Saga - 1982, Side 10
8
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
Landsbókasafn, sem höggvið hafði verið í stein yfir dyrum húss-
ins, yrði í bogann þar fyrir ofan grópað nafnið Skjalasafn íslands,
enda væri það bæði eðlilegt og hagkvæmt, að nöfn beggja safn-
anna stæðu utan á húsinu. Þessari tillögu var hafnað á þeim for-
sendum, að bæði vantaði til þess hæfan mann og nægilega góð
verkfæri. Auk þess mætti gera þessa breytingu einhvern tima
síðar, ,,ef endilega eigi að gera hana“.2
Tækifæri til að rétta hlut safnsins og Jóns Þorkelssonar sjálfs
kom eftir að Einar Arnórsson, lagaprófessor og sagnfræðingur,
varð ráðherra íslands árið 1915, en Jón varð þá konungkjörinn
þingmaður.3 Með lögum nr. 39, 3. nóvember það ár, var í stað
Landsskjalasafns tekið upp nafnið Þjóðskjalasafn íslands og því
ákveðinn hliðstæður sess og Landsbókasafni. í samræmi við þessi
lög var safninu síðan sett ný og ýtarlegri reglugerð 13. janúar árið
1916.
5. Kreppt að Þjóðskjalasafni árið 1924
Þessar breytingar á stöðu safnsins voru fyrst samþykktar á Al-
þingi eftir miklar og snarpar umræður. Stafaði það m.a. af því,
að um þær mundir sat á rökstólum milliþinganefnd í launamálum
ríkisstarfsmanna. En ein af hugmyndum hennar var, að skjala-
safnið yrði lagt undir yfirstjórn landsbókavarðar. Áköfustu tals-
menn þessarar hugmyndar, Jón Magnússon og Sigurður Eggerz,
sem voru forsætisráðherrar hvor fram af öðrum, reyndu að fá
hana samþykkta á Alþingi næstu árin. Tókst það í þriðju atrennu
árið 1924 eftir andlát Jóns Þorkelssonar.
Svo vildi til, að á þessu sama þingi var samþykkt að gera skjala-
kröfur á hendur Dönum. Var þetta því ekki sem heppilegastur
tími til að leggja embætti þjóðskjalavarðar niður þegar í stað.
Hannes Þorsteinsson, sem verið hafði skjalavörður við safnið
síðan 1912, var auk þess einn helzti þálifandi sérfræðingur íslend-
inga í málinu. Það varð því úr, að Hannes var skipaður þjóð-
skjalavörður, en lögin um að leggja embættið niður, skyldu koma
til framkvæmda, er hann léti af því. í staðinn var skjalavarðar-
staða sú, sem Hannes hafði haft, lögð niður og í mesta lagi gert