Saga - 1982, Page 19
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
17
Það segir sína sögu, að ritari var ekki ráðinn að safninu fyrr en
1958. Þá var loks árið 1971 ráðinn einn aðstoðarmaður á lestrar-
sal, en skjalaverðir hafa eftir sem áður orðið að sinna afgreiðslu-
störfum að hluta til. Útgáfu skírnar- eða fæðingarvottorða varð
safnið að annast þar til þjóðskrá Hagstofunnar tók hana að sér i
byrjun ársins 1963. í seinni tíð hefur svo útgáfa lögskráningar-
vottorða til sjómanna orðið talsverð kvöð vegna nýlegra laga um
eftirlaun til þeirra. Allt eru þetta störf, sem sjálfsagt þykir erlend-
is, að aðstoðarfólk vinni, en hins vegar fáránlegt að hafa háskóla-
menntaða skjalaverði í slíku snatti.
D. Nánari verka- og deildaskipting nauðsynleg
Samkvæmt framansögðu hefur aldrei verið gerður greinarmun-
ur á þeim störfum, er skjalaverðir eiga fyrst og fremst að sinna og
hinum, sem eðlilegt væri að láta aðstoðarfólk annast. Þess er því
ekki heldur að vænta, að um hafi verið að ræða neina skipulega
verkaskiptingu milli skjalavarða innbyrðis, þannig að hver þeirra
um sig geti beinlínis talizt sérfróður um ákveðnar deildir safnsins
og í ýmsum greinum, er varða hverja deild sérstaklega. Afleiðing-
in hefur orðið sú, að þær deildir, sem ekki eru eftirsóttar af dag-
legum gestum safnsins, hafa löngum orðið útundan. Það getur þvi
stundum vafizt fyrir skjalavörðum að gefa greinargóðar upplýs-
lugar um þær i fljótu bragði, þegar eftir er leitað, enda mjög léleg-
ar eða jafnvel engar skrár til yfir sumar þeirra.
Þess vegna er það fyrir löngu orðið tímabært að skipta form-
lega verkum með skjalavörðum, þannig að hver þeirra hafi um-
sjón með ákveðnum deildum safnsins og sé sérfróður um þær.
Jafnframt þarf að fjölga starfsliði og þá engu síður aðstoðarfólki
en sérfræðingum. Að öðrum kosti er vonlaust, að Þjóðskjalasafn-
'ð geti rækt þær skyldur, sem núverandi lög um það ætla því,
hvað þá ef það ætti að gegna sambærilegu hlutverki við þjóð-
skjalasöfn nálægra menningarlanda í stað þess að vera sú horn-
reka, sem það hefur nú verið um hálfrar aldar skeið.
E. Vanhugsuð lög um œviskrárritun
Því má bæta við, að áhugamenn um ættfræði gengust fyrir því,