Saga - 1982, Page 24
22
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
sama forstöðumanni, að þannig gæti Landsbókasafn hagnýtt sér
ónotað húsrými Þjóðskjalasafns.
Reyndin varð hins vegar sú, að furðufljótt saxaðist á þetta hús-
næði. Þannig bættust Þjóðskjalasafni t.d. um 800 bindi og böggl-
ar af skjölum eftir skjalaskiptasamning við Dani árið 1927. Þá
hefur gífurleg aukning í embættiskerfi landsins og öllu skrifstofu-
haldi hins opinbera orðið til að margfalda það skjalamagn, sem
safninu hefur ávallt borið bein lagaleg skylda til að taka við, og
það því fremur, sem aldrei hefur verið gerð nein kerfisbundin
grisjun á þessum skjölum. Ennfremur hefur safninu alltaf borizt
nokkuð af sögulega mikilvægum gögnum frá einkaaðilum, sem
það hefur ætíð verið siðferðilega, ef ekki lagalega, skyldugt til að
taka við.
C. Verzlunarskjölum ruttað suður á Bessastaðakirkjuloft
Húsnæðisskortur Þjóðskjalasafns var orðinn augljós staðreynd
um 1950 og hefði raunar orðið það mun fyrr, ef sú skipulega og
markvissa innheimta og söfnun, sem Jón Þorkelsson leitaðist við
að koma á, hefði haldizt. Hrökk það skammt, þótt safninu bætt-
ist nokkurt geymslurými um það leyti við brottflutning Þjóð-
minjasafns úr Safnahúsinu. Það er táknrænt dæmi um þetta, að
árið 1954 var álitlegt safn verzlunarskjala o.fl. atvinnusögulegra
gagna, sem Þjóðskjalasafni hafði áskotnazt, látið víkja fyrir em-
bættisskjölum úr geymslum þess í Safnahúsi og ruttað upp á
kirkjuloft á Bessastöðum. Þar liggur meginið af þessu safni enn
og er algerlega óaðgengilegt til allra afnota.
D. Umræður um húsnœðisvandrœði Þjóðskjalasafns hefjast
Þó að húsnæðisvandræði Þjóðskjalasafns væru þannig orðin
staðreynd, var lengi undarlega hljótt um þau, og það, þótt mikið
væri rætt opinberlega um hliðstæða erfiðleika Landsbókasafns.
Óhætt mun að halda því fram með fullum rétti, að vandamál
Þjóðskjalasafns hafi fyrst verið tekin til umtalsverðrar meðferðar
opinberlega í grein, sem höfundur þessarar ritgerðar tók saman