Saga - 1982, Side 43
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
41
uppfyllti þau skilyrði, sem sett voru í kirkjulögum til þess að sá
sem kjörinn var til biskups (electus) hlyti biskupsvígslu.
Af orðalagi í kristinna laga þætti Grágásar og í Hungurvöku
má ráða, að erkibiskup hafi átt aðild að setningu kristins réttar
hér á landi. Segir Hungurvaka að þátturinn hafi verið settur
..eptir, . . umráðum Ozurar erkibyskups. . . ”, og í Grágás segir
að hann hafi verið settur.... at raþi ozorar erkibyskops. . .
en hvort tveggja má skilja svo að erkibiskup hafi verið með í ráð-
um og er því ekki fjarri lagi að segja, að íslenzkir biskupar og
kennimenn hafi lagt mál sín undir erkibiskup, þegar kristinna laga
þáttur var saminn (Grg. Ia, 36; Bysk.s. I.Hefte, 95; sbr.
Sveinbjörn Rafnsson, Studier, 167, S.í. II, 68 og Fritzner III,
777).
Heimildir greina, að leyfis erkibiskups hafi verið leitað til þess
að kjósa nýjan biskup í Skálholtsbiskupsdæmi, þegar Klængur
biskup var orðinn sjúkur (Bysk.s. I.Hefte, 112; Bysk. s. 2. hæfte,
195; D.I.I, 223).
Einnig má minna hér á að Páll Jónsson Skálholtsbiskup átti
mörg nauðsynjaerindi til erkibiskups um aldamótin 1200, og
þegar Guðmundur Arason fór til biskupsvígslu, fól Páll honum
bréf sin til erkibiskups (Sturl. I, 267; Bisk.s. I, 481).
Sáttin árið 1207 var því erkibiskupi ekki ný leið til afskipta af
'slenzkum málum, hún staðfesti fremur venju um hlutdeild erki-
biskups að málum, er vörðuðu íslenzku biskupsdæmin og kristinn
fétt hér á landi. í Sturlungu er sagt af því að veturinn eftir
Víðinesbardaga hafi Guðmundur biskup boðið erkibiskupsdóm
avollvm mallvm þessvm” (Sturl. I, 283), en þvi var ekki játað. í
hvorugu þessu tilviki í Sturlungu þar sem getið er um erkibiskups-
dóm, er sagt ótvírætt hvaða mál það voru, sem leggja skyldi undir
dóm erkibiskups. Um það verður ekki ráðið nema af líkum
emum, sem e.t.v. geta skýrt stöðu íslendinga gagnvart embættis-
valdi erkibiskups. í fyrra tilvikinu kemur óbeint fram hvaða mál
var sætzt á að erkibiskup dæmdi um, því í beinu framhaldi af því
Þar sem segir að öll mál skyldu vera undir erkibiskupi segir: ,,
Gafv þeir Kolbeinn þa vpp secttir allar, enn biskup toc þa alla or