Saga - 1972, Side 213
RITFREGNIR
211
menningarsögu er landið sjálft. Hve mjög sem einstakir víkingar þráðu
að verða öðrum ofjarlar á Islandi, gátu þeir það ekki. Hér var ekki
hægt að stofna fursta- og herkóngaveldi og lénsskipan að evrópskri
fyrirmynd, heldur urðu menn að bindast allsherjarsamtökum um
réttargæzlu og landsnytjar til þess að geta lifað. Islendingar á 12. og
13. öld virðast hafa trúað því, að forfeðurnir hafi sótt fyrirmyndir að
stjórnskipan sinni til Vestur-Noregs, Gulaþingslaga. Á siðara hluta
20. aldar er heimilt að spyrja, hvað Ari fróði og félagar hans vissu
um þá hluti um 200 árum eftir að alþingi var stofnað. Hans Kuhn
segir bls. 37: „Es ist deutlich, dass ein Weg versucht worden ist, der
die Entwicklung einer starken zentralen Staatsmacht unmöglich
machte. Es sollte nicht so gehen wie im Norwegen. So griindete man
ein Staat, der ohne jedes Machtmittel war." —
Þótt víkingar hafi verið mismunandi miklir hugsjónamenn eins og
annað fólk, er í hæsta máta ólíklegt, að þeir hafi siglt yfir veraldar-
sjóinn til þess að stofna á Islandi fyrirmyndarríki samkvæmt 19. aldar
hugmyndum. Þeir sigldu hingað til þess að eignast land og verða
höfðingjar, en höfðingdómur reyndist ekki auðfenginn hér um slóðir.
I allt að 400 ár kepptu þeir að því meira og minna markvisst að verða
furstar hver yfir öðrum, efla ríkisvald í landinu að norskum hætti,
og að lokum sameinuðust þeir norska rikinu. Það er hið eina, sem við
vitum „deutlich" um þau mál. Ari fróði og félagar hans í fræðum á
12. og 13. öld voru þess fullvissir, að Islendingar væru sprottnir af nor-
rænni rót, og stofnanir þeirra og löggjöf sömuleiðis. Auðvitað hlýtur
þetta að vera rétt að vissu marki. Hins vegar er það jafnljóst, að land-
nám Islands var svo nýstárleg framkvæmd í sögu Evrópu um 900 e.
Kr„ að það hlaut að hafa margs konar nýsköpun i för með sér. Leit að
evrópskum fyrirmyndum íslenzkra fyrirbæra er bæði nauðsynleg og
sjálfsögð, en má ekki byrgja fyrir sjónarhorn nýsköpunar. Aðstæður
hér úti urðu m. a. til þess að torvelda eflingu ríkisvalds, en af því
leiddi, að hér hélzt samfélagsskipan um aldir, sem kennd hefur verið
(af misskilningi) við lýðræði, en var engu að síður stjórnleysi, sem
var við lýði, unz Island sameinaðist norska ríkinu.
Hans Kuhn hefur langa ævi verið framarlega í flokki þeirra, sem
hafa helgað sig norrænum fræðum. Hann var langdvölum hér á landi
bæði eftir fyrri og síðari heimsstyrjöld, ferðaðist víða um landið og
þekkir hér fjölda fólks. Þekking hans á Islandi að fornu og nýju er
bæði víðtæk og rækileg, og bók hans nýtur þess í hvívetna. Hann leit-
ast við að rýna öll svið íslenzkrar menningar. Bókin hefst á glöggum
og nauðsynlegum þætti um landið, sérkenni þess, flóru þess, fánu og
veðurfar. Þá koma kaflar um landnám, íbúa, atburðasögu, byggðar-
hætti, þjóðarbúskap, daglegt líf, fjölskylduna og vinina, samfélagið
og ríkið, ófrið og deilur, réttarfar, heiðni og kristni, siðfræði, lærdóm
og listir, íslenzkuna og skriftina, heiti og örnefni, skáldskap, sögurnar,
móðurlandið Noreg, og að lokum gerir höfundur tilraun til þess að
birta lesanda heildarsýn yfir efnið.
Allt eru þetta greinagóðar frásagnir, en ýmsar staðhæfingar höf.
hljóta að orka tvímælis. Mjög ólíklegt er, að Rómverjar hafi komizt