Saga - 1982, Page 46
44
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
skoða ágreiningsefnin fyrir dómi erkibiskups, sem Islendingar
hafa falið málið, er nauðsynlegt að biskup og andstæðingar hans
beri vitni fyrir þessum sama dómstól. Því birtir erkibiskup utan-
stefnu sína í næstfarandi grein:
Þat bioðvm ver oc vndir lyðni gvði til þacka, heilagri cristni
til frelsis, synðvm yðrum til lavsnar, oc ollvm landz lyþ til
þurptar, at þer sækit at svmri a varnn fvnð... (s.r. 292-93).
Réttarlegar forsendur þessarar utanstefnu eru samkvæmt þessu
bréfi annars vegar að mótstöðumönnum biskups er boðið að taka
lausn fyrir brot á kirkjurétti og hins vegar er boðið að málsaðilar
mætist fyrir dómstól erkibiskups og beri þar vitni. Hlutdeild erki-
biskups í deilum þessum er einskorðuð við að sjá til þess, að
kanónískur réttur sé virtúr í ákveðnum greinum, sem landsmenn
virðast hafa tekið mark á. Hvergi kemur fram í bréfinu, að erki-
biskup bjóði neitt það er stóð utan embættisskyldu hans, og
landsmenn virðast hafa viðurkennt vald erkibiskups með því að
hlýða stefnunni og leggja mál sín í hans dóm.
Afstaða erkibiskups í þessu bréfi til brota gegn ákvæðinu um
friðhelgi kennimanna er hin sama og kemur fram í hirðisbréfi frá
um 1174 (D.I.I, 222). í báðum bréfunum er þeim sem hafa fellt á
sig bann fyrir kennimannadráp stefnt á fund erkibiskups til þess
að fá lausn undan þessu banni af þeim sem voru réttskipaðir af
kirkjunni til þess að veita slíka lausn. Erindi Sturlu Sighvatssonar
í páfagarð 1232 hefur trúlega verið að fá lausn fyrir að hafa brotið
gegn því boði sem kirkjan setti um friðhelgi kennimanna, en
Sturlunga telur fram presta sem voru meiddir og féllu í bardaga
þeirra feðga Sturlu og Sighvats við menn Guðmundar biskups í
Grímsey (Sturl. I, 446, 450, 357, 358). Réttur kennimanna til frið-
helgi hefur þannig verið viðurkenndur af íslendingum með
Rómarför Sturlu. í Sturlungu er einnig nefndur Benedikt
Hesthöfðason, en hann ætlaði árið 1253 „ferð sina til vm-botar
ok suðr-gongu; hann hafðe vegit Asgrim prest...”(Sturl.II, 188).
Vera má, að fleiri íslendingar hafi farið í þessum erindum í