Saga - 1982, Page 27
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
25
Sölvhólsgötu handa Stjórnarráðinu, eins og rætt var um á tíma-
bili.
Af framangreindum ástæðum ætti það að vera hagkvæm lausn
fyrir alla hlutaðeigandi aðila, að Stjórnarráðið fengi Safnahúsið
til afnota, en í staðinn yrði byggt yfir Þjóðskjalasafnið i nánd við
Þjóðarbókhlöðuna og Háskólann.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið bent á það, að Þjóðskjalasafnið
verður að vera fært um að gegna þvi tvíþætta hlutverki að vera
menningarstofnun og liður í stjórnkerfi landsins. í fyrrnefnda
hlutverkinu á það að vera miðstöð sagnfræði o.fl. félagsvísinda
og þar með einn af hornsteinum íslenskrar menningar. Þessu skil-
yrði getur safnið því aðeins fullnægt, að það hafi þær heimildir
tiltækar og sómasamlega skráðar, sem fræðimenn þurfa á að
halda, ásamt handbókum og öðrum nauðsynlegum hjálpargögn-
um. Þá verður safnið að geta rækt þær skyldur sinar að gefa út
skrár eftir þörfum og ennfremur a.m.k. árþók.
Sem liður í stjórnkerfinu á Þjóðskjalasafnið m.a. að hafa frum-
kvæði að og fylgjast með því, að stofnanir og embætti noti góðan
pappír, varanlegt blek o.s.frv. og raði skjölum sínum eftir
ákveðnu kerfi i viðeigandi umbúðir, jafnframt því að greint sé
ntilli skjala, sem á að varðveita og hinna, er má fleygja. Safnið
þarf ennfremur að hafa næga yfirsýn yfir skjalaframleiðsluna í
landinu í samvinnu við héraðsskjalasöfnin til þess að unnt sé að
hafa ávallt sæmilega góða hugmynd um það skjalamagn, sem á að
varðveita, og gera raunhæfar áætlanir um húsnæði, mannafla og
annað, er til þarf.
Þessum verkefnum getur safnið því aðeins sinnt eins og vera
ber, að það sé nægilega vel búið hæfum mannafla, nauðsynlegum
tækjum og nægu hentugu húsnæði. Mannaflinn þarf engu síður
að vera aðstoðarfólk en sérfræðingar, og viðhafa þarf skipulega
verkaskiptingu, þannig að sérþekking manna nýtist, en sérfræð-
ingar séu ekki misnotaðir í alls konar snatt.
Miðað við núverandi vandræðaástand í húsnæðismálum Þjóð-