Saga - 1982, Side 126
124
SVEINBJÖRN RAFNSSON
og d) villst á geðheilsu aðila, ,,maktarleika“ (qualitatis). í tilfellunum
a) og b) má slíta hjúskap, en i c) og d) eigi.
3. En um fastnaðarmál.... (fastnaðarmál þýða hér augljóslega meira en
trúlofun).
bls. 287, 1.18 — bls. 288, 1.9.
Hér er skilgreint samþykki (consensus), bæði ,,af ókomnu" (de
futuro), og ,,af nálægð" (de presenti) milli aðila. Túlkunarvandamál
í textanum er hvort þar sé orðið ,,fastnaðarréttur“ eða ekki. Ein
túlkun gæti verið að nefnt sé handfest samþykki = samþykki af
ókomnu, og fastnaðar samþykki = samþykki af nálægðum. Þá er
túlkun sagnorðsins að vegna ekki síður erfið þegar talað er um að
jafnmæli skuli vera meðal karla og kvenna en þó megi kona eigi ,,svo
vegna bónda sínum sem bóndi konu sinni til skilnaðar fyrir
hórdóm“.
4. En ef maður nemur konu.....
bls. 288, 1.9—1.15.
Fjallar um kvennarán, aðilar geta aðeins gengið í hjúskap með henn-
ar samþykki. Ennfremur um samband við gifta konu og hjúskap með
henni eftir dauða manns hennar.
5. Ef ef maður má eigi eiga lag við konu sína..
bls. 288, 1.15 — 1.28.
Samkvæmt textanum getur það orðið með tvennum hætti: a) með
gjörningum eða b) með kynfylgjuspelli. Hið fyrra á að reyna að bæta
með bænum og ölmusugjöfum, hið síðara á að sanna með eiði og sex
vottum.
Eftir þessar greinar um hjúskap hefjast greinar um bann fyrir
presta að bera vopn o.s.frv. og er upphafið sýnt með greinarskilum
neðst á bls. 288. Tímasetning Jóns Sigurðssonar til ársins 1189 er lík-
lega rétt.
8) Með tilliti til gagnrýnna sagnfræðilegra aðferða er fiokkun þessara
heimilda ófullnægjandi og óviðunandi þegar þær eru fiokkaðar sem „bisk-
upasögur" eða ,,samtímasögur“ eða því um líkt. Frásagnaheimildirnar
verður að prófa i einstökum atriðum varðandi uppruna (próveníens), varð-
veislu, hneigð o.s.frv. Óhjákvæmilegt er að heimildirnar séu rannsakaðar i
samhengi við eitthvert sögulegt vandamál eða spurningu ef þær á yfirleitt
að nota sem sögulegt heimildaefni.
9) Björn Þórðarson (1952) hefur gert ýtarlegustu rannsóknina á ævi Yngvild-
ar Þorgilsdóttur. Hann bendir á að hneykslið hafi líklega orðið eftir að
Klængur varð biskup 1152 og líklega einnig eftir 1161 þegar Yngvildur kom
aftur til íslands frá Noregi, sbr. sérstaklega bls. 262-70. Merkar heimildir
um afsetningu Klængs biskups 1173 eru í bréfi Eysteins erkibiskups til ís-
lands 1173, sjá Diplomatarium Islandicum I, bls. 223 og líklega einnig í