Saga - 1982, Page 9
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
7
sem Jóns Þorkelssonar. Hann leit greinilega svo á frá upphafi, að
sjá yrði safninu fyrir húsnæði eftir þörfum, en alls ekki mætti slá
slöku við björgun sögulegra heimilda vegna húsnæðisskorts. Á fá-
einum árum fyllti hann húsnæðið á efstu hæð Alþingishússins,
fékk auk þess nokkurt geymslurými á annarri hæð þess og notað-
ist ennfremur við það gamla góða dómkirkjuloft. Um sama leyti
hafði Landsbókasafnið, sem var til húsa á fyrstu hæð Alþingis-
hússins, yfirfyllt húsnæði sitt þar og vel það.
Hin gífurlegu húsnæðisvandræði safnanna blöstu þannig
óþyrmilega við landsfeðrunum um þingtímann, og viðbúið var,
að þau myndu valda þeim sjálfum miklum og vaxandi óþægind-
um. Það var þess vegna eðlilegt, að þeir væru, er svo var komið,
fylgjandi því, að sérstakt hús yrði sem allra fyrst byggt yfir söfnin.
Þetta var samþykkt á Alþingi 1905, og Safnahúsið við
Hverfisgötu síðan reist á árunum 1906-1908. Fékk Landsskjala-
safnið (eins og það nefndist þá enn) um 1/3 hluta hússins, og var
opnað þar almenningi til afnota í byrjun apríl árið 1909.
4. Landsskjalasafn verður Þjóðskjalasafn
Auglýsing Hilmars Finsens frá 3. apríl 1882 var sá grundvöllur,
sem Landsskjalasafnið hvíldi á þar til Magnús Stephensen lands-
höfðingi setti því nánari reglugerð árið 1900 eftir tillögum Jóns
Þorkelssonar. Hún var eðlilega miðuð við safn í mótun, og því
gekkst Jón fyrir útgáfu ýtarlegri reglugerðar árið 1911. Honum
var þá ljóst, að festa þyrfti safnið betur í sessi.
Árið 1899 hafði Alþingi ekki viljað fallast á það, að Lands-
skjalasafnið yrði gert að fastri stofnun á borð við Landsbókasafn-
ið, eins og Magnús Stephensen virðist hálfvegis hafa ætlazt til,
heldur væri rekstur þess háður fjárveitingum þingsins hverju
sinni.1 Það var í rauninni í samræmi við þetta, að á framhlið
Safnahússins var einungis höggvið nafn Landsbókasafns, en
skjalasafnsins þar í engu getið, þótt það ætti einnig að vera í hús-
inu til frambúðar. Jón Þorkelsson kvartaði yfir þessu í bréfi til
byggingarnefndar hússins og öðru til Stjórnarráðs 4. og 7.
september 1908. Gerði hann þá tillögu, að til viðbótar nafninu