Saga - 1982, Page 49
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
47
eos aliquando in seculo militare, per quod ad effusionem
sanguinis pervenientes ab ecclesiasticis officiis repellantur.
Decernimus itaque, ut arma non sumant...(Lat. dok., 42-
44).11
Bakgrunnur þess að klerkar í Noregi voru undanþegnir
þátttöku í hernaði, var sá að klerkar þar voru undanþegnir því að
gjalda leiðangursskatt (Gunnes, Kongens ære, 187 o. áfr. ). í
Noregi kom þetta ákvæði því við samskipti kirkju og konungs, en
á íslandi takmarkaði það hinn víðtæka rétt, sem einstaklingar
höfðu til saksókna með vopnavaldi.
Erjur Sverris konungs Sigurðarsonar og kirkjunnar manna í
Noregi urðu tilefni margra orðsendinga milli páfa og erkistólsins í
Niðarósi. Klerkar tóku óspart þátt í að berja á mönnum konungs
°g í samræmi við boð kirkjunnar hélt páfi fram banni við her-
ferðum klerka í bréfum sínum til Noregs. í bréfi Celstinusar III
Páfa til norska erkibiskupsins og klerka hans 1189 var lagt strangt
bann við því að klerkar væru með í herferðum nema til þess að
veita deyjandi mönnum sakramenti og ráða hermönnum frá því
að vinna illvirki. Þetta bann var enn ítrekað í bréfi sama páfa 1194
°g í bréfi Innocentiusar III páfa 1198 er lagt til að prestar, sem
taka þátt í herferðum missi embætti (Lat. dok. 84, 98, 124).
Af hirðisbréfum erkibiskupa til íslands sést að í þessum efnum
var málum íslenzku kirkjunnar skipað á sama veg og páfi sagði
fyrir um mál norsku kirkjunnar, en boðin voru samræmd íslenzk-
um landsvenjum. Á íslandi var siður að sækja rétt með vopna-
valdi ef marka má frásagnir Sturlungu og íslendingasagna. í sam-
11 Ekki eru fræðimenn á eitt sáttir um tímasetningu þessarar réttindaskrár. W.
Holtzmann, er fyrstur gaf hana út árið 1938, taldi að þessi ákvæði hefðu
verið tekin upp á ríkisþingi 1164. Aðrir hafa síðar fært rök fyrir því að þau
séu frá stofnun erkistóls í Niðarósi 1152/53, m.a. O. Kolsrud, A. O.
Johnsen, E. Vandvik og E. Molland. V. Skáneland færði hinsvegar rök fyrir
því að ákvæðin hefðu orðið til i samhengi við biskupaþing (provincial-concil)
á áratugnum 1170-80. Sjá Lat. dok., 11-12, 140-42; Blom,85; NHT 50 1971,
67-68 og þar ívitnuð rit.