Saga - 1972, Side 176
174 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
Ólafur J.árusson benti með fullum rétti á, að heimildir
frá 13.—14. öld tala lítið um byggð í stöðum, sem síðar
hafa legið auðir. Sérstaklega tilfærði hann, að um 560 bæir
eru nefndir í Sturlungu, og aðeins fjórtán þeirra hafa nær
örugglega ekki verið byggðir á síðustu öldum; og máldagi
Oddakirkju í Rangárvallasýslu nefnir 88 jarðir, sem guldu
gjöld til Odda um 1270, þar af hafa 82 verið í byggð eftir
1700, en hinar eyddust á mismunandi tímum.94 Hér skal
bent á, að óvíst er, að jarðir nefndar í Sturlungu sýni rétta
mynd af byggðinni, því að meirihluti þeirra liggur líklega
miðsveitis og hefur yfirleitt verið byggilegur og í byggð.
Annars er þessi niðurstaða Ólafs athyglisverð og virðist
ákveðið styðja niðurstöður Þormóðs Sveinssonar o. fl.
(sjá bls. 138—40) um að yfirleitt hafi sömu jarðir verið
í byggð um 1700 og um 1300.
Nú síðast fær þessi skoðun hinn mesta stuðning af ýtar-
legum samanburði, sem Sveinn Víkingur hefur gert á bæja-
fjölda í elztu máldögum og Jarðatali J. Johnsens (Khöfn
1847). Einkum eru norðlenzkir máldagar vel varðveittir,
eða frá 14.—15. öld úr 82 af 94 kirkjusóknum, þar af úr
79 sóknum frá 14. öld, og langflestir þeirra máldaga eru
frá dögum Auðunar rauða Þorbergssonar, ca. 1318. Sveinn
gerir ráð fyrir, að lögbýlum á Norðurlandi hafi frá síð-
miðöldum til 1847 fjölgað úr 1452 í 1461. Tölur hans fyrir
allt landið eru ekki alveg eins áreiðanlegar, en þær gera
ráð fyrir fækkun lögbýla úr 4247 í 4193 á þessu langa
tímabili. 1 tölunni 4247 munu þó felast nokkrar eyðijarð-
ir. Niðurstaða Sveins er í stuttu máli sú, að laust eftir
1300 hafi byggð verið á svo til öllum lögjörðum í land-
inu.95
Á síðmiðöldum komu skæðar drepsóttir til Islands eins
og annarra Evrópulanda, þó að á öðrum tímum væri og
líklega ekki eins oft. Ekkert bendir til annars en íslenzku
94 Ól. Lárusson 1944, bls. 20—21.
95 Sveinn Víkingur 1970, bls. 204—20.