Saga - 1982, Page 11
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
9
ráð fyrir lausamanni til aðstoðar við brýnustu verkefni, sem þjóð-
skjalavörður gæti alls ekki innt af hendi.
6. Langvinn kyrrstaða
Svo fór, að fyrrgreind lög urðu aldrei annað en dauður bók-
stafur. Þegar Hannes féll frá vorið 1935, var Barði Guðmundsson
skipaður eftirmaður hans án tillits til þeirra. Samt sem áður varð
þessi atlaga ráðamanna að Þjóðskjalasafninu til þess að veikja
stöðu þess um langa framtíð. Það mikla frumkvæði af safnsins
hálfu, sem var svo áberandi á dögum Jóns Þorkelssonar, var að
mestu úr sögunni. Látið var nægja að reyna að afgreiða þau er-
indi, sem safninu bárust.
Hannes Þorsteinsson átti ærið óhægt um vik, þar eð hann var
bæði aldraður, er hann tók við embætti þjóðskjalavarðar, og stóð
þá auk þess allt að því einn uppi, eins og fyrr segir. Barði Guð-
mundsson var hins vegar á besta aldri, þegar hann varð þjóð-
skjalavörður. Hann virðist þó ekki hafa sýnt umtalsverða viðleitni
á þá átt að rétta hlut safnsins. Táknrænt dæmi um það er, að lög-
in frá 1924 um að leggja það niður sem sjálfstæða stofnun og
undir yfirstjórn landsbókavarðar voru ekki numin úr gildi fyrr en
árið 1949 og þá með nýjum lögum um Landsbókasafnið.
7. Knöpp lög, úrelt reglugerð
Engin ný lög voru sett um Þjóðskjalasafnið fyrr en árið 1969.
Þau náðu auk þess allt of skammt og voru því í raun og veru úrelt,
er þau voru gefin út, eins og nánar er vikið að hér á eftir. Ósagt
skal látið, hvort ráðamenn hafa gert sér grein fyrir þessu eftir á og
þess vegna ekki séð ástæðu til að setja safninu nýja reglugerð á
grundvelli þessara laga. Reglugerðin frá 1916 telst því enn vera í
gildi þegar þetta er ritað (í febrúar 1982), þótt hún sé eðlilega
orðin úrelt fyrir löngu.
Mörg dæmi mætti nefna um það, hve úrelt umrædd reglugerð
er orðin, en eitt skal látið nægja. Með lögum 12. febrúar 1947 og
þar að lútandi reglugerð 5. maí 1951 var ákveðið, að stofna mætti
héraðsskjalasöfn, er varðveittu ýmis héraðssöguleg gögn, en við