Saga - 1982, Page 125
ÞORLÁKSSKRIFTIR OG HJÚSKAPUR
123
AM 186 4to Historia Eccl. Dipl. Isl.
1. Statúta Eiríks Lit.D, bls. 244-9 bls. 285-9
bls. 109-14 (1180) (1189)
2. Bréf Eysteins Lit.A, bls. 236-9 bls. 221-3
bls. 114-18 (1176) (1173)
3. Um guðs réttu Lit.B, bls. 239-43 bls. 231-3
bls. 118-22 (1176) (um 1176)
4. Um herfang Lit.C, bls. 243-4 bls. 234-5
bls. 122 (1176) (um 1176)
5. Statutum Eysteins Lit.E, bls. 249-51 bls. 262-4
bls. 122-5 (1180) (1180)
6. Statutum Eysteins Lit.F, bls. 251-3 bls. 259-60
bls. 125-6 (1180) (1179)
7. Statutum Eiríks Lit.G, bls. 253-5 bls. 289-91
bls. 126-8 (1180) (1190)
Eins og sjá má ættu ýmis rannsóknarverkefni að vera fólgin í þessum textum. Það
v*ri mikill fengur að því að einhver kanónisti greindi heimildirnar að baki þeim.
6) Eysteinn Erlendsson var erkibiskup í Niðarósi 1161-1188. Á 13. öld, senni-
lega þegar á þeirri 12., töldu ákveðnir íslendingar til frændsemi við hann
eins og sjá má m.a. af Laxdælu, sbr. athugagrein 16 hér síðar. Eiríkur
ívarsson var erkibiskup í Niðarósi 1189-1205. Báðir erkibiskuparnir urðu
að fara í útlegð frá Noregi vegna andstöðu við Sverri konung.
1) Hér verður ekki farið út í ýtarlega fornbréfafræðilega greiningu á bréfi
erkibiskupsins. Það er stílað til beggja íslensku biskupanna. Eftir inn-
gangshluta bréfsins kemur lagatexti en byrjun hans er sýnd með greinar-
skilum í Diplomatarium Islandicum I, bls. 286. Lagatexta þennan mætti
sundurgreina þannig í stórum dráttum:
1. Nú ef maður fyrirlætur konu sína....
bls. 286, 1.23—bls. 287. 1.6.
Fjallar um það að hjúskapur rjúfist eigi þrátt fyrir ,,adulterium“
(hórdóm), og að aðilar skuli sættast og halda hjúskap meðan þeir
lifa. í 1.33 o.áfr. um systur konu manns virðist texti kominn úr páfa-
bréfi til Niðaróserkibiskups á 12. öld, sjá Latinske dokument (1959)
bls. 66-7,§2.
2. En ef maður villist í kvonfangi.
bls. 287, 1.6 — 1.17.
Fjallar um villur (errores) við hjúskaparstofnun. Þær geta menn gert
á fjóra vegu: a) farið mannavillt (persone), b) villst á stétt eða stöðu
aðila, ,,hegðanar“ (condicionis), c) villst á auðæfum aðila (fortune)