Saga - 1982, Side 45
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
43
Þessar aðferðir brutu í bága við guðs lög en voru í samræmi við
landsvenjur og landslög. Með þeim náðu höfðingjar undir sig for-
ræði Hólastaðar og komu í veg fyrir að biskup réði meiru í
biskupsdæmi sínu ,,enn klercvm oc tiþvm“ (Sturl. I, 290-91).
Aðfarir veraldlegra höfðingja gagnvart Guðmundi biskupi voru
brot á ákvæðum kirkjulaganna um friðhelgi kennimanna (privi-
•egium canonis) og um dómsvald í klerkamálum (privilegium
fori). Þetta kemur skýrt fram í því bréfi, sem Þórir erkibiskup
sendi sex nafngreindum höfðingjum á íslandi árið 1211, þar sem
segir:
Enn heþan spyrst hormvligr grimlæikr oc fatiðr, guði oc
ollvm gvds logvm gagn-staðligr, er Gvþmunði biskupi er
vgitr, ef sa er voxtr a, er margir segia, at v-lærdir menn hafa
hann fyrir dæmþan, þar sem enngi maðr a a honum dom
nema pafinn oc ver af hans henði, oc hann nv settr af sinv
biskups riki, hætr af morgvm salvm til abyrgða, menn af
honum drepnir oc noccor prestr i þeiri tolv—enn þann
vanða a engi at leysa nema pavinn sialfr (Sturl. I, 292).
Onnur meginforsenda utanstefnu erkibiskups er sett þannig
fram í bréfi hans:
Nv er þar comit, at þessor mein verða alldri með
ordsendingvm sloct; ver hofom þess freistad, oc hafa
yfirbætr frestaz, oc vellðr þvi vansi trvar, of-kapp oc
þralyndi þeira, er i illv þra-lynðaz. Enn þa er vær læitom við
at ransaka, hvaþan þessar sacir risa, gða hverir með kappi
læita við hellðr at næra þessi mein en slocva, þa visa svmir
sokom i einn stað, svmir i annan; oc siam ver fyrir þvi ecki
annat hellðr i þessv mali, enn biskup sæki a fvnd várn oc
þeir með honum, er her ero a nefndir...(Sturl. I, 292).
Af þessum orðum bréfsins virðist mega ráða, að áður hefur farið
fram misheppnuð málsrannsókn, en til þess að takist að grand-