Saga - 1982, Page 14
12
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
4. Tvíþætt hlutverk Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafnið þarf að gegna því tvíþætta hlutverki, að vera
menningarstofnun og liður í stjórnkerfinu. Samkvæmt
framansögðu hefur Þjóðskjalasafn íslands lengst af einungis
gegnt síðarnefnda hlutverkinu að því leyti, að það hefur tekið við
opinberum skjalagögnum, sem að því hafa verið rétt, meðan hús-
næði leyfði, og veitt opinberum aðilum alls konar upplýsingar úr
gögnum sínum, þegar eftir hefur verið leitað, eins og reyndar
borgurunum almennt.
Ekki verður heldur sagt, að Þjóðskjalasafnið hafi staðið vel í
stöðu sinni sem menningarstofnun. Afgreiðsla fæðingarvottorða
fór t.d. fram á lestrarsal þess allt til ársloka 1962, er þjóðskrá
Hagstofunnar tók hana að sér. Vinnufriður var þess vegna löngum
heldur lítill þar. Handbókakostur safnsins hefur ávallt verið lítill
og lélegur, enda aldrei um neina markvissa söfnun nauðsynlegra
handbóka að ræða.
5. Engin skipuleg innheimta embœttisskjala eða söfnun annarra
söguheimilda
í hinum gömlu reglugerðum um Landsskjalasafn og síðar Þjóð-
skjalasafn er einungis gert ráð fyrir því, að það taki gögn opin-
berra embætta, stofnana o.þ.h. til varðveizlu. Jón Þorkelsson
setti þó markið hærra þegar í upphafi. Því segir hann í bréfi til
ýmissa kaupmanna og verzlunarstjóra 15. febrúar 1902, þar sem
hann falast eftir verzlunarskjölum: ,,Það er mark og mið Lands-
skjalasafnsins að gera það sem hægt er til þess, að koma á einn
stað og í eina heild öllu því, sem beinlínis er undirstaða og upp-
spretta að sögu þessa lands.“4 Segja má, að þessu sjónarmiði sé
fylgt í lögunum frá 1969. Svo er kveðið þar á, eins og fyrr segir, að
auk opinberra skjala skuli safna öðrum skráðum heimildum um
sögu þjóðarinnar innan lands og utan, þar með talin ljósrit af
gögnum í erlendum söfnum.
Þegar þessi lög voru sett, hafði ekki verið um neina skipulega
innheimtu opinberra skjala að ræða áratugum saman, svo ekki sé
talað um markvissa viðleitni í þá átt að bjarga dýrmætum heim-