Saga - 1972, Síða 200
198
RITFREGNIR
svo sterk, að heiCnir menn hafi í hlýðni beygt sig fyrir goðsvarinu,
jafnvel þótt það gengi gegn skoðunum og vilja þeirra sjálfra.
Þá finnst mér vanta hjá honum skilgreiningu á því, að trú land-
námsmanna virðist hafa verið tviþætt eða tvenns konar: Annars veg-
ar ásatrú, sem beið lægri hlut vð kristnitökuna, og hins vegar eins
konar landvættatrú, sem segja má um með miklum sanni, að lifi enn
næsta góðu lífi.
Þá væri einnig full ástæða til þess að spyrja, i hverju trú þessara
manna hafi verið fólgin. Mér sýnist litill vafi leika á þvi, að þar hafi
ekki verið um að ræða fastmótað kenningakerfi eða sannfæringu um
réttmæti ákveðinna trúarskoðana, heldur miklu fremur einhvers kon-
ar „kultus" eða framkvæmd ákveðinna trúarathafna. Og reyndar er
sennilegt, að sú mynd, sem kristin trú þá birtist i, hafi lagt meiri
áherzlu á svipaða hluti, a. m. k. verður að gjöra ráð fyrir þvi, að trú-
fræðileg þekking á eðli og kenningum kristindómsins hafi verið af
næsta skornum skammti hjá öllum þorra manna á alþingi.
Einnig finnst mér vanta algjörlega í þennan kafla allt mat á þætti
papanna á gang mála og áhrif þeirra á Islandi yfirleitt. Hver voru
þau áhrif? Fóru þeir allir burt við norrænt landnám? Þetta mætti
ætla eftir þeim heimildum, sem nú eru kunnar. En alltof oft virðist
gleymast, að við höfum aðeins í höndum sögu höfðingjanna, sögu þeirr-
ar yfirstéttar, sem fluttist til landsins við hið norræna landnám, þar
sem hinna írsku frumbyggja virðist gæta næsta lítið. Þar er ekkert sagt
um háttu þeirra. Aðeins er greint frá því, að þeir fóru burt, af því að
þeir vildu ekki vera hér við heiðna menn. Hvert fóru þeir? Flestir
virðast telja, að þeir hafi farið af landi brott, en hvar áttu þeir grið-
land um þessar mundir? Ekki í Færeyjum, ekki á skozku eyjunum,
ekki á Skotlandi sjálfu og ekki á írlandi. Á öllum þessum stöðum höfðu
norrænir vikingar náð völdum. Það hefði því verið að fara úr öskunni
i eldinn að flýja Island til þess eins að lenda í klóm hinna sömu vík-
inga annars staðar. Enda er ekki sagt, að þeir hafi farið af landi
brott, aðeins að þeir hafi farið á braut. Eg hef nýlega í blaðagrein séð
þeirri tilgátu varpað fram, að þeir hafi flutt sig um set í landinu á þá
staði, sem norrænir menn tóku sér seinast bólfestu i. Ég treysti mér
ekki til þess að meta þessa tilgátu hér, en hún er a. m. k. athygli verð.
Og það er augljóst, að engin leið er að gjöra nokkur viðunandi skil
atburðum þeim, er leiddu til kristnitöku, nema fyrst séu gjörð rækileg
skil sögu papanna hérlendis og örlögum þeirra.
Mér kemur til hugar hin fáránlega deila manna um það, hver hafi
fyrstur manna fundið Ameríku. Fyrstir manna til þess að nema Amer-
íku hafa vafalaust verið mongólar vestan úr Asíu nokkrum öldum fyr-
ir Krists burð. Við erum aðeins að deila um hver hafi fyrstur hvítra
manna numið Ameríku, eins og það skipti öllu máli. Getur ekki verið,
að svipaðrar afstöðu hafi gætt í hinni fornu sagnaritun forfeðranna?
Þess vegna hafi ekki gætt neinna áhrifa frá alþýðu manna, sem fylgt
hafi pöpum og verið kristin, en undirokuð við hið norræna landnám?
Hvað væri eðlilegra en áhrifa gætti frá þessu fólki á 10. öldinni, því að
það má ekki gleymast, að uppeldi barna var að verulegu leyti hlut-