Saga - 1982, Síða 53
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
51
kirkjunnar. Mannkostum biskupa er lýst þannig að líferni þeirra
°g daglegar athafnir styrki kristni í landinu og verði fyrirmyndir
Þeirra, sem lesa eða heyra sögurnar, þannig að þeir breyti daglega
eftir reglum kirkjunnar eins og þeir biskupar, sem sögurnar segja
frá. Viðleitni biskupa til að stuðla að friði er einn þáttur i þessum
frásögnum, og sá þáttur dregur sterklega fram hina æskilegu
mynd af biskupi. Kunn er frásögn Kristni sögu af því hve vel
Gissur biskup friðaði landið og í svipuðum anda segja
Hungurvaka og Sturlunga af biskupunum Magnúsi Einarssyni,
Katli Þorsteinssyni og Klæng Þorsteinssyni. Segir Hungurvaka,
að engar deilur hafi orðið með mönnum meðan Magnús Einars-
son var biskup, sökum þess að hann sparaði aldrei fjárhlut til
satta meðal sundurþykkra, og um Klæng biskup segir, að ekki
hafi verið gert um stórmál án þess að hann væri til hverrar gerðar
tekinn (Bysk.s.I, 101,109; sbr. Sturl. I, 69 um gerðardóm Klængs
biskups).
I Sturlungu er ræða lögð í munn Katli Þorsteinssyni á alþingi og
með dæmisögu um ágæti sáttfýsi er hann látinn ávinna sér fylgi
höfðingja til biskupstignar (Sturl. I, 42-43). Páls Jónssonar
Skálholtsbiskups er einnig oft getið sem sættargerðamanns eða í
gerðardómi, þegar dæmt var í málum þeirra manna, er mikið áttu
undir sér. Hann leitaði um sættir ásamt Jóni Loftssyni og Brandi
Hiskupi Sæmundarsyni eftir brennuna í Lönguhlíð (Sturl. I, 197).
átti mestan hlut að meðalgöngu, þegar sættir urðu um deilur
°g mannvíg á þingi milli Haukdæla og Svínfellinga annars vegar
°8 hins vegar Oddaverja og Sturlunga (Sturl. I, 237-38). Hann
Jeitaði sátta ásamt Þorvaldi Gissurarsyni, sem sjálfur var prestur,
1 deilum Sæmundar í Odda og Sigurðar Ormssonar og gerði síðan
einn um sættir (Sturl. I, 242-43). Guðmundur biskup Arason
§erði um mál sín og Kolbeins Tumasonar á þingi árið 1206 við ráð
biskups (s.r. 277). Frásagnir greina, að Magnús Gissurarson,
eftirmaður Páls á biskupsstólnum í Skálholti, hafi einnig verið við
sættargerðir manna. Hann kom á sættum, þegar Magnús
puðmundarson og Snorri Sturluson deildu á þingi um Gufunes-
und og reyndi til sátta, þegar Snorri og Björn Þorvaldsson deildu
Um eftirmál Orms Jónssonar (s.r. 328, 341). Magnús biskup