Saga - 1982, Page 51
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
49
Bannið í þessu bréfi virðist mildað frá bréfinu um 1174 og tak-
markað við æðri vígslugráður; presta, djákna og subdjákna, en
ætla má, að þetta bann hafi verið virt að nokkru; um það má
finna vísbendingar í Sturlungu. í þeim hluta, sem rakinn er til
Prestsögu Guðmundar Arasonar, er Guðmundur talinn stofna
vigslum sínum í hættu sökum þess, að hann sótti mál, þegar hann
var djákni að vígslu (Sturl. I, 143). Á öðrum stað í Sturlungu segir
að Páll prestur á Staðarhóli hafi sagt fyrir um hvernig málsókn
skyldi haga, en Sturla Þórðarson tók það mál til sóknar og gæti
Það bent til þess að presturinn hafi viljað forðast að taka mál-
sóknina að sér (s.r. 547).
Islenzkar siðvenjur og réttarreglur gerðu ráð fyrir að vígðir
menn sem óvígðir beittu vopnavaldi, ef þeir vildu reka réttar síns
eða sækja menn til saka; veita vinum sínum lið eða auka ríki sitt.
^irkjurétturinn gerði hins vegar ráð fyrir að kennimenn hefðu
enga veraldlega sýslu á hendi, en að þeir nytu stuðnings og vernd-
ar veraldlegra yfirvalda til þess að koma á friði og reglu meðal
kristinna manna. Hér mættust tveir ólíkir heimar; annars vegar
^slenzkur réttur, sem runninn var af rótum germanskra réttarhug-
mynda og gerði í mjög mörgum tilfellum ráð fyrir að menn ættu
v>gt um sakir sinar, hvort sem þeir væru vígðir eða óvígðir. Hins
vegar var kirkjurétturinn, byggður á rómverskum réttarhugmynd-
Um, sem gerðu ráð fyrir kennimönnum sem sérstöku löguneyti, er
skyldi sækja traust að yfirmönnum sínum innan kirkjunnar;
Þiskupum, erkibiskupum og páfa.
Fyrirmæli erkibiskupa í hirðisbréfunum áttu að stuðla að því að
iög kirkjunnar næðu einnig til íslenzkra kennimanna, þannig að
Þeir ræktu erindi kirkjunnar eins og lögboðið var. Ein meginstoð
Fenninga alþjóðakirkjunnar var sú, að erindi vígðra manna væri
að boða frið í samfélagi kristinna manna; koma á reglu í því sam-
félagi, reglu, sem byggð væri á boðum kirkjunnar. Kennimenn
attu því að vera málsvarar friðar og mæta óvinum sinum góð-
v’ljaðir og vopnlausir. Að friði er vikið í íslenzku hómilíubókinni
meðal annars með svofelldum orðum: