Saga - 1982, Page 44
42
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
banni” (Sturl. I, 279). Tvennar sakir virðast færðar fyrir bann-
færingu biskups. Önnur er sú, að Kolbeinn hafi samneytt
bannsettum mönnum, hin að hann hafi einungis greitt helming
þess gjalds, er biskup hafði gert honum að greiða í sekt. Einnig er
sagt, að biskup hafi lesið bannsetning yfir Kolbeini og mönnum
hans, er Kolbeinn stefndi heimamönnum biskups, prestum,
djáknum og leikmönnum skóggangsstefnum (Sturl. I, 278).
Biskup hafði eftir frásögninni áður dæmt í málum þeirra Kolbeins
við ráð Páls biskups og Sæmundar í Odda (s.r. 277-79). Þessi
málsatvik benda til þess, að sætzt hafi verið á málin með því að
leita úrskurðar erkibiskups sem æðsta dómstigs um þau mái er
biskup hafði áður dæmt um, en kirkjulögin kváðu á um heimild
erkibiskups til þess (Friedberg, Lehrbuch, 197-98). A þennan hátt
virðist hafa verið leitað úrskurðar erkibiskups um eignarhald á
Oddastað, það gerðist fyrr en kristinréttur Arna biskups
Þorlákssonar var lögtekinn (Arna saga, 15, 22, 29). Likur benda
því til, að erkibiskupi hafi verið falið að úrskurða um réttmæti
fjárheimtu biskups á hendur Kolbeini og stefnu Kolbeins á hendur
mönnum biskups, vígðum sem óvígðum.
í síðara tilvikinu þar sem Sturlunga nefnir erkibiskupsdóm í
málum Guðmundar biskups og Kolbeins segir, að Guðmundur
hafi boðió erkibiskupsdóm eftir Víðinesbardaga 1208, en þá var
gerð að honum aðför svo vígaferli urðu og meðal annarra voru
prestar höggnir, en málum lauk þannig, að sumir andstæðingar
biskups gengu slyppir á vald hans ,, svorðv honum eiða, festv i
hans dom skriptir oc fe-giallð ” (Sturl. I, 283). Með aðförinni
hafði Kolbeinn sótt með vopnavaldi þá menn biskups, bæði leika
og lærða, sem hann hafði gert seka og þeim hefur verið ætlað að
gjalda sekt sína með limum eða lífi ef ekki með fé.
í Hólabardaga 1209 beittu leikmenn sömu aðferðum gagnvart
biskupi og mönnum hans og gert var í Víðinesbardaga. Lið
veraldlegra höfðingja sigraði á Hólum. Höfðingjar dæmdu
biskup brott af héraði, hjuggu þá menn, er þeir höfðu dæmt seka í
iiði hans, leika sem lærða, rændu af fé Hólastaðar og lögð voru
fégjöld á þá biskupsmenn, sem eftir lifðu (Sturl. I, 287-89).