Saga - 1982, Page 89
STÉTTIR, AUÐUR OG VÖLD
87
Það sem skyldugt var“. Þetta var af ótta við að biskupum tækist
að ná undir sig forráðum kirkjueigna. Þannig munu meiri háttar
gjafir til kirkna, svo sem í jarðeignum, trúlega hafa verið fremur
fátíðar frá lokum 12. aldar allt fram undir 1300.
Athugun máldaga virðist styðja ábendingar Magnúsar. Milli 80
°g 90 máldagar eru árfærðir til tímans 1150-1300, ,,gjafa“ getur í
síö þeirra, þar af fjórum sinnum í rúmum 30, líklega úr tíð
Arna Þorlákssonar. Nýrra tekjustofna getur í fimm af sjö skipt-
um og kirkjugripa tvisvar en aldrei er getið að um sé að ræða eig-
inlegar sálugjafir.66 í máldögum frá um 1315-20, töldum úr tíð
Auðunar rauða og Árna Helgasonar, biskupa, kveður við annan
tón. Ellefu máldagar eru eignaðir Árna og getur gjafa nafn-
greindra manna í fimm og er jafnan um að ræða nýja
tekjustofna.67 í 44 af 95 Auðunarmáldögum getur „gjafa“ alls
a-nr.k. 73 sinnum, þar af nýrra tekjustofna um 30 sinnum en ann-
ars kirkjugripa. í sjö máldaganna er beinlínis tekið fram að um sé
að ræða sálugjafir, jafnan gjafir leikmanna til bændakirkna.68
Gjafa presta og annarra framlaga þeirra getur í a.m.k. 18
nráldögum en þeir gáfu nánast ætíð til staða.69
Máldagarnir benda til að menn hafi hikað við að gefa á meðan
óvissa ríkti i staðamálum, skiptingin í Auðunarmáldögum á milli
gjafa leikmanna til bændakirkna og presta til staða styður þetta,
sbr. óvissu um það fyrir árið 1297 hvað væru staðir og hvað ekki.
Leikmenn hafa líklega haft ástæðu til á 13. öld að óttast að þeir
Vrðu sviptir öllum forráðum fyrir kirkjueignum. Væntanlega
Þefur ýtt undir gjafir presta að í tíð Árna biskups Þorlákssonar
var tekið að ganga eftir að prestar væru ókvæntir og gengu munir
Þeirra trúlega frekar en fyrrum til kirkna. Þeim var gert skylt um
1280 að gefa kirkju sinni a.m.k. 1/10 af tekjum sínum af henni.
í aðeins einum máldaga af yfir 50 sem árfærðir eru til tírnans
fyrir 1262 virðist getið að gefinn sé nýr tekjustofn. Athyglisvert er
að Snorri Sturluson gefur Reykholtskirkju ekki nýja tekjustofna,
aðeins muni. Kirkjan í Görðum á Akranesi bætir mjög litlu við sig
á bilinu [1220] til [1315]. Tekjustofnar kirkjunnar að Skarði á
Skarðsströnd virðast hins vegar hafa aukist verulega á 13. öld,
e-Lv. í tíð Snorra Skarðsprests eða sonar hans, þó einungis í búfé.