Saga


Saga - 1972, Blaðsíða 176

Saga - 1972, Blaðsíða 176
174 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON Ólafur J.árusson benti með fullum rétti á, að heimildir frá 13.—14. öld tala lítið um byggð í stöðum, sem síðar hafa legið auðir. Sérstaklega tilfærði hann, að um 560 bæir eru nefndir í Sturlungu, og aðeins fjórtán þeirra hafa nær örugglega ekki verið byggðir á síðustu öldum; og máldagi Oddakirkju í Rangárvallasýslu nefnir 88 jarðir, sem guldu gjöld til Odda um 1270, þar af hafa 82 verið í byggð eftir 1700, en hinar eyddust á mismunandi tímum.94 Hér skal bent á, að óvíst er, að jarðir nefndar í Sturlungu sýni rétta mynd af byggðinni, því að meirihluti þeirra liggur líklega miðsveitis og hefur yfirleitt verið byggilegur og í byggð. Annars er þessi niðurstaða Ólafs athyglisverð og virðist ákveðið styðja niðurstöður Þormóðs Sveinssonar o. fl. (sjá bls. 138—40) um að yfirleitt hafi sömu jarðir verið í byggð um 1700 og um 1300. Nú síðast fær þessi skoðun hinn mesta stuðning af ýtar- legum samanburði, sem Sveinn Víkingur hefur gert á bæja- fjölda í elztu máldögum og Jarðatali J. Johnsens (Khöfn 1847). Einkum eru norðlenzkir máldagar vel varðveittir, eða frá 14.—15. öld úr 82 af 94 kirkjusóknum, þar af úr 79 sóknum frá 14. öld, og langflestir þeirra máldaga eru frá dögum Auðunar rauða Þorbergssonar, ca. 1318. Sveinn gerir ráð fyrir, að lögbýlum á Norðurlandi hafi frá síð- miðöldum til 1847 fjölgað úr 1452 í 1461. Tölur hans fyrir allt landið eru ekki alveg eins áreiðanlegar, en þær gera ráð fyrir fækkun lögbýla úr 4247 í 4193 á þessu langa tímabili. 1 tölunni 4247 munu þó felast nokkrar eyðijarð- ir. Niðurstaða Sveins er í stuttu máli sú, að laust eftir 1300 hafi byggð verið á svo til öllum lögjörðum í land- inu.95 Á síðmiðöldum komu skæðar drepsóttir til Islands eins og annarra Evrópulanda, þó að á öðrum tímum væri og líklega ekki eins oft. Ekkert bendir til annars en íslenzku 94 Ól. Lárusson 1944, bls. 20—21. 95 Sveinn Víkingur 1970, bls. 204—20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.