Saga - 1982, Page 42
40
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
í þessu mildaða formi kemur fram boð um friðhelgi kenni-
manna í skriftaboðum, sem talin eru frá tímum Þorláks biskups
Þórhallssonar, en þau eru varðveitt í skinnhandritum frá 15. öld.
í einni grein þeirra er mælt:
Ef madr. . . misbydr j nocquoro miog kennjmonnum. . .
þa skal biskup skepia skriftir þott presti verdi helldr thil sagt
. enn biskupi (D.I.I, 243, sbr. D.I.II, 599, 604).
í skriftaboðunum er ekki minnzt á kennimannadráp; um það
hefur vald páfa sennilega verið ótvírætt eins og skýrt kemur fram í
bréfi Þóris erkibiskups til íslenzkra höfðingja árið 1211, en að því
verður nánar vikið hér á eftir.
Hlutdeild erkibiskups í deilumálum á íslandi á biskupstíð
Guðmundar Arasonar hefur ávallt verið sett í samhengi við þá
skýringu, að norska konungsvaldið og erkibiskupsvaldið hafi
hönd í hönd náð undir sig völdum á íslandi eftir 1262. Fullyrðing-
um um að með því að á biskupstíð Guðmundar Arasonar gafst
erkibiskupi tóm til aukinna afskipta af íslenzkum málum, hafi
Guðmundur Arason stuðlað að „falli íslenzka þjóðveldisins”,
hafa ekki fylgt nægilegar skýrgreiningar á því hvernig afskipti
erkibiskups komu fram; hvaða þáttum deilumálanna hann átti
hlut að.
í yfirlitsritum hefur verið staðhæft, að frásögn Sturlungu um
að sátt hafi verið gerð milli Kolbeins Tumasonar og Guðmundar
biskups 1207 á þann hátt ,,at oll mal skyllðv vera vndir erki-
biskupi“ (Sturl. I, 279), sé elzta heimild um, að íslendingar hafi
lagt mál sin undir dómstól utan lands (sbr. Jón Jóhannesson, ísl.
s.I, 240; S.Í,I, 124). Með þessu er talið, að erkibiskupi hafi opnazt
ný leið til áhrifa á íslandi. Þessi skoðun mun tæpast standazt, ef
forsaga erkibiskupsvaldsins hér á landi verður nokkru sinni
rannsökuð eins ítarlega og skörðóttar heimildir leyfa. Hér verður
aðeins bent á örfá atriði.
Segja má, að íslendingar hafi lagt mál sin undir dóm erki-
biskups í hvert sinn er biskupsefni var sent utan til vígslu. Erki-
biskup úrskurðaði hvort sá, sem valinn var hér á landi til biskups,