Saga - 1982, Page 54
52
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
leitaði um sættir ásamt Þorvaldi Gissurarsyni og flokki lærðra
manna, þegar Kolbeinn ungi Arnórsson og Snorri Sturluson
fylktu liði hver gegn öðrum á Þiagvöllum 1234 (s.r. 462). Magnús-
ar er einnig getið sem gerðardómsmanns í málum, sem urðu milli
voldugra manna og skipti þvi miklu hversu fór (s.r. 365, 382,
459).
Eftirmanns Magnúsar, Sigvarðs Þéttmarssonar, er einnig getið
við sættargerðir. Hann leitaði um sættir og fór í milli ásamt
prestum sínum áður en Órækja Snorrason og Gissur Þorvaldsson
börðust i Skálholti 1242 og segir sagan að Órækju og liði hans lík-
aði vel að biskup færi í milli og leitaði um sættir, og sætzt var á að
biskup gerði um mál þeirra eftir bardagann (s.r. 563, 565). Enn-
fremur fór Sigvarður milli Órækju og Kolbeins Arnórssonar og
Gissurar ásamt Brandi ábóta og hans er getið við sáttaumleitanir
milli Þórðar kakala og Hjalta Magnússonar (Sturl. I, 566, 569;
Sturl. II, 17-19).
Að forsögn Innocentiusar páfa II (1130-43) var mælt í kirkju-
rétti að biskupar leggi fram ráð og hjálp til þess að stuðla að friði:
Precipimus, ut episcopi, ad solum Deum et salutem populi
habentes respectum, omni tepiditate seposita, ad pacem
firmiter tenendam mutuum, sibi consilium et auxilium
prebeant, neque hoc alicuius amore uel odio pretermittant
(c. 11 D. XC).
Biskupum á íslandi var falið þetta hlutverk af yfirmönnum sín-
um, það var skylda þeirra að stuðla að friði og undirmenn þeirra
af lægri vígslugráðum hlutu einnig að rækja þessa skyldu. í
Sturlungu segir oft af prestum, sem voru til þess valdir að sætta
andstæðinga og gera um sættir milli manna. Friðhelgi kenni-
manna stuðlaði að því að hægt var að senda þá milli óvina, og
bann við vopnaburði kennimanna gerði þá meinlausari en óvígða
menn. Skal nú vikið að einstökum dæmum um aðild kennimanna
að friði til þess að sýnt megi vera að íslenzkir kennimenn virðast
samkvæmt vígsluskyldum sínum hafa haft ákveðna sérstöðu í
ófriði 13. aldar.