48
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,76 205,37 115,65 24,71 21,878 17,783 121,73 1,3738 198,02 183,96 Gengisskráning 29. október 2009 125,06 205,87 115,99 24,782 21,942 17,835 122,07 1,3778 198,61 184,47 237,2415 MiðKaup Sala 125,36 206,37 116,33 24,854 22,006 17,887 122,41 1,3818 199,2 184,98 Heitast 13°C | Kaldast 6°C Vaxandi austanátt, 8-15 m/s, eftir hádegi og víða rigning. Hiti 6 til 13 stig. » 10 Sindri á sér þann draum að verða gull- fiskur og á leið sinni um hafdjúpin hittir hann skrýtin og skrautleg dýr. »39 LEIKLIST» Sindri silfurfiskur ÍSLENSKUR AÐALL» Getur ekki lýst sér í fimm orðum. »42 Sveitabrúðkaup fékk tvenn verðlaun í Ríga. Valið besta myndin, bæði af dómnefnd og áhorfendum. »40 KVIKMYNDIR» Sigursælt brúðkaup MYNDLIST» Dauðarokksgjörningur á Sequences. »43 KVIKMYNDIR» Heimildarmynd um Polanski og njósnari. »45 Menning VEÐUR» 1. „Amma þetta er allt mér að kenna“ 2. Ástarleikurinn varð of heitur 3. 112 ára maður giftist 17 ára stúlku 4. Ótrúlegt klúður í Króatíu …  Íslenska krónan veiktist um 0,17% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Fullyrða má að samband grann- þjóðanna Íslands og Færeyja hafi aldrei verið nánara og betra en einmitt nú. Á því hafa þeir fóstbræður Friðrik Ómar og Jógvan Hansen hnykkt með plötu sinni Vinalög sem er nú mest selda plata landsins og útgáfa þeirra af Rómeó og Júlíu að verða eitt mest spilaða lag landsins. Þeir félagar ætla svo að taka lagið og árita í Skífunni í Kringlunni á morg- un kl. 14. Það verður ábyggilega „fínur tónleikur“! TÓNLIST Friðrik og Jógvan hitta Íslendinga í hjartastað  Sú hugmynd að flytja málefni Haf- rannsóknastofn- unar og Veiði- málastofnunar frá sjávarútvegsráðu- neytinu til um- hverfisráðuneyt- isins fær ekki háa einkunn hjá Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra. Hann sagði á að- alfundi LÍÚ í gær að hugmyndin væri fráleit og að hann hefði með öllu hafnað hugmyndunum. Jón hafði sitt í gegn því að í lögum um breytingar á verkaskiptingu stjórn- arráðsins var ekki gert ráð fyrir breytingum á stöðu Hafró. STJÓRNMÁL Jón vildi ekki sleppa Hafró  Veigar Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, bíður bara eftir jólum og nýju ári og vonast til þess að eitthvert félag kaupi sig í janúar. Hann fær engin tækifæri til að spreyta sig með Nancy í Frakk- landi. „Ég er farinn að lifa með þessu og er hættur að svekkja mig lengur hvað stöðu mína hjá Nancy varðar. Það eina sem ég get gert í stöðunni er að standa mig vel á æf- ingum og halda mér í góðu formi,“ sagði Veigar Páll. FÓTBOLTI Veigar Páll bíður rólegur eftir jólum og nýju ári „ÞETTA er raunsæisleikrit og mjög vel skrifað verk,“ segir Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri verks- ins Fjölskyldan – ágúst í Osage- sýslu, sem verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu í kvöld. Hilmir Snær segist reyna að vera sem trúastur höfundinum, Tracy Letts, þótt hann taki sér að- eins skáldaleyfi inn á milli. „Þetta er svona leikaraleikrit, eins og það er oft kallað, svo megináherslan er á leikarana á sviðinu,“ segir Hilmir Snær. Athygli hefur vakið að tvö hlé eru á sýningu verksins. „Verkið er vissulega langt en það er það vel skrifað að það heldur vel. Þeir áhorfendur sem hafa séð það vildu flestir meira, það hefur enginn orð- ið þreyttur,“ segir Hilmir Snær. | 40 Hlátur og grátur og allt þar á milli Hilmir Snær Guðnason MIKIL eftirvænting breyttist í ósvikna gleði á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þegar stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson steig á svið í miðjum afmælisfögnuði og hreif íbúa heimilis- ins með söng sínum. Tilefnið var 87 ára afmæli Grundar. Ásamt Kristjáni komu fram söngvararnir Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson auk Marcos Beluzzis sem lék á píanó. Gríðarleg gleði á Grund Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson söng á afmælishátíð Grundar Morgunblaðið/Kristinn BIRGIR Leifur Hafþórsson verður ekki á meðal keppenda á 2. stigi úr- tökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi vegna meiðsla. Úrtökumótið fer fram í lok nóvember. Birgir er með byrjunareinkenni brjóskloss í baki sem hafa verið að angra hann í marga mánuði. Og sú ráðgjöf við endurhæfingu sem hann fékk hjá læknum árið 2008 reyndist ekki rétt. „Ég var einfaldlega að gera ranga hluti á æfingum meðan ég var að jafna mig á meiðslunum sem ég varð fyrir árið 2008. Ég reif alltaf upp „sárið“ í mjóbakinu með því að spila golf, og margar af þeim líkamlegu æf- ingum sem ég lagði áherslu á hjálp- uðu ekki til – þvert á móti. Undir það síðasta var ég með mikla verki í bak- inu sem leiddu niður í fótinn. Þetta skýrir að miklu leyti hvernig mér gekk á mótunum á þessu ári. Skín- andi hringir af og til á fyrstu tveimur dögunum. En síðan stífnaði ég bara upp og allt varð miklu erfiðara. Út- haldið var ekkert og ég sló furðuleg golfhögg sem ég botnaði varla í.“ Birgir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð þeim áfanga að vera með fullan keppnisrétt í Evrópu- mótaröðinni. seth@mbl.is | Íþróttir „Furðuleg golfhögg“ Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fékk ranga sjúkdómsgreiningu og glímir við brjósklos á byrjunarstigi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mótvindur Birgir Leifur Hafþórsson spilar ekki golf næstu mánuðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.