Saga - 1982, Page 28
26
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
skjalasafns getur það svo sem talizt viðunandi lausn að sinni, að
það fái allt Safnahúsið, þegar Landsbókasafn flytur í hið nýja
Þjóðarbókhlöðuhús. Þetta er hins vegar engin frambúðarlausn,
og það þótt gripið verði til þeirra sjálfsögðu ráðstafana að draga
úr fyrirferð skjalasafna með skynsamlegum og skipulegum grisj-
unum. Þess vegna verður áður en langt um liður að huga í alvöru
að úrræðum, sem orðið geti til talsverðrar frambúðar. í því sam-
bandi þarf t.d. að athuga nákvæmlega, hvort heppilegra sé á
heildina litið, að Þjóðskjalasafn hafi í framtiðinni aðalaðsetur í
Safnahúsinu og gerðar verði hentugar skjalageymslur til viðbótar,
eða þá að Stjórnarráðið fái Safnahúsið til afnota og byggt verði í
staðinn yfir safnið í nánd við Þjóðarbókhlöðuna og Háskólann.
Auðvitað þarf bæði tíma, fjármuni og verulegt átak á ýmsum
sviðum til þess að koma Þjóðskjalasafni í það horf, að það geti
gegnt þeim hlutverkum, sem því ber og sjálfsagt þykir i nálægum
menningarlöndum að hliðstæð söfn geri. Þetta er auk þess bráð-
nauðsynlegt, bæði frá menningarlegu og stjórnarfarslegu sjónar-
miði. Að þessu þarf því að vinna markvisst, og það þolir í raun og
veru enga bið, að hafizt verði handa. Svo lengi hafa málefni safns-
ins verið látin reka á reiðanum, að vandinn, sem leysa þarf, hefur
aukizt og margfaldazt.
Vonandi verður aldarafmælis Þjóðskjalasafns minnzt á svo
verðugan og myndarlegan hátt, að það tákni raunveruleg tímamót
í sögu þess, þ.e. með því að hefja það í þann virðingarsess, sem
því ber að skipa í íslenzku þjóðlífi. En til þess að svo megi verða,
þarf ekki aðeins góðan skilning og fullan vilja stjórnvalda, heldur
og langtum meira frumkvæði af hálfu safnsins sjálfs en verið hef-
ur nú um hálfrar aldar skeið.
Heimildir.
1 Alþingistíðindi 1899 A, 321. B, 462, 476-477. C, 18, 41.
2 Þjóðskjalasafn. Stjórnarráðsskjöl I, nr. 1276 árið 1908.
3 Hannes Þorsteinsson: Endurminningar..., 369-370. Rv. 1962.
4 Þjóðskjalasafn. Bréfabók Þjóðskjalasafns I, 136.
5 Sbr. formála umræddra bóka.
6 Stjórnartíðindi 1956 A, 151-152.