Saga - 1982, Qupperneq 124
122
SVEINBJÖRN RAFNSSON
Tilvísunargreinar:
1) Til er stutt yfirlit um ævi og dýrkun Þorláks biskups á dönsku, Jakob
Benediktsson (1976). Ennfremur er til stutt yfirlit yfir þær gerðir Þorláks
sögu sem varðveittar eru, Jón Helgason (1976). Sjálf sagan hefur nú komið
út, Byskupa sggur (1978).
la) Við umræðurnar eftir fyrirlestur þennan var spurt í hverju strangleiki
skriftaboðanna væri fólginn. Eftir að hafa farið yfir helstu útgáfur skrifta-
boða miðalda, Bieler (1963), Schmitz (1883 og 1898) og Wasserschleben
(1851), sbr. McNeill&Gamer (1938), hef ég ekki fundið svo ýtariegar lýs-
ingar á sjálfsfróun og kringumstæðum við sáðlát sem í Þorláksskriftum.
Sbr. einnig Noonan (1965), bls. 165 o. áfr. og Flandrin (1975), bls. 27
o.áfr. Skriftaboð hafa mjög sett svip sinn á norræna kristni á 11. öld, sbr.
Sveinbjörn Rafnsson (1979).
2) Elsta útgáfa Þorláksskrifta er í Finni Johannæi Historia Ecclesiastica Is-
landiæ IV, bls 145-60. Hana verður að álíta gjörsamlega úrelta. Skárri út-
gáfur Þorláksskrifta eru í Diplomatarium Islandicum I, bls 237-44, í umsjá
Jóns Sigurðssonar að mestu eftir öðru handriti A-gerðarinnar, og í Dip-
lomatarium Islandicum II, bls 596-601, eftir hinu A-gerðarhandritinu, og
bls. 601-6, eftir B-gerð í umsjá Jóns Þorkelssonar. Því er haldið fram í
Diplomatarium Islandicum II að textarnir sem þar eru útgefnir af Þorláks-
skriftum séu frá því um 1326. Svo nákvæm tímasetning á sér ekki stoð í
heimildum. Nánari greinargerð fyrir Skriftaboðum Þorláks mun birtast í
Griplu, riti Árnastofnunar.
3) Byskupa spgur (1978), bls. 414. Hugsanlegt er að eftirmálinn, sem er í báð-
um gerðum skriftaboðanna, sé að nokkru frá tíma Páls biskups Jónssonar.
4) Jafnrétti, eða eins og það er orðað „jafnmæli meðal karls og konu“, gæg-
ist einnig fram í bréfi Eiríks ívarssonar erkibiskups til íslensku biskupanna
1189, sjá athugagrein 7 hér síðar.
5) Þessir mikilvægu heimildatextar til íslenskrar og norskrar kirkjusögu á 12.
öld eru útgefnir í Diplomatarium Islandicum I í umsjá Jóns Sigurðssonar.
Jón reyndi að tímasetja textana til tímabilsins 1173-90. Eldri umfjöllun
um textana er í Finni Johannæi Historia Ecclesiastica Islandiæ I, sbr.
skjalaskrá í IV bindi sama rits. Heimildatextarnir eru varðveittir í AM 186
4to, bls. 109-28, það er eina handritið sem til er með þessum textum (codex
unicus), og hefur það stundum verið nefnt ,,Hvanneyrarbók“. Handritinu
lýsir Jón Sigurðsson í Diplomatarium Islandicum I, bls 219-20. Eftirfar-
andi tafla sýnir röð textanna í handritinu, blaðsíðutöl og tímasetningar
textanna í Historia Ecclesiastica og blaðsíðutöl og timasetningar í DiplO'
matarium Islandicum: