Saga - 1972, Síða 203
RITFREGNIR
201
Mér finnst erfitt að hugsa mér, að Hallur hafi samþykkt óútfylltan
vixil Þorgeiri til handa um trúna. Hann hlaut að vita eitthvað fyrir-
fram um niðurstöðuna.
VI.
Þá væri forvitnilegt að reyna að gjöra sér grein fyrir, hver hafi ver-
ið afstaða Þorgeirs í trúmálum. Hann er i hópi eldri goða og eflaust
í hópi hinna gætnu höfðingja, sem mikið vildu til vinna, að friður héld-
ist í landi. Og einmitt úr þessum hópi hinna eldri og gætnari höfðingja
gengu margir til liðs við flokk kristinna manna, þegar til úrslita dró.
Hvorttveggja gat þar valdið, að þeir hafi verið orðnir efablandnir í
trúnni og hefur þá ásatrúin staðið höllum fæti á þessum tíma, sbr.
skoðun flestra fræðimanna, þvert gegn skoðun höfundar, eða þá hitt,
að þeim hefur orðið Ijóst, að engin önnur leið var fær, ef friður og
eining átti að haldast í landi, — nema hvorttveggja hafi komið til.
VII.
Ákvörðun alþingis um kristnitökuna hefur einatt valdið miklum
heilabrotum. Hingað til hafa flestir fræðimenn talið, að um einhvers
konar samninga hafi hér verið að ræða milli flokkanna og þar hafi
hinir gætnari menn úr báðum hópum ráðið ferðinni.
Höfundur gjörir allýtarlega grein fyrir þessum skoðunum, en hafnar
Þeim jafnframt, enda er hann hér kominn að þvi atriði, sem nýstár-
legast má teljast í bók hans. Hann telur, að heiðnir menn hafi haft
öll ráð á alþingi í hendi sér. Þeir hafi síðan efnt til mannblóta og
loks falið Þorgeiri sem oddvita sínum að leggjast undir feldinn til
tess að leita svars guðanna um það, hverja afstöðu þeir skyldu taka
til trúarinnar á þinginu. Þetta hafi Þorgeir gjört og þá fengið það
svar, sem hann síðan bar fram á lögbergi. Þess vegna hafi heiðnir
hienn beygt sig fyrir úrskurði hans og séð í honum úrskurð þeirra
máttarvalda, sem þeir höfðu trúað á. Höfundur gjörir skemmtilega
grein fyrir þessum skoðunum sínum og færir ýmis rök fram þeim til
stuðnings.
En hér finnst mér hann ganga lengra en rök ná til. Mér virðist að
fyrri fræðimenn hafi fært gild rök fyrir þeim skoðunum, að hér hafi
verið um einhvers konar samning að ræða fyrirfram. Og ég fæ ekki
seð, hvernig það ætti að geta samrýmzt þeirri mynd, sem að öðru leyti
er dregin upp af þeim mæta manni, Halli af Síðu, að hann hafi sem
oddviti kristinna manna á alþingi framselt allt ákvörðunarvald i hend-
Ur þeim oddvita heiðinna manna, sem fremstur gengi í heiðnum trú-
erathöfnum og það meira að segja mannblóti, sem hlaut að vera and-
styggð i augum kristinna manna.
Öneitanlega virðist hitt liggja miklu nær, að hér hafi einfaldlega
verið gjörðir samningar, þar sem reynt var að miðla málum eftir
megni. Báðir höfðu nokkuð fram af sínum málum. Kristnir menn
fengu trúna samþykkta, enda virðist erfitt að sjá, hver önnur mála-