Saga - 1982, Síða 20
18
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
að stofnuð var staða s.n. æviskrárritara með lögum nr. 30 árið
1956. Skyldi hann hafa aðsetur á Þjóðskjalasafni og gera ýtarlega
spjaldskrá um alla íslendinga, sem um væri vitað allt fra land-
námstíð og fram til 16. október 1952, er þjóðskrá Hagstofunnar
tók til starfa.6 Þetta risavaxna verkefni var þó einungis ætlað
einum manni, en til þess hefði að sjálfsögðu þurft heila stofnun,
vel búna starfsliði og tækjum. Fáum ábyrgum mönnum mun þó
hafa dottið slík stórframkvæmd í hug, úr því að fjárveitingar til
helztu menningarstofnana þjóðarinnar, þar á meðal til Þjóð-
skjalasafns, voru skornar við nögl. Æviskrárritunarlögin bera
þess vegna vitni um slíkt óraunsæi ráðamanna um þær mundir, að
furðu gegnir, enda lagðist starfið í rauninni niður eftir einn ára-
tug, er sá, sem upphaflega var ráðinn í það, hætti fyrir aldurs sak-
ir og reynslan hafði einnig sýnt gagnsleysi þess.
Æviskrárritunarlögin bera ekki einungis vitni um óraunsæi,
heldur og um átakanlegt þekkingar- og skilningsleysi fjölmargra
áhrifamanna á raunverulegu hlutverki og þörfum Þjóðskjala-
safns. Með þeim var troðið inn á safnið embætti, sem var því ekki
aðeins gagnslaust, heldur beinlínis skaðlegt. Það olli m.a. stór-
aukinni notkun á útslitnum kirkjubókum og manntölum, tók frá
safninu húsnæði, sem það hafði fulla þörf fyrir, og dró vafalítið
úr vilja stjórnvalda til að fjölga þar starfsmönnum.
2. Tæknilegur aðbúnaður og bókakostur
A. Húsakynnin vanbúin
Nú skal vikið dálítið að tæknilegum búnaði og bókakosti Þjóð-
skjalasafns. Er þess þá fyrst að geta, að húsakynnin eru að ýmsu
leyti illa búin til notkunar fyrir skjalasafn. Engin lyfta er í Safna-
húsinu, og verða menn því að bera alla hluti milli hæða. Er margt
af því að sjálfsögðu engin léttavara, og bætir það ekki úr skák hve
fámennu starfsliði safnið hefur á að skipa. Hitakerfi hússins er
afar lélegt. Oft er því býsna kalt í vinnuherbergjum og lestrarsal
Þjóðskjalasafns á veturna, jafnvel svo, að erfitt er fyrir starfs-
menn og gesti að haldast þar við til lengdar, þegar kaldast er í
veðri. Að því er lestrarsalinn varðar gerir það illt verra, að hann er