Saga - 1972, Page 146
144 BJÖRN TEITSSON OG MAGN0S STEFÁNSSON
á landnámsöld, enda áleit hann, að lega landsins og lofts-
lag, svo og atvinnuhættir þjóðarinnar, hefðu yfirleitt verið
með þeim hætti, að hungursneyð hefði auðveldlega getað
átt sér stað.21
Flestir hafa verið á öðru máli. Magnús Már Lárusson
hefur bent á, að Þorgils saga og Hafliða talar um, að ár-
ferði snemma á 12. öld hafi verið svo gott, að aldrei voru
ófrævir akrarnir, og elztu máldagar ræða um arðuruxa.
Hins vegar nefnir Magnús svo hallærin um 1200, sem
getið er um í ýmsum heimildum, að upp úr 1200 flykktist
förufólk um Guðmund biskup Arason, og að 1274 voru
samkvæmt frásögn annáls drepnir 22 hvítabirnir, en 27
næsta ár, enda kringdi hafís þá nær allt Island.22 1 heild
virðist þetta og fleira benda til kólnandi veðurfars um
1200. Magnús Már hefur einnig haldið því fram, að sauð-
fjárrækt hafi aukizt, þegar loftslag kólnaði og nautgripa-
rækt torveldaðist af þeim sökum. Færra fólk þurfti við
sauðfjárræktina, og það hefur komið sér vel í fólksfæð 15.
aldar. Telur Magnús Már, að um 1500 hafi sauðfjárrækt
loks orðið yfirgnæfandi yfir nautgriparækt.23
Margt er þó enn á huldu um þessa þróun, og vandamálið
hefur ekki verið rannsakað til hlítar. Vitað er, að nautgrip-
um á Islandi fækkaði mjög á 18. öld. Árið 1703 voru naut-
gripir á landinu alls 35.860, þar af kýr 24.467, og vitað er,
að fram yfir 1700 voru geldneyti að mestu leyti látin
ganga úti allt árið, eins og á fyrri öldum.24 Það var ekki
fyrr en á 20. öld, sem nautgripir urðu á ný jafn margir og
1703, og raunar var tala þeirra aðeins 22.706 árið 1903.2®
Fjöldi nautgripa fyrir 1703 er að sjálfsögðu óviss, og það
er varla unnt að fullyrða, að hann hafi verið miklu meiri
21 Ólafur Lárusson í Nordisk kultur I. Befolkning i Oldtiden. Oslo
1936, bls. 133.
22 Magnús Már Lárusson í Hafísnum, bls. 308—10.
23 Sami: Fáreavl, Island. KLNM V, d. 53—4.
24 Páll E. Ölason í Sögu Islendinga VI. Rvík 1943, bls. 296.
25 Magnús Jónsson: Saga Islendinga IX, 1. Rvik 1957, bls. 261.