Saga - 1982, Page 16
14
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
í hinum þremur reglugerðum um safnið frá dögum Jóns Þor-
kelssonar (2.gr.) er einungis ætlazi iil þess, að gerðar verði yfirlits-
skrár um skjöl og skjalaböggla þar og þær síðan gefnar út á
prenti, er fé sé fyrir hendi til þess. í lögunum frá 1969 er tekið
dýpra í árinni og það talið meðal hlutverka safnsins, að skrásetja
öll afhent skjalasöfn, hvert um sig, og gefa út prentaðar eða fjöl-
ritaðar skrár um þau til leiðbeiningar við notkun þeirra.
Á árunum 1903-1910 tókst Jóni Þorkelssyni að koma út yfirlits-
skrám í þremur bindum, þeirri fyrstu um skjalasöfn æðstu em-
bættismanna konungs á íslandi, hirðstjóra, stiftamtmanns og
amtmanna fram um 1773, annarri um skjalasöfn kirkjunnar og
þeirri þriðju um skjalasöfn dómsvalds, sáttanefnda, hreppa og
umboða. Þá gaf Jón út árið 1917 Skýrslu frá Þjóðskjalasafninu í
Reykjavík, sem er að mestu leyti viðbót við fyrrnefnda skrá um
skjalasöfn kirkjunnar.
Eftir þetta lá öll útgáfa á skrám niðri þar til á árunum 1952-
1956, er út voru gefnar skrár um skjalasafn landlæknis, um
prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl og um biskupsskjala-
safn. Árið 1973 var svo gefin út fjölrituð skrá um skjalasöfn
sýslumanna og sveitarstjórna.
Þar með eru taldar allar þær skrár, sem gefnar hafa verið út á
vegum safnsins frá upphafi. Er þetta að sjálfsögðu einungis brot
af því, sem vera ætti við eðlilegar aðstæður. Þess ber að minnast,
að slík útgáfustarfsemi er mikið verk og seinlegt, ef um vandaðar
skrár á að vera að ræða. Hins vegar er hún afar nauðsynleg til
þess að skjalasöfn komi að fullum notum og menn úti á landi og
erlendis fái sæmilega góðar upplýsingar um þær heimildir, sem
þar er að finna.
Störf skjalavarða hafa annars beinzt mjög að þvi nú um alllangt
skeið að koma reglu á ýmis heimildasöfn eða deildir Þjóðskjala-
safns, sem litlar eða engar skrár voru til um, og gera yfirlitsskrár
um þessi gögn til notkunar fyrir starfsmenn og gesti. Er það
grundvallaratriði til þess að menn geti haft lágmarksyfirsýn yfir
safnið, þótt skipuleg verkaskipting myndi einnig bæta þar veru-
lega úr, eins og nánar er vikið að hér aftar í þætti um starfslið.