Saga - 1982, Page 37
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
35
sektargjöld fyrir ákveðin brot ættu að koma í hlut veraldlegra
höfðingja eða kirkjunnar. Sturlunga segir af því, að andstæðingar
biskups hafi stefnt klerkum og mönnum hans skóggangsstefnum,
látið dæma þá seka á þingi, lagt á þá sektargjöld og háð eftir þá
féránsdóma (Sturl. I, 276-280, 289). Og frá biskupi segir, að hann
hafi lagt sektargjöld á mótstöðumenn sína, en innheimtan var
ógreið, bændur leituðu á náðir höfðingjans Sighvats Sturlusonar
hl þess að komast undan því sem þeir kölluðu hernað og rán
biskupsmanna (s.r. 277,284). Með því að leggja sektargjöld á
bændur og draga þau saman gekk biskup inn á valdsvið
héraðshöfðingjans, sérréttindi hans eða frelsi hans. Sérstaða goð-
ans eða þess höfðingja sem hafði mannaforráð i héraði, var sú að
það var hann, sem nefndi menn í dóma (Grg Ia, 77, 78). Goði eða
héraðshöfðingi hafði þvi öll ráð í hendi sér til þess að láta dæma
menn seka eftir eigin geðþótta. Eftir Grágás var framkvæmd
dómsúrskurðar í höndum dómhafa, sem oftast var sá, er hafði
haldið uppi vörn eða sókn. Það féll oftast í hlut höfðingja að
fylgja dómsúrskurði eftir, hlutverk hans var að annast löggæzlu í
héraði (Gunnar Karlsson, Goðar og bændur, 9 o. áfr.). Frásagnir
Sturlungu og margra íslendingasagna bera vitni um að til
málsóknar og framkvæmdar dómsúrskurðar þurfti oftast féríka
menn og liðsterka. Það virðist hafa verið landsvenja að
framfylgja dómum með oddi og egg, sektarfé virðist oftast hafa
verið innheimt með vopnavaldi og það voru ekki aðrir en
höfðingjar sem gátu tryggt sér liðstyrk eða áttu nægilegt fé til að
reka réttar síns og þeirra sem leituðu trausts að þeim.
Fjörbaugsgarði og skóggangi fylgdi féránsdómur, því voru miklir
fjármunir í húfi, þegar auðugir menn voru dæmdir sekir.
Aðferðum höfðingja við innheimtu sektargjalda er sennilega
rettilega lýst í Óláfs sögu Tryggvasonar enni mestu þar sem Þórdís
á Spákonufelli segir við Koðrán á Giljá:
...þetta fe hefir þu tekit með afli ok of Riki af monnum, i
sak eyri (Óláfs saga..,281).
Hólabardagi 1209 var stríð sem höfðað var á hendur Guðmundi