Saga - 1982, Page 33
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
31
Hið hefðbundna sjónarmið, að Guðmundur biskup hafi ekki
virt landslög, er í sjálfu sér rétt, en því verður ekki haldið fram af
sanngirni án þess að málstaður hans sé skýrður í víðara samhengi
með skírskotun til annarra atburða, lagasetninga og bréfa frá 12.
og 13. öld.
Af frásögn Sturlungu, sem vitnað var til í upphafi og ennfremur
af frásögn af málum Skærings prests (Sturl. 1,279), er ótvírætt, að
Guðmundur biskup gerði kröfu um að dæma í málefnum klerka.
Af sögunni virðist einnig ljóst að klerkarnir sjálfir skutu málum
sínum til biskups.4
Ætla verður, að Guðmundur biskup hafi sett þessa kröfu fram
að ráðum erkibiskups i Niðarósi, sennilega samkvæmt erindis-
bréfi, sem hann hefur tekið við eftir biskupsvigslu, en lengi hefur
verið deilt um hvort norska kirkjan hafi á þessum tíma haft dóms-
vald í klerkamálum og hafa ýmsir fræðimenn sett fram skoðanir
urn það mál og stutt þær með misjöfnum rökum.
J.A. Seip taldi, að dómsögn norsku kirkjunnar í klerkamálum
hefði ekki verið viðurkennd fyrr en árið 1277. A.O. Johnsen taldi,
að norska kirkjan hefði hlotið rétt, sem túlka mátti sem rétt henn-
ar til að dæma í klerkamálum á tímabilinu 1153-94.
G. A. Blom dró í efa, að konungsvaldið hefði viðurkennt
þennan rétt, en hún taldi að norska kirkjan hefði einungis stuðst
við almennan kirkjurétt á þessu sviði fram til 1277. Erik Gunnes
lelur að norska kirkjan hafi haft dómsögn í klerkamálum eftir
dauða Sverris konungs Sigurðarsonar og byggt þar á kanónískum
rétti og venju frá tíð Eysteins erkibiskups Erlendssonar og hafi sú
venja hugsanlega verið studd kirkjulagagrein (canon) frá stofnun
erkistólsins í Niðarósi 1152/53. Sverre Bagge telur verulega
hklegt, að um miðja 13.öld hafi norska kirkjan litið svo á að hún
hefði sjálfstæða dómsögn í kristinréttarmálum.5
4 Sbr. orðalag sögunnar:
Nv sækir prestrinn biskup at sinv mali... (Sturl. 1,276),
Klerkrinn sotti biskup at sinv mali... (Sturl. 1,279).
5 E. Gunnes, NHT 1970 bls. 135-36, 140, 144, 158; Seip Sættargjerden, 109,
116, 124, 138; Johnsen, Studier, 243-45, 261-71; Blom, Kongemakt, 116-18;
Bagge, NHT 1981, 151.