Saga


Saga - 1972, Side 200

Saga - 1972, Side 200
198 RITFREGNIR svo sterk, að heiCnir menn hafi í hlýðni beygt sig fyrir goðsvarinu, jafnvel þótt það gengi gegn skoðunum og vilja þeirra sjálfra. Þá finnst mér vanta hjá honum skilgreiningu á því, að trú land- námsmanna virðist hafa verið tviþætt eða tvenns konar: Annars veg- ar ásatrú, sem beið lægri hlut vð kristnitökuna, og hins vegar eins konar landvættatrú, sem segja má um með miklum sanni, að lifi enn næsta góðu lífi. Þá væri einnig full ástæða til þess að spyrja, i hverju trú þessara manna hafi verið fólgin. Mér sýnist litill vafi leika á þvi, að þar hafi ekki verið um að ræða fastmótað kenningakerfi eða sannfæringu um réttmæti ákveðinna trúarskoðana, heldur miklu fremur einhvers kon- ar „kultus" eða framkvæmd ákveðinna trúarathafna. Og reyndar er sennilegt, að sú mynd, sem kristin trú þá birtist i, hafi lagt meiri áherzlu á svipaða hluti, a. m. k. verður að gjöra ráð fyrir þvi, að trú- fræðileg þekking á eðli og kenningum kristindómsins hafi verið af næsta skornum skammti hjá öllum þorra manna á alþingi. Einnig finnst mér vanta algjörlega í þennan kafla allt mat á þætti papanna á gang mála og áhrif þeirra á Islandi yfirleitt. Hver voru þau áhrif? Fóru þeir allir burt við norrænt landnám? Þetta mætti ætla eftir þeim heimildum, sem nú eru kunnar. En alltof oft virðist gleymast, að við höfum aðeins í höndum sögu höfðingjanna, sögu þeirr- ar yfirstéttar, sem fluttist til landsins við hið norræna landnám, þar sem hinna írsku frumbyggja virðist gæta næsta lítið. Þar er ekkert sagt um háttu þeirra. Aðeins er greint frá því, að þeir fóru burt, af því að þeir vildu ekki vera hér við heiðna menn. Hvert fóru þeir? Flestir virðast telja, að þeir hafi farið af landi brott, en hvar áttu þeir grið- land um þessar mundir? Ekki í Færeyjum, ekki á skozku eyjunum, ekki á Skotlandi sjálfu og ekki á írlandi. Á öllum þessum stöðum höfðu norrænir vikingar náð völdum. Það hefði því verið að fara úr öskunni i eldinn að flýja Island til þess eins að lenda í klóm hinna sömu vík- inga annars staðar. Enda er ekki sagt, að þeir hafi farið af landi brott, aðeins að þeir hafi farið á braut. Eg hef nýlega í blaðagrein séð þeirri tilgátu varpað fram, að þeir hafi flutt sig um set í landinu á þá staði, sem norrænir menn tóku sér seinast bólfestu i. Ég treysti mér ekki til þess að meta þessa tilgátu hér, en hún er a. m. k. athygli verð. Og það er augljóst, að engin leið er að gjöra nokkur viðunandi skil atburðum þeim, er leiddu til kristnitöku, nema fyrst séu gjörð rækileg skil sögu papanna hérlendis og örlögum þeirra. Mér kemur til hugar hin fáránlega deila manna um það, hver hafi fyrstur manna fundið Ameríku. Fyrstir manna til þess að nema Amer- íku hafa vafalaust verið mongólar vestan úr Asíu nokkrum öldum fyr- ir Krists burð. Við erum aðeins að deila um hver hafi fyrstur hvítra manna numið Ameríku, eins og það skipti öllu máli. Getur ekki verið, að svipaðrar afstöðu hafi gætt í hinni fornu sagnaritun forfeðranna? Þess vegna hafi ekki gætt neinna áhrifa frá alþýðu manna, sem fylgt hafi pöpum og verið kristin, en undirokuð við hið norræna landnám? Hvað væri eðlilegra en áhrifa gætti frá þessu fólki á 10. öldinni, því að það má ekki gleymast, að uppeldi barna var að verulegu leyti hlut-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.