Saga - 1982, Page 84
82
HELGIÞORLÁKSSON
heimilað mat eigna sinni í desember 1254 og janúar 1255 (d. 14.
janúar 1255).53 Líklega hefur verið metið i fardögum 1255.
Þegar skipt var fé í Kirkjubæ milli Ögmundar Helgasonar og
Steinunnar konu hans var kirkjufé undanskilið og síðan helming-
ur Steinunnar ,,allt það fé sem hún kallaði sér og þar með það fé
sem Ögmundur hafði gefið henni“.54 Talað er um 70 hundruð
,,sem Oddi var kallað“, þ.e. eignað, og er við búið að matið hafi
verið hagfellt ekkjunni Randalín, ekki síst ef þeir voru við það
riðnir Þorvarður og Brandur Jónsson ábóti, sem líklegt má telja.
4. Ótrúlegt kann að virðast að bóndinn á Valþjófsstöðum hafi
átt ,,aðeins“ 70 hundruð og þó setið á slíku höfuðbóli. En heima-
land var metið aðeins 9Vi hundrað á 17. öld og tvær hjáleigur
heima metnar 12 hundruð eða heimaland allt 2\Vi hundrað.
Hugsanlega vantar eina hjáleigu á þrjú hundruð eða því sem næst
og er líklegt að fornt mat heimajarðar hafi verið 24 hundruð
(24Vil).55 Af þessu átti kirkjan helming fyrir 1306 en hitt Oddur
og Randalín, trúlega til helminga (6 + 6 hundruð) eða þá erf-
ingjar Teits Oddssonar.
Kirkjan hlaut þann helming heimalands sem á vantaði árið 1306
og átti þá líka að því er best verður séð 25Vi hundrað í jörðum,
miðað við mat á 17 öld.56 Líklega átti hún þetta allt um 1250 því
að hér höfðu setið vígðir höfðingjar á 12. öld og ekki miklar líkur
til að kirkjan hafi bætt við sig eignum á 13. öld (sbr. hér á eftir,
bls. 86-88). Er því hugsanlegt að Oddur hafi getað ráðstafað 50
hundruðum i jörðum þótt hann ætti formlega aðeins sex hundruð
eða e.t.v. ekkert.
í lögum sem giltu i Noregi, þegar Oddur dó, um þann sem dó í
banni, segir m.a.: ,,hafi biskup allt fé hans en konungur land-
kaup“. Þetta hefur verið túlkað svo að konungur gæti keypt jarð-
eign hins bannfærða en byggist á mistúlkun orðsins ,,landkaup“-
Orðið ,,fé“ gat merkt lausafé eingöngu en hæpið er að sú sé merk-
ing þess hér.57
Sjötíu hundruðin eftir Odd voru greidd árið 1279 en þá gilti
kristinréttur Árna biskups í Skálholtsbiskupsdæmi. Skv. honum
skyldu erfingjar í tilvikum eins og Odds bæta fyrir brot , ,eftir