Saga - 1982, Page 25
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
23
snemma árs 1968 og birtist í 2. hefti tímaritsins Samvinnunnar
það ár, en það hefti var helgað islenzkum bókasöfnum.
Næst á eftir umræddri Samvinnugrein var vikið að húsnæðis-
vandræðum Þjóðskjalasafns í lok greinargerðar með frumvarpi
að áðurnefndum lögum um það frá 17. marz 1969. Árið eftir fjall-
aði svo Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður m.a. um þetta í
erindi, sem hann flutti á landsfundi Bókavarðafélags íslands. Þar
benti hann á, að safnið hefði ekki tekið við nema örlitlu broti af
því mikla skjalamagni, er myndazt hafði í landinu síðan um 1940,
og ýmislegt eldra væri enn ókomið þangað. Allt Safnahúsið
ntyndi þess vegna ekki nægja Þjóðskjalasafni nema í hæsta lagi 2-
2 Vi áratug.
E. Ákveðið að Þjóðskjalasafn fái allt Safnahúsið
Niðurstaðan af þessum umræðum um húsnæðisvandræði
Þjóðskjalasafns varð sú, að ákveðið var snemma árs 1971, að það
skyldi fá allt Safnahúsið til afnota, þegar Landsbókasafn flytti
þaðan í fyrirhugað Þjóðarbókhlöðuhús. Þá var gert ráð fyrir, að
þetta hús yrði reist af viðeigandi myndarskap næstu árin í tilefni
af ellefu alda afmæli íslandsbyggðar. Þetta fór hins vegar á aðra
leið, eins og kunnugt er.
Rúmur áratugur er liðinn síðan þessi ákvörðun var tekin, og
þyggingu umrædds bókhlöðuhúss er enn ólokið, þótt hún sé loks-
ins komin á nokkuð góðan rekspöl. Talsverður tími mun því líða,
áður en Þjóðskjalasafnið öðlast jafnvel þá bráðabirgðaúrlausn á
húsnæðisvanda sínum, að fá allt Safnahúsið fyrir starfsemi sína.
Að sjálfsögðu fer vandinn vaxandi með hverju ári, sem líður, þó
að safnið hafi fengið nokkurt leiguhúsnæði til afnota. Hvers kon-
ar gögn, sem því ber skylda til að taka við, halda óhjákvæmilega
áfram að hrannast upp. Þannig safnast upp vandamál, sem krefj-
ast úrlausnar fyrr en síðar.
E. Leiðir til framhúðarlausnar á húsnæðismálum Þjóðskjalasafns
Samkvæmt framansögðu er það bráðnauðsynlegt, að gerð verði
sem allra fyrst áætlun um frambúðarlausn á húsnæðismálum